miðvikudagur, mars 17, 2004
Kafíristan
Leitin að heitum laugum á Indlandi og í Nepal heldur áfram. Nýjasta öflun mín er ljósrit úr 29. bindi Minninga indversku jarðfræðiþjónustunnar, útgefið af hans ágæti landstjóra Indlands í Kalkútta á því Herrans ári 1883. Með því bindi fylgir landakort af Indlandsskaga sem á eru merktar heitar laugar. Kortið nær inn á það svæði sem í dag heitir Pakistan og Afganistan og er stútfullt af örnefnum á borð við Yarkand, Shibarghan, Umarkot og Kafiristan. Ekki laust við að að mér setji útþrá og ævintýrafíkn...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli