mánudagur, janúar 31, 2005
sunnudagur, janúar 30, 2005
Tvíburaafmæli
Frændsystkini mín í Árósum eiga tveggja ára afmæli í dag (jú, rétt náði að koma þessu inn á síðuna áður en sá 31. rennur upp!). Innilega til hamingju, elsku Tómas og Lilja!
Q - viðbætur
Hef eitthvað verið að reka mig á að fólk hafi ekki grænan Guðmund um hvað ég er að tala um þegar ég nefni Q-prófið.
Þegar mann (eða konu, í mínu tilfelli) langar að ná sér í doktorsgráðu í einhverjum fræðum þá þarf maður að hafa litla nefnd sérfræðinga sér til halds og trausts. Þessi nefnd vill að vonum vita hvort maður sé algjör aulabárður sem komst inn í skólann með svikum og prettum eða hvort það sé í alvörunni smá vit í kollinum á manni. Til að fá svar við því eru ein þrjú munnleg próf lögð fyrir mann á ferlinum frá því að vera grænjaxl á fyrsta ári til þess að vera sprenglærð á ump-ta ári. Ég var á föstudaginn í því fyrsta af þessum þremur. Tilgangurinn með því, fyrir utan að ganga úr skugga um að ég sé ekki einhver Felix Krull (sem er einmitt ein af uppáhaldspersónunum mínum), er að sjá hvað nemandinn kann ekki nógu vel svo hægt sé að sjóða saman kúrsaplan handa honum/henni.
Eins og skiljanlegt er þá eru flestir að farast úr stressi fyrir svona próf, enda ekki skemmtileg tilhugsun að vera rekinn á gat fyrir framan nefndina sína. Leiðbeinandinn minn var svo hugulsamur að taka smá svona father-to-son pakka á mig á fimmtudaginn, þar sem hann minnti mig á að enginn hefði í huga að láta mér líða eins og asna eða vera eitthvað nastí, þetta væri bara nauðsynlegt skref í átt að því að útskrifast. Ég ákvað að slappa vel af á lokasprettinu og las ekki staf, fór í staðinn á skíði á fimmtudagseftirmiðdaginn og svo í partý! Þetta forðaði mér frá því að deyja úr stressi og á föstudagsmorguninn var ég alveg merkilega róleg. Svo byrjaði prófið og gekk alveg merkilega vel. Reyndar kom í ljós að ég er búin að gleyma h.u.b. öllu sem ég lærði í tölfræðinni heima, en þeim virtist standa nokk á sama, settu á mig tvo tölfræðikúrsa í viðbót og fóru svo bara að tala um verkefnið mitt og vettvangsvinnuna á Hawaii. Ég var ekki einu sinni send fram á meðan þeir réðu ráðum sínum um örlög mín, það var bara þegjandi samkomulag um að ég hefði náð.
Eftir prófið var ég svo úrvinda að ég gat varla hugsað. Stephanie og Melissa buðu mér í hádegismat og svo átti að halda duglega upp á áfangann um kvöldið. Það tókst ekki betur til en svo að ég sofnaði alklædd ofan á rúmteppi heima klukkan hálfníu um kvöldið og vaknaði um miðja nótt. Ég reyni bara aftur seinna, enda get ég haldið upp á Q-prófið alveg þangað til ég tek A-prófið!!!
Þegar mann (eða konu, í mínu tilfelli) langar að ná sér í doktorsgráðu í einhverjum fræðum þá þarf maður að hafa litla nefnd sérfræðinga sér til halds og trausts. Þessi nefnd vill að vonum vita hvort maður sé algjör aulabárður sem komst inn í skólann með svikum og prettum eða hvort það sé í alvörunni smá vit í kollinum á manni. Til að fá svar við því eru ein þrjú munnleg próf lögð fyrir mann á ferlinum frá því að vera grænjaxl á fyrsta ári til þess að vera sprenglærð á ump-ta ári. Ég var á föstudaginn í því fyrsta af þessum þremur. Tilgangurinn með því, fyrir utan að ganga úr skugga um að ég sé ekki einhver Felix Krull (sem er einmitt ein af uppáhaldspersónunum mínum), er að sjá hvað nemandinn kann ekki nógu vel svo hægt sé að sjóða saman kúrsaplan handa honum/henni.
Eins og skiljanlegt er þá eru flestir að farast úr stressi fyrir svona próf, enda ekki skemmtileg tilhugsun að vera rekinn á gat fyrir framan nefndina sína. Leiðbeinandinn minn var svo hugulsamur að taka smá svona father-to-son pakka á mig á fimmtudaginn, þar sem hann minnti mig á að enginn hefði í huga að láta mér líða eins og asna eða vera eitthvað nastí, þetta væri bara nauðsynlegt skref í átt að því að útskrifast. Ég ákvað að slappa vel af á lokasprettinu og las ekki staf, fór í staðinn á skíði á fimmtudagseftirmiðdaginn og svo í partý! Þetta forðaði mér frá því að deyja úr stressi og á föstudagsmorguninn var ég alveg merkilega róleg. Svo byrjaði prófið og gekk alveg merkilega vel. Reyndar kom í ljós að ég er búin að gleyma h.u.b. öllu sem ég lærði í tölfræðinni heima, en þeim virtist standa nokk á sama, settu á mig tvo tölfræðikúrsa í viðbót og fóru svo bara að tala um verkefnið mitt og vettvangsvinnuna á Hawaii. Ég var ekki einu sinni send fram á meðan þeir réðu ráðum sínum um örlög mín, það var bara þegjandi samkomulag um að ég hefði náð.
Eftir prófið var ég svo úrvinda að ég gat varla hugsað. Stephanie og Melissa buðu mér í hádegismat og svo átti að halda duglega upp á áfangann um kvöldið. Það tókst ekki betur til en svo að ég sofnaði alklædd ofan á rúmteppi heima klukkan hálfníu um kvöldið og vaknaði um miðja nótt. Ég reyni bara aftur seinna, enda get ég haldið upp á Q-prófið alveg þangað til ég tek A-prófið!!!
Franz
Keypti mér Franz Ferdinand í gær af því ég var svo mikið að hugsa til hennar Láru systur (hún var búin að segja mér hvað þetta væri frábært band... er ekki alveg að fylgjast með þessa dagana). Er alveg afskaplega ánægð með diskinn. Hrein schnilld!
Þoliddiggi !!
Lára systir er komin til Nýja-Sjálands. Go girl!! Við skulum öll senda henni góða strauma.... núna!
Þegar ég startaði tölvunni núna áðan þá voru öll bookmarks-in í Mozillu horfin. Hvorki tangur né tetur eftir og ég finn ekki folderinn þar sem þau eiga að vera skv. hjálparsíðunni. Helvítis andskotans djöfulsins helvíti.
Annars allt í góðum gír, nema bara letin til vinnu sem hrjáir mig öllum stundum. Fór á gönguskíði í morgun og skemmti mér konunglega í góða veðrinu. Vinur hans Nicolas vinar míns sá aumur á mér og telemark-tilraunum mínum og lánaði mér gömlu "alvöru" telemark-skíðin sín; þau eru tvöfalt breiðari en mín og ættu að vera aðeins auðveldari í meðförum. Nú bara verð ég að drífa mig upp í fjall að prófa.
Ætti að vera að skrifa styrkumsókn núna en fæ mig tæplega til þess. Kannski ég prófi aftur...
Þegar ég startaði tölvunni núna áðan þá voru öll bookmarks-in í Mozillu horfin. Hvorki tangur né tetur eftir og ég finn ekki folderinn þar sem þau eiga að vera skv. hjálparsíðunni. Helvítis andskotans djöfulsins helvíti.
Annars allt í góðum gír, nema bara letin til vinnu sem hrjáir mig öllum stundum. Fór á gönguskíði í morgun og skemmti mér konunglega í góða veðrinu. Vinur hans Nicolas vinar míns sá aumur á mér og telemark-tilraunum mínum og lánaði mér gömlu "alvöru" telemark-skíðin sín; þau eru tvöfalt breiðari en mín og ættu að vera aðeins auðveldari í meðförum. Nú bara verð ég að drífa mig upp í fjall að prófa.
Ætti að vera að skrifa styrkumsókn núna en fæ mig tæplega til þess. Kannski ég prófi aftur...
föstudagur, janúar 28, 2005
NÁÐI!!!
Q-prófið ógurlega yfirstaðið. Það var alls ekki jafnógurlegt og ég hélt það yrði og, það sem mestu skiptir, ég náði. VEI!!!!
þriðjudagur, janúar 25, 2005
U2 í Boston 24. mai
Vei!!!!! Er búin að kaupa tvo miða á U2-tónleika í Boston þann 24. mai! Sem skráður aðdáandi fékk ég forkaupsrétt á miðum og tókst að næla í tvo... þeir eru reyndar sitt hvoru megin í höllinni en who gives a shit - ekki ætla ég að vera að mæna á hvern/hverja þá sem verður svo heppin/-n að vera boðið með heldur ætla ég að mæna á snillingana á sviðinu. Jibbí skvibbí!!!!!!!!!!!
mánudagur, janúar 24, 2005
Sjálfbærnin, já
Skv. vitringum í Ameríku erum við Íslendingar duglegir að koma sjálfbærri þróun á koppinn. Í frétt Moggans stendur m.a.:
Það er ég nú hrædd um að við komumst ekki hærra á listanum góða þegar álverið í Reyðarfirði fer að spúa brennisteinstvíoxíði og flúoríði út í rokið!
Við getum nú samt öll lagt okkar af mörkum... kaupa t.d. lífræna mjólk og taka með sér pokana út í búð í staðinn fyrir að styrkja alltaf pokasjóð.
Lifi sjálfbærnin. Halelúja. Amen.
Vísindamennirnir taka mið af 75 atriðum, svo sem því hve mörg börn deyja úr öndunarfærasjúkdómum, fólksfjölgun, gæðum vatns, ofveiði, losun gróðurhúsalofttegunda og brennisteinstvíildi sem á þátt í svonefndu súru regni.
Það er ég nú hrædd um að við komumst ekki hærra á listanum góða þegar álverið í Reyðarfirði fer að spúa brennisteinstvíoxíði og flúoríði út í rokið!
Við getum nú samt öll lagt okkar af mörkum... kaupa t.d. lífræna mjólk og taka með sér pokana út í búð í staðinn fyrir að styrkja alltaf pokasjóð.
Lifi sjálfbærnin. Halelúja. Amen.
sunnudagur, janúar 23, 2005
Eiríkur og velgjörðafólk hans
Elskan hann Eiríkur minn hlýtur að vera alveg rasandi út í hann Gerardo að fara til Bólivíu í ár og skilja sig eftir í höndunum á skaðræðiskvendi eins og mér. Við lendum í miklum ævintýrum með reglulegu millibili og grey kallinn, aldraður eins og hann er orðinn, hlýtur að vera dauðþreyttur á veseninu.
Um daginn rann ég, á jafnsléttu og m.a.s. lítillega upp í móti, gegnum saltaðan snjó og klessti á götukantinn. Ekki var fartin nú mikil en nóg til að nánast affelga hægri framdekkið. Þetta var á miðjum kampus og við stöðvuðum nánast alla umferð meðan málið var leyst. Kampuslögga nokkur átti leið hjá og hjálpaði mér að skutla varadekkinu undir, svo keyrðum við á varadekkinu (sem er nánast betra en það slasaða) í viðgerð. Ég fór með kallinn á tvö verkstæði og fékk tvö verðtilboð: 100 kall eða 50 kall. Now that's a no-brainer if there ever was one.
Í fannfergi undanfarinna daga hefur svo kallinn minn náð að festa sig ump-sinnum. Alltaf gaman að því :) Síðasta festan var í morgun, ég hafði lagt Eiríki fyrir utan hjá honum Nico áður en við fórum á skíði og tekist, í týpískum anda mínum, að velja honum stað hálfum oní krapapytt. Þegar ég svo mætti á svæðið í hádeginu að sækja blessaðan bílinn var hægri hliðin frosin oní polli og 15 stiga frost!
Sem betur fer er fólk hér alveg sérstaklega hjálpsamt og indælt. Allir eru alltaf til í að ýta, ná í skóflu, kattasand og salt, hringja eftir dráttarbíl (hef nú sem betur fer ekki enn þurft að þiggja þá aðstoð) og vera næs. Eiríkur komst upp úr krapapyttinum með aðstoð hálfs sekks af kattasandi og hraustlegu skúbbi frá tveimur nágrönnum hans Nicolas. Já, Íþaka er sko Hálsaskógur Ameríku :)
Um daginn rann ég, á jafnsléttu og m.a.s. lítillega upp í móti, gegnum saltaðan snjó og klessti á götukantinn. Ekki var fartin nú mikil en nóg til að nánast affelga hægri framdekkið. Þetta var á miðjum kampus og við stöðvuðum nánast alla umferð meðan málið var leyst. Kampuslögga nokkur átti leið hjá og hjálpaði mér að skutla varadekkinu undir, svo keyrðum við á varadekkinu (sem er nánast betra en það slasaða) í viðgerð. Ég fór með kallinn á tvö verkstæði og fékk tvö verðtilboð: 100 kall eða 50 kall. Now that's a no-brainer if there ever was one.
Í fannfergi undanfarinna daga hefur svo kallinn minn náð að festa sig ump-sinnum. Alltaf gaman að því :) Síðasta festan var í morgun, ég hafði lagt Eiríki fyrir utan hjá honum Nico áður en við fórum á skíði og tekist, í týpískum anda mínum, að velja honum stað hálfum oní krapapytt. Þegar ég svo mætti á svæðið í hádeginu að sækja blessaðan bílinn var hægri hliðin frosin oní polli og 15 stiga frost!
Sem betur fer er fólk hér alveg sérstaklega hjálpsamt og indælt. Allir eru alltaf til í að ýta, ná í skóflu, kattasand og salt, hringja eftir dráttarbíl (hef nú sem betur fer ekki enn þurft að þiggja þá aðstoð) og vera næs. Eiríkur komst upp úr krapapyttinum með aðstoð hálfs sekks af kattasandi og hraustlegu skúbbi frá tveimur nágrönnum hans Nicolas. Já, Íþaka er sko Hálsaskógur Ameríku :)
Púður!!!
Ef einhver á austurströnd Brnadararíkjanna les þetta, drífðu þig þá út og á skíði!!!
Púðrið er alveg ótrúlegt (fyrir austurströndina, þó Kaliforníubúar hafi heyrst dissa það). Það hefur snjóað sirka hálfum metra hér á tveimur dögum, fisléttum risastórum snjóflögum sem liggja bara uppi í fjalli og bíða eftir snjótroðaranum. Maður verður að sem sagt að drífa sig áður en öllu púðrinu verður þjappað saman.
Nicolas hinn argentínski vinur minn og Hernán vinur hans voru til í að skella sér á skíði með mér í kvöld, þrátt fyrir snjókomuna. Það var svo til enginn uppi í Greek Peak, bara við og nokkrir snjóbrettakrakkar, og færið var GEÐVEIKT. Algjör snilld frá A til Ö. Ég hef aldrei skíðað í svona færi áður og er bara hreinlega frelsuð. Kem sennilega til með að fara að gráta í næstu ferð á harðfenni, svei mér þá. Kom að því að þetta land færi að spilla mér ;)
Púðrið er alveg ótrúlegt (fyrir austurströndina, þó Kaliforníubúar hafi heyrst dissa það). Það hefur snjóað sirka hálfum metra hér á tveimur dögum, fisléttum risastórum snjóflögum sem liggja bara uppi í fjalli og bíða eftir snjótroðaranum. Maður verður að sem sagt að drífa sig áður en öllu púðrinu verður þjappað saman.
Nicolas hinn argentínski vinur minn og Hernán vinur hans voru til í að skella sér á skíði með mér í kvöld, þrátt fyrir snjókomuna. Það var svo til enginn uppi í Greek Peak, bara við og nokkrir snjóbrettakrakkar, og færið var GEÐVEIKT. Algjör snilld frá A til Ö. Ég hef aldrei skíðað í svona færi áður og er bara hreinlega frelsuð. Kem sennilega til með að fara að gráta í næstu ferð á harðfenni, svei mér þá. Kom að því að þetta land færi að spilla mér ;)
fimmtudagur, janúar 20, 2005
Innlegg
Hann Raggi er með gott innlegg um Reyðarfjarðar-brandarann. Ætli brandarinn sá endi nokkuð þannig að við þurfum að setjast öll niður og gráta??
Verð annars sjálf með innlegg á morgun:
þegar hin árlega nemendaráðstefna deildarinnar verður haldin. Páverpojntið er tilbúið og komið á disk, ekkert eftir nema bara fara heim að lúlla og vakna svo spræk í fyrramálið og þruma yfir lýðnum.
Verð annars sjálf með innlegg á morgun:
þegar hin árlega nemendaráðstefna deildarinnar verður haldin. Páverpojntið er tilbúið og komið á disk, ekkert eftir nema bara fara heim að lúlla og vakna svo spræk í fyrramálið og þruma yfir lýðnum.
þriðjudagur, janúar 18, 2005
Úng í anda
You Are 25 Years Old |
25 Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe. 13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world. 20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences. 30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more! 40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax. |
Sádda hjá vælu veinólínu
Verð að hætta
í skóla, það er nokkuð ljóst. Í dag og kvöld hefur kyngt niður snjó og ekkert vit í öðru en að vera bara á skíðum það sem eftir lifir vetrar. Það voru tæpir 20 cm af nýföllnum púðursnjó á bílastæðinu þegar við komum aftur til Íþöku í kvöld, svo léttur og mjúkur snjór að bílarnir runnu í gegnum hann eins og ekkert væri. AAAAAARRRRRGGGGHHHH! Tjúllað!!
Hafði tvenn pör af skíðum með mér í kvöld, gönguskíðin mín og önnur styttri sem ku eiga að vera betri til að telemarka á. Var eins og belja á svelli á þeim stuttu og skipti fljótlega yfir í löngu og mjóu gönguskíðin aftur. Miklu betra. Hef núna náð aftur þeim merka áfanga sem var í höfn sl. vetur, að komast niður sumar brekkur án þess að detta og yfirleitt í réttri telemarkstöðu. Er alveg afskaplega ánægð með sjálfa mig :) og get ekki beðið eftir næsta skíðadegi.
Hafði tvenn pör af skíðum með mér í kvöld, gönguskíðin mín og önnur styttri sem ku eiga að vera betri til að telemarka á. Var eins og belja á svelli á þeim stuttu og skipti fljótlega yfir í löngu og mjóu gönguskíðin aftur. Miklu betra. Hef núna náð aftur þeim merka áfanga sem var í höfn sl. vetur, að komast niður sumar brekkur án þess að detta og yfirleitt í réttri telemarkstöðu. Er alveg afskaplega ánægð með sjálfa mig :) og get ekki beðið eftir næsta skíðadegi.
mánudagur, janúar 17, 2005
Jibbí skvibbí!
Mikið að halda upp á í dag:
1. Erna vinkona í NYC á afmæli, alltaf 29 ára. Til hamingju, mín kæra!!!
2. Tíu sentimetra jafnfallinn jólasnjór úti og stöðugt bætist við. Ekki spurning hvar moi verður í kvöld, að rúlla niður brekkurnar á Grískatindi.
3. Alveg að verða búin með yfirferðina á HÍ-efnafræðinni minni (er reyndar að lesa læknanáms-efnafræðibók sem ég stal af frænda mínum og ekki Mahan & Meyers-viðbjóðinn sem var notaður í efnafræðinni hans Braga í HÍ) og hef komist að því að efnafræði er ÓGEÐSLEGA skemmtileg, ekki bara til að leysa jarðfræðileg viðfangsefni heldur líka bara per se.
4. Verkefnið mitt er að smella saman í hausnum á mér. Ekki alveg komið enn en þetta er allt að gera sig. Er núna að útbúa fyrirlestur fyrir míní-ráðstefnu sem verður haldin á föstudaginn hér við deildina, þar höldum við framhaldsnemendurnir fyrirlestra fyrir hvort annað og prófessorana og segjum frá verkefnunum okkar. Það virkar fínt að nota svona fyrirlestra-semjitíma til að koma reglu á hlutina og fá yfirsýn yfir það sem maður (kona) ætlar að gera.
5. Frekari hvati til að fá yfirsýn: Umsóknarfrestir um styrki eru að renna út svo ég nota mér skriðþungann frá fyrirlestrinum til að skrifa þessar umsóknir. Allt þetta er líka fyrirtaks tækifæri til að undirbúa sig fyrir prófið mikla eftir rúma viku.
6. Undirbúningur fyrir styrkumsóknaskrif felur m.a. í sér að kanna flugfargjöld til Filippseyja og verð á bílaleigubílum og gistingu þar í landi. Stefnum sem sagt á að halda til SA-Asíu í sumar að ná í sýni. Þetta getur náttla allt breyst á einu augabragði en það er ekki leiðinlegt að láta sig dreyma...
7. Bara, gaman að vera til :)
1. Erna vinkona í NYC á afmæli, alltaf 29 ára. Til hamingju, mín kæra!!!
2. Tíu sentimetra jafnfallinn jólasnjór úti og stöðugt bætist við. Ekki spurning hvar moi verður í kvöld, að rúlla niður brekkurnar á Grískatindi.
3. Alveg að verða búin með yfirferðina á HÍ-efnafræðinni minni (er reyndar að lesa læknanáms-efnafræðibók sem ég stal af frænda mínum og ekki Mahan & Meyers-viðbjóðinn sem var notaður í efnafræðinni hans Braga í HÍ) og hef komist að því að efnafræði er ÓGEÐSLEGA skemmtileg, ekki bara til að leysa jarðfræðileg viðfangsefni heldur líka bara per se.
4. Verkefnið mitt er að smella saman í hausnum á mér. Ekki alveg komið enn en þetta er allt að gera sig. Er núna að útbúa fyrirlestur fyrir míní-ráðstefnu sem verður haldin á föstudaginn hér við deildina, þar höldum við framhaldsnemendurnir fyrirlestra fyrir hvort annað og prófessorana og segjum frá verkefnunum okkar. Það virkar fínt að nota svona fyrirlestra-semjitíma til að koma reglu á hlutina og fá yfirsýn yfir það sem maður (kona) ætlar að gera.
5. Frekari hvati til að fá yfirsýn: Umsóknarfrestir um styrki eru að renna út svo ég nota mér skriðþungann frá fyrirlestrinum til að skrifa þessar umsóknir. Allt þetta er líka fyrirtaks tækifæri til að undirbúa sig fyrir prófið mikla eftir rúma viku.
6. Undirbúningur fyrir styrkumsóknaskrif felur m.a. í sér að kanna flugfargjöld til Filippseyja og verð á bílaleigubílum og gistingu þar í landi. Stefnum sem sagt á að halda til SA-Asíu í sumar að ná í sýni. Þetta getur náttla allt breyst á einu augabragði en það er ekki leiðinlegt að láta sig dreyma...
7. Bara, gaman að vera til :)
miðvikudagur, janúar 12, 2005
Um tilgang
Enn eru málaferli um álverið í Reyðarfirði, komið að umhverfisráðuneytinu að áfrýja dómi Héraðsdóms um að álver ALCOA þurfi að fara í umhverfismat þó það sé minna en fyrirhugað álver Norsk Hydro átti að vera.
Bíddu, umhverfisráðuneytið að áfrýja dómi um að framkvæmdin verði að fara í umhverfismat? Halló!!! Langi enhvern að áfrýja þessum dómi, af hverju tekur ALCOA á Íslandi, eða Ill-/Landsvirkjun, ekki verkið að sér?? Til hvers eru eiginlega umhverfisráðuneyti?? Til að vernda náttúruna eða til að greiða fyrir eyðileggingu hennar?
Hið íslenska umhverfisráðuneyti var greinilega sett á laggirnar til að vernda umhverfið fyrir umhverfisvinum. Hvernig væri að leggja það bara niður áður en frekari skaði vinnst af þessum Trójuhesti í íslenskri náttúruvernd?
Bíddu, umhverfisráðuneytið að áfrýja dómi um að framkvæmdin verði að fara í umhverfismat? Halló!!! Langi enhvern að áfrýja þessum dómi, af hverju tekur ALCOA á Íslandi, eða Ill-/Landsvirkjun, ekki verkið að sér?? Til hvers eru eiginlega umhverfisráðuneyti?? Til að vernda náttúruna eða til að greiða fyrir eyðileggingu hennar?
Hið íslenska umhverfisráðuneyti var greinilega sett á laggirnar til að vernda umhverfið fyrir umhverfisvinum. Hvernig væri að leggja það bara niður áður en frekari skaði vinnst af þessum Trójuhesti í íslenskri náttúruvernd?
mánudagur, janúar 10, 2005
Minnisglöp
Núna er heldur betur farið að styttast í að systir mín hún Lára fari til Nýja Sjálands þar sem hún ætlar að vera skiptinemi í eitt ár. Ég fór af því tilefni að reyna að njósna á Internetinu um hin þrjú sem fóru með mér til Bólivíu á sínum tíma. Komst þá að því mér til skelfingar að ég man m.a.s. ekki hvað þau heita fullu nafni! Ragna (held reyndar ég sé með hana Rögnu á hreinu þó ég sé ekki alveg viss), Helga og Gósi... hvað svo?!?!? ARG!
Um lestur alls annars en skólabóka
Ég verð að viðurkenna að mér finnst oft leiðinlegt að lesa kennslubækur. Mér finnst mjög gaman að kunna það sem í þeim stendur en sjálfur lesturinn er oft afspyrnuleiðinlegur. Dett þess vegna gjarna á síðkvöldum í sjálfsvorkunn og eyði klukkustundum í lestur skemmtilegri bóka og réttlæti tímaeyðsluna sem svo að með því að lesa eitthvað skemmtilegt inn á milli fari heilinn að setja samasem-merki milli bóka og skemmtunar (eins og hann geri það ekki nú þegar, hann bara kann að vinsa fúla doðranta frá). Til að þessi Pavlov-skilyrðing virki þarf ég auðvitað að lesa mikið skemmtilegt og hér fylgir með listi yfir það sem helst stendur upp úr frá liðnu hausti:
Kvenspæjarastofa númer eitt: Þessi barst mér yfir hafið í farangrinum hjá mömmu. Skemmti mér vel við lesturinn og hefði skemmt mér betur ef þýðingin hefði ekki verið svona hroðaleg. "Fólk segir mér að ...", úff, ég hélt að svona þýðingarskrípi væru kæfð í fæðingu. Mma. Ramotswe á betra skilið. Vonandi verður þýðöndin krítískari á störf sín með næstu bók í flokknum, þá skal ég glöð lesa þær allar á íslensku.
Enduring Patagonia: Fékk þessa í jólagjöf frá Ernu og Mödda og gleypti hana í mig milli jóla og nýárs. Bókin gerist á slóðum sem ég þekki af eigin raun eftir S-Ameríkuferðina mína 2001-2002, við Arnon vinur minn fórum í vikulanga gönguferð um Fitzroy-þjóðgarðinn þar sem megnið af aksjóninni í bókinni fer fram. Ekki slæmt að lesa lýsingu höfundar á sólarupprásinni á Cerro Torre og geta borið hana saman við mína eigin upplifun. Það er skemmst frá því að segja að samanlagðar endurminningar mínar og bókarhöfundarins urðu til þess að það munaði engu að ég segði starfi mínu sem eilífðarstúdent lausu og flygi til Patagóníu til að klifra upp á Cerro Torre. Mundi svo eftir því að ég er ömurleg í klettaklifri og slaufaði planinu.
Bóksalinn í Kabúl: Var einhverra hluta vegna búin að ákveða að mig langaði ekkert til að lesa þessa. Mikið er ég fegin að hafa fengið hana í jólapakkanum frá pabba og Siggu og fá þannig ástæðu til að snúast hugur.
Annapurna og Eiger Dreams: Fékk þessar tvær báðar lánaðar hjá Ernu og Mödda í sumar þegar ég kom heim frá Íslandi. Bækur um geðsjúklinga bundna í reipisspotta hafa alltaf heillað mig meira en góðu hófi gegnir. Er þar af leiðandi bara hæstánægð með lesturinn. Reyndar er sú fyrrnefnda eiginlega hálfskondin í augum nútímalesandans en það gerir hana svo sem ekki að verri bók. Allt eftir Krakauer er svo náttúrulega klassík.
Four Corners: Þessi kona, sem mér telst til að sé á aldur við mig, er ótrúleg. Aldrei nokkurn tímann hef ég lesið um viðlíka ævintýri eða séð ævintýraferðalang opinbera sál sína fyrir lesendum eins og hún gerir. Ferðalögin hennar virðast á köflum vera hálfgerður masókismi en á endanum sýnist mér hún hafa komist þangað sem hún ætlaði sér. Verst að hún þurfti að vera svona vond við sjálfa sig til að fá friðþægingu.
Deception Point: Dan Brown klikkar ekki.
Troll: Vá.
Elements, A Very Short Introduction: Ein af best heppnuðu tilraunum mínum til að gera kennslubækurnar meira spennandi. Komst meðal annars af því hvaðan senan í Orðabók Lempriéres (sem ég á alltaf eftir að klára), þar sem konan er drepin með bráðnu gulli, er tekin. Hafði einmitt mikið velt því fyrir mér. Held samt ég leggi ekki í að klára Lempriére fyrr en ég er búin að fá tíu í avanseruðum kúrsi í grískri og rómverskri goðafræði...
The Cider House Rules: Ég sé að ég þarf nauðsynlega að lesa meira eftir John Irving. Maðurinn kann greinilega betur en flestir aðrir að skrifa bækur; persónurnar eru ótrúlega raunverulegar og aðstæðurnar sem höfundurinn kemur þeim í ekki auðveldar viðureignar.
Eins og sjá má hef ég haldið mér sæmilega upptekinni á síðkvöldum í haust við bókalestur. Nokkrar í viðbót bíða lesturs, m.a. Arabíukonur, Hálfbróðirinn, The Heart Is A Lonely Hunter, Mountains of the Mind og The Towers of Trebizond. Ætti ég kannski að hætta í skóla til að hafa meiri tíma til að lesa??
Kvenspæjarastofa númer eitt: Þessi barst mér yfir hafið í farangrinum hjá mömmu. Skemmti mér vel við lesturinn og hefði skemmt mér betur ef þýðingin hefði ekki verið svona hroðaleg. "Fólk segir mér að ...", úff, ég hélt að svona þýðingarskrípi væru kæfð í fæðingu. Mma. Ramotswe á betra skilið. Vonandi verður þýðöndin krítískari á störf sín með næstu bók í flokknum, þá skal ég glöð lesa þær allar á íslensku.
Enduring Patagonia: Fékk þessa í jólagjöf frá Ernu og Mödda og gleypti hana í mig milli jóla og nýárs. Bókin gerist á slóðum sem ég þekki af eigin raun eftir S-Ameríkuferðina mína 2001-2002, við Arnon vinur minn fórum í vikulanga gönguferð um Fitzroy-þjóðgarðinn þar sem megnið af aksjóninni í bókinni fer fram. Ekki slæmt að lesa lýsingu höfundar á sólarupprásinni á Cerro Torre og geta borið hana saman við mína eigin upplifun. Það er skemmst frá því að segja að samanlagðar endurminningar mínar og bókarhöfundarins urðu til þess að það munaði engu að ég segði starfi mínu sem eilífðarstúdent lausu og flygi til Patagóníu til að klifra upp á Cerro Torre. Mundi svo eftir því að ég er ömurleg í klettaklifri og slaufaði planinu.
Bóksalinn í Kabúl: Var einhverra hluta vegna búin að ákveða að mig langaði ekkert til að lesa þessa. Mikið er ég fegin að hafa fengið hana í jólapakkanum frá pabba og Siggu og fá þannig ástæðu til að snúast hugur.
Annapurna og Eiger Dreams: Fékk þessar tvær báðar lánaðar hjá Ernu og Mödda í sumar þegar ég kom heim frá Íslandi. Bækur um geðsjúklinga bundna í reipisspotta hafa alltaf heillað mig meira en góðu hófi gegnir. Er þar af leiðandi bara hæstánægð með lesturinn. Reyndar er sú fyrrnefnda eiginlega hálfskondin í augum nútímalesandans en það gerir hana svo sem ekki að verri bók. Allt eftir Krakauer er svo náttúrulega klassík.
Four Corners: Þessi kona, sem mér telst til að sé á aldur við mig, er ótrúleg. Aldrei nokkurn tímann hef ég lesið um viðlíka ævintýri eða séð ævintýraferðalang opinbera sál sína fyrir lesendum eins og hún gerir. Ferðalögin hennar virðast á köflum vera hálfgerður masókismi en á endanum sýnist mér hún hafa komist þangað sem hún ætlaði sér. Verst að hún þurfti að vera svona vond við sjálfa sig til að fá friðþægingu.
Deception Point: Dan Brown klikkar ekki.
Troll: Vá.
Elements, A Very Short Introduction: Ein af best heppnuðu tilraunum mínum til að gera kennslubækurnar meira spennandi. Komst meðal annars af því hvaðan senan í Orðabók Lempriéres (sem ég á alltaf eftir að klára), þar sem konan er drepin með bráðnu gulli, er tekin. Hafði einmitt mikið velt því fyrir mér. Held samt ég leggi ekki í að klára Lempriére fyrr en ég er búin að fá tíu í avanseruðum kúrsi í grískri og rómverskri goðafræði...
The Cider House Rules: Ég sé að ég þarf nauðsynlega að lesa meira eftir John Irving. Maðurinn kann greinilega betur en flestir aðrir að skrifa bækur; persónurnar eru ótrúlega raunverulegar og aðstæðurnar sem höfundurinn kemur þeim í ekki auðveldar viðureignar.
Eins og sjá má hef ég haldið mér sæmilega upptekinni á síðkvöldum í haust við bókalestur. Nokkrar í viðbót bíða lesturs, m.a. Arabíukonur, Hálfbróðirinn, The Heart Is A Lonely Hunter, Mountains of the Mind og The Towers of Trebizond. Ætti ég kannski að hætta í skóla til að hafa meiri tíma til að lesa??
laugardagur, janúar 08, 2005
Um tvífara
Mér var sagt um daginn þegar ég var að kaupa mér kaffi og ristaða beyglu með rjómaosti úti í beyglusjoppu að ég hafi sést sem statisti í Life Aquatic. Ég á mér sem sagt tvífara. Vei!
Sem minnir mig á að ég sá Jude Law á leiðinni til NYC á gamlársdag. Eða þannig. Ég var á bílastæði við risastóra veitingastaðaþyrpingu einhvers staðar á vegi 17 og þegar mér var litið á bílstjórann í jeppanum við hliðina á mér missti ég bara alveg legvatnið. Ofursjarmörinn Jude, í prófíl, að spjalla í símann. OMG. Svo leit hann í áttina til mín og ég hélt ég myndi bara alveg missa mig, en alas, þá var þetta ekki himself. Hvað ætti Jude Law svo sem að vera að gera e-s staðar í upstate New York á gamlársdag? Ég bara spyr.
Sem minnir mig á að ég sá Jude Law á leiðinni til NYC á gamlársdag. Eða þannig. Ég var á bílastæði við risastóra veitingastaðaþyrpingu einhvers staðar á vegi 17 og þegar mér var litið á bílstjórann í jeppanum við hliðina á mér missti ég bara alveg legvatnið. Ofursjarmörinn Jude, í prófíl, að spjalla í símann. OMG. Svo leit hann í áttina til mín og ég hélt ég myndi bara alveg missa mig, en alas, þá var þetta ekki himself. Hvað ætti Jude Law svo sem að vera að gera e-s staðar í upstate New York á gamlársdag? Ég bara spyr.
Um mynstur, krónur og haf
Ég hef svo sem ekki miklu við allt það sem hefur verið skrifað og sagt um jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu undan ströndum Súmötru að bæta. Ég er líklega jafnslegin og allir aðrir yfir manntjóninu og eyðileggingunni en á sama tíma kemst ég ekki hjá því að vera heilluð yfir kraftinum í náttúrunni. Ég hef ekki heldur komist hjá því að spá í af hverju engin viðvörunarkerfi voru fyrir hendi og hvort einhvern veginn hefði mátt sjá skjálftann fyrir. Að segja fyrir um jarðskjálfta er ekki einfalt mál (og veldur jarðskjálftafræðingum sennilega meiri höfuðverk en nokkuð annað) og þaðan af síður að segja fyrir um hvort tiltekinn neðansjávarskjálfti valdi flóðbylgju.
Það var athyglisverð grein í Mogganum um daginn um möguleikann á því að segja fyrir um jarðskjálfta. Greinin fjallaði um rannsóknir nokkurra vísindamanna heima á Íslandi á því hvort nota mætti ákveðinn hugbúnað (sem var hannaður til að leita að mynstrum í mannlegu atferli) til að leita að mynstrum í jarðskjálftavirkni. Árið 1997 leiddi frumrannsókn í ljós að hugbúnaðurinn gæti reynst jarðvísindamönnum mjög gagnlegur við að segja fyrir um skjálfta. Það kom mér hins vegar ekki mikið á óvart að lesa í greininni að vegna fjársveltis hafi rannsókninni á notkunarmöguleikum hugbúnaðarins í jarðvísindum verið hætt. Samkvæmt því sem forsprakkar þessarar rannsóknar segja þarf um 5-10 milljónir íslenskra króna til að ljúka rannsókninni sem byrjað var á fyrir sjö árum. Það eru ekki miklir fjármunir, borið saman við manntjónið sem jarðskjálftar valda árlega í heiminum. Manntjón segi ég og ekki eignatjón, því þó við gætum einhvern daginn spáð af öryggi fyrir um jarðskjálfta (og flutt fólk á brott) munum við líklega seint geta afstýrt þeim (og komið í veg fyrir hrunin hús og laskaða vegi).
Eins las ég í einhverjum netmiðlinum að stjórnvöld einhvers ríkis við Indlandshaf (man ekki hvar en líklega í Indónesíu) hefðu fyrir nokkrum árum átt í viðræðum við Japani um að setja upp flóðbylgjuviðvörunarkerfi í Indlandshafi. Þannig viðvörunarkerfi er tiltölulega einfalt og samanstendur af þrýstingsnemum á hafsbotni. Þeir geta numið minnstu breytingar á þrýsting, og þ.a.l. á dýpi sjávar, og þannig "séð" risaflóðbylgjuna þar sem hún fer hjá. Kostnaður við að setja upp svona viðvörunarkerfi var metinn um 2 milljónir Bandaríkjadala en hægagangur á fjármögnun verkefnisins varð til þess að það datt upp fyrir.
Nú er ég ekki að segja að íslenski hugbúnaðurinn góði hefði getað spáð fyrir um skjálftann með 100% öryggi eða að viðvörunarkerfið hefði breytt einhverju um eyðileggingarmátt flóðbylgjunnar. Ef vísindamenn hefðu hins vegar haft næg gögn til að gera sér grein fyrir að skjálfti væri í aðsigi hefði mátt senda út tilkynningu þess efnis til stjórnvalda. Stjórnvöld hefðu þá getað verið í viðbragðsstöðu og náð að bregðast við þegar þrýstinemarnir sendu boðin um flóðbylgjuna. Enginn mannlegur máttur hefði getað hindrað skjálftann eða stöðvað flóðbylgjuna en mikið af því manntjóni sem varð hefði mátt koma í veg fyrir með tiltölulega litlum tilkostnaði.
Það er neflilega stundum þannig að þegar vel tekst til í rannsóknum getur útlagður kostnaður við störf vísindamanna skilað sér margfalt til baka til samfélagsins.
Það var athyglisverð grein í Mogganum um daginn um möguleikann á því að segja fyrir um jarðskjálfta. Greinin fjallaði um rannsóknir nokkurra vísindamanna heima á Íslandi á því hvort nota mætti ákveðinn hugbúnað (sem var hannaður til að leita að mynstrum í mannlegu atferli) til að leita að mynstrum í jarðskjálftavirkni. Árið 1997 leiddi frumrannsókn í ljós að hugbúnaðurinn gæti reynst jarðvísindamönnum mjög gagnlegur við að segja fyrir um skjálfta. Það kom mér hins vegar ekki mikið á óvart að lesa í greininni að vegna fjársveltis hafi rannsókninni á notkunarmöguleikum hugbúnaðarins í jarðvísindum verið hætt. Samkvæmt því sem forsprakkar þessarar rannsóknar segja þarf um 5-10 milljónir íslenskra króna til að ljúka rannsókninni sem byrjað var á fyrir sjö árum. Það eru ekki miklir fjármunir, borið saman við manntjónið sem jarðskjálftar valda árlega í heiminum. Manntjón segi ég og ekki eignatjón, því þó við gætum einhvern daginn spáð af öryggi fyrir um jarðskjálfta (og flutt fólk á brott) munum við líklega seint geta afstýrt þeim (og komið í veg fyrir hrunin hús og laskaða vegi).
Eins las ég í einhverjum netmiðlinum að stjórnvöld einhvers ríkis við Indlandshaf (man ekki hvar en líklega í Indónesíu) hefðu fyrir nokkrum árum átt í viðræðum við Japani um að setja upp flóðbylgjuviðvörunarkerfi í Indlandshafi. Þannig viðvörunarkerfi er tiltölulega einfalt og samanstendur af þrýstingsnemum á hafsbotni. Þeir geta numið minnstu breytingar á þrýsting, og þ.a.l. á dýpi sjávar, og þannig "séð" risaflóðbylgjuna þar sem hún fer hjá. Kostnaður við að setja upp svona viðvörunarkerfi var metinn um 2 milljónir Bandaríkjadala en hægagangur á fjármögnun verkefnisins varð til þess að það datt upp fyrir.
Nú er ég ekki að segja að íslenski hugbúnaðurinn góði hefði getað spáð fyrir um skjálftann með 100% öryggi eða að viðvörunarkerfið hefði breytt einhverju um eyðileggingarmátt flóðbylgjunnar. Ef vísindamenn hefðu hins vegar haft næg gögn til að gera sér grein fyrir að skjálfti væri í aðsigi hefði mátt senda út tilkynningu þess efnis til stjórnvalda. Stjórnvöld hefðu þá getað verið í viðbragðsstöðu og náð að bregðast við þegar þrýstinemarnir sendu boðin um flóðbylgjuna. Enginn mannlegur máttur hefði getað hindrað skjálftann eða stöðvað flóðbylgjuna en mikið af því manntjóni sem varð hefði mátt koma í veg fyrir með tiltölulega litlum tilkostnaði.
Það er neflilega stundum þannig að þegar vel tekst til í rannsóknum getur útlagður kostnaður við störf vísindamanna skilað sér margfalt til baka til samfélagsins.
miðvikudagur, janúar 05, 2005
Snuggle up
Ef fyrstu málsgrein síðasta pósts er rennt gegnum þýðingarvél á Netinu verður niðurstaðan þessi:
"Accustom Eiríkur spot us to NYC about New Year resolution. He var as sound as a bell after restoration , as though forward kom inn! here river síðunni late river previously ári , and river gamlársdag brunuðum accustom after leið 17 via Catskill - polyploid Kattarlækjafjöll hmmm. ) and after Palisades Interstate Parquet suppress to stórborgarinnar. As though always ;st) I whip into NYC then tókst myself snuggle up to stray , into ;fn) time ;st) I var snuggle up to go with brown in river Manhattan. ast."
Bráðskemmtilegt alveg hreint.
"Accustom Eiríkur spot us to NYC about New Year resolution. He var as sound as a bell after restoration , as though forward kom inn! here river síðunni late river previously ári , and river gamlársdag brunuðum accustom after leið 17 via Catskill - polyploid Kattarlækjafjöll hmmm. ) and after Palisades Interstate Parquet suppress to stórborgarinnar. As though always ;st) I whip into NYC then tókst myself snuggle up to stray , into ;fn) time ;st) I var snuggle up to go with brown in river Manhattan. ast."
Bráðskemmtilegt alveg hreint.
sunnudagur, janúar 02, 2005
Gleðilegt nýtt ár!
eða: Eiríkur í villum í Bronxinu
(Undirtitill)
Við Eiríkur skelltum okkur til NYC um áramótin. Hann var stálsleginn eftir viðgerðina, eins og fram kom hér á síðunni seint á síðasta ári, og á gamlársdag brunuðum við eftir leið 17 gegnum Catskill-fjöllin (Kattarlækjafjöll, hmmm...) og eftir Palisades Interstate Parkway niður til stórborgarinnar. Eins og alltaf þegar ég keyri í NYC þá tókst mér að villast, í þetta skiptið þegar ég var að fara af brúnni inn á Manhattan. Áður en ég vissi af var ég á leið yfir austari arm Hudson-fljótsins inn í Bronx í staðinn fyrir að vera á Henry Hudson Drive á leiðinni inn á Broadway. Það var komið myrkur og einungis 7 klst. eftir af árinu og svo virtist sem hver einasti bíll í borginni væri í Bronxinu, með taugaveiklaða geðsjúklinga undir stýri. Ekki gott móment til að villast.
Vinalegur gaur á bensínstöð leiðbeindi mér inn á Manhattan aftur og það fór ekki betur en svo að ég villtist enn kyrfilegar. Ekki komst ég inn á Manhattan heldur sogaðist ég lengra inn í Bronxið, eftir búlevarða þar sem naglasnyrtinga-sjoppur og hárgreiðslustofur skiptust á. Ég var farin að spá í að skella mér bara í afrófléttur og naglasnyrtingu og sníkja mér inn í áramótapartý hjá e-m Hispönum þegar Erna vinkona lét í sér heyra að gá að mér. Ég ætlaði neflilega að sækja hana í vinnuna efst á Manhattan og fara svo með henni og Mödda í matarboð hjá vinkonu þeirra. Með samþættri aðstoð Ernu, Mapquest, gemsans míns, naglasnyrtidömu í reykpásu og ótalinna ökumanna í næsta bíl á rauðu ljósi tókst mér að komast inn á Manhattan aftur, sniglast eftir 181a stræti vestureftir að Fort Washington-búlevarða og niður eftir að sækja Ernu.
Eftir þessar (arguably frekar modest) villur var ég orðin einn af taugaveikluðu geðsjúklingunum sem sátu undir stýri á Manhattan þetta kvöld. Með lifandi leiðsögn í sætinu við hliðina á mér gekk aksturinn niðureftir heim til Ernu og Mödda hins vegar töluvert betur og stressið gufaði svo náttla upp þegar á mitt annað heimili var komið, i.e. heim í stofu til Ernu og Mödda. Matarboðið fór vel fram og öll hegðuðum við okkur alveg sérstaklega vel, sitjandi við borðstofuborðið uppi á 112ta stræti. Í gær brunuðum við Eiríkur svo aftur til baka til Íþöku, áfjáð í að halda áfram próflestrinum...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)