miðvikudagur, mars 24, 2004

Talandi um dót

þá rann það upp fyrir mér um daginn að mig vantar eiginlega ekkert meira útivsitardót.

Þetta var meiriháttar uppgötvun. Síðan ég byrjaði að hafa áhuga á útivist hefur mig alltaf vantað eitthvað - bakpoka eða svafnpoka eða tjald eða prímus eða legghlífar... bara að nefna það. Nú á ég allt þetta og meira til. Ætli ég verði ekki að byrja á nýju sporti bráðum til að halda áfram að geta stundað listina að versla??

Nei annars. Ég á engar ísskrúfur enn. Ég get næstum speglað mig í sólanum á gönguskónum mínum. Svo væri gott að eiga léttan dúnpoka til að nota innan í aðalsvefnpokann minn á vetrum. Eða bara almennilegan vetrarpoka. Auk þess þarf ég áreiðanlega einhvern tímann að kaupa mér púlku, þ.e. sleða til að draga farangurinn sinn á í gönguskíðaferðum. Að ekki sé minnst á skíðasegl.

Hjúkk!

Engin ummæli: