þriðjudagur, janúar 18, 2005

Verð að hætta

í skóla, það er nokkuð ljóst. Í dag og kvöld hefur kyngt niður snjó og ekkert vit í öðru en að vera bara á skíðum það sem eftir lifir vetrar. Það voru tæpir 20 cm af nýföllnum púðursnjó á bílastæðinu þegar við komum aftur til Íþöku í kvöld, svo léttur og mjúkur snjór að bílarnir runnu í gegnum hann eins og ekkert væri. AAAAAARRRRRGGGGHHHH! Tjúllað!!

Hafði tvenn pör af skíðum með mér í kvöld, gönguskíðin mín og önnur styttri sem ku eiga að vera betri til að telemarka á. Var eins og belja á svelli á þeim stuttu og skipti fljótlega yfir í löngu og mjóu gönguskíðin aftur. Miklu betra. Hef núna náð aftur þeim merka áfanga sem var í höfn sl. vetur, að komast niður sumar brekkur án þess að detta og yfirleitt í réttri telemarkstöðu. Er alveg afskaplega ánægð með sjálfa mig :) og get ekki beðið eftir næsta skíðadegi.

Engin ummæli: