Undirrituð er á leið til Chicago um helgina. Það er IIE og Fulbright sem bjóða til ráðstefnu, um málefni sem gæti varla staðið mínu náttúruelskandi hjarta nær: The role of minorities (i.e. náttúruverndarsinnar??) in the political process. Þetta gætu orðið spennandi og lærdómsríkar umræður!
Veit einhver um eitthvað spennandi að sjá og gera í Chicago? Ég man bara eftir Sears Tower, sem ég heimsótti með pabba og Júlíusi bróður þegar ég var 11 ára; en mér sýnist að ég muni hafa tíma til að skoða meira en bara einn skýjakljúf. Tillögur velkomnar og vel þegnar.
Ef allt bregst má svo líka bara benda mér á e-t sæmilegt kaffihús, ég fór í greinasöfnunarferð til leiðbeinandans míns áðan og kom út með 10 cm þykkan bunka undir hendinni. Sæmilegur slatti það, ég á áreiðanlega eftir að sötra í mig nokkuð marga lítra af kaffi með allri þessari visku.
þriðjudagur, mars 16, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli