föstudagur, mars 05, 2004

Geturðu gert mér greiða?

Er einhver til í að fara á þessa tónleika fyrir mig á morgun?

Á laugardaginn kemur kl. 15:15 á Nýja sviði Borgarleikhússins mun CAPUT
flytja 5 verk eftir Alfred Schnittke og frumflytja nýtt verk eftir
Hildigunni Rúnarsdóttur. Verk Hildigunnar, sem er fyrir sópran og 10
hljóðfæri, heitir "Kemur kvöld" og er við ljóð Guðmundar Böðvarssonar.
Einsöngvari í verkinu er Hallveig Rúnarsdóttir og stjórnandi er Daníel
Bjarnason, en þetta er frumraun þeirra beggja með CAPUT hópnum.

Verk Schnittkes efnisskránni á laugardaginn verða Hymn I fyrir selló, hörpu
og pákur (1974), Hymn II fyrir selló og kontrabassa (1974), Hymn III fyrir
selló, fagott, sembal og rörklukkur (1975), Hymn IV fyrir selló,
kontrabassa, fagott, hörpu, sembal, rörklukkur og pákur (1977) og Kanon
fyrir strengjakvartett, tileinkaður minningu Stravinskys (1977).

Ég hef aldrei heyrt neitt eftir hana svo ég viti og ég hef aldrei heyrt yngri systur hennar (hún var fyrsta vinkona mín!!) syngja neitt síðan við vorum 7 ára eða eitthvað álíka. Nú eru þær systur orðnar meiri snillingar en nokkru sinni fyrr. Bein útsending á morgun vel þegin!

Engin ummæli: