Það er Íslendingapartý í kvöld í Íþöku. Allir að halda sér fast! Sit heima að fara yfir próf og reyni að hita upp fyrir tjúttið með því að hlusta á Bó og Röggu Gísla. Íha!! "Þú ert einn á leið sem enginn maður fer, aleinn á ferð og óljóst hvert á endanum þig ber. Bara akstur á undarlegum vegi óræðri nóttinni í, akstur í áttina að degi ef hann þá kemur á ný..." já, það er magnað hvað maður leggur á sig til að vera Íslendingur á erlendri grund ;)
Horfði annars á snilldarverkið "Brazil" í gær. Myndin fær bestu meðmæli, samt kannski aðallega fyrir þau sýrðari af ykkur.
laugardagur, mars 06, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli