laugardagur, mars 13, 2004
Reduce, reuse, recycle
Stundum á ég mjög erfitt með að sætta mig við að ég verði að henda einhverju sem ekki virkar lengur. Stundum leiðir það svo aftur til þess að ég læri eitthvað nýtt og verð flinkari (og ákveðnari) en áður. Kláraði í dag margra vikna hreinsiferli á keðjunni á hjólinu mínu. Hún var orðin mjög ryðguð eftir saltaustur Íþökubúa á vegi og gangstéttir í vetur og satt best að segja ekki hugað frekara líf af starfsmönnum hjólabúða, enda orðin svo pinnstíf að ekki einn einasti hlekkur hreyfðist. Ég setti hana hins vegar í uppþvottalögsbað og gleymdi henni þar ofan í í líklega tvær vikur, tók hana svo uppúr og alla í sundur og skrúbbaði hátt og lágt, endurnýjaði svo baðið og lét hana malla í nokkrar vikur í viðbót. Aftur var keðjan skrúbbuð og burstuð í bak og fyrir og var þá orðin svo fín að ekki þótti ástæða til að baða hana frekar. Næst þurfti að lemja gripinn einhvern veginn saman. Áðurnefndir starfsmenn hjólabúða höfðu sagt mér að keðjupinnarnir væru einnota og vonlaust að nota þá aftur, mér tókst að troða 6 af 9 aftur inn í keðjuna og var nokkuð ánægð með sjálfa mig. Hinir þrír voru keyptir daginn eftir og loks í dag tók ég mig til og setti keðjuna aftur á hjólið og brunaði í eftirmiðdagssólinni niður í skóla. Lifi þrjóskan, og endurnýtingin!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli