mánudagur, janúar 24, 2005

Sjálfbærnin, já

Skv. vitringum í Ameríku erum við Íslendingar duglegir að koma sjálfbærri þróun á koppinn. Í frétt Moggans stendur m.a.:

Vísindamennirnir taka mið af 75 atriðum, svo sem því hve mörg börn deyja úr öndunarfærasjúkdómum, fólksfjölgun, gæðum vatns, ofveiði, losun gróðurhúsalofttegunda og brennisteinstvíildi sem á þátt í svonefndu súru regni.


Það er ég nú hrædd um að við komumst ekki hærra á listanum góða þegar álverið í Reyðarfirði fer að spúa brennisteinstvíoxíði og flúoríði út í rokið!

Við getum nú samt öll lagt okkar af mörkum... kaupa t.d. lífræna mjólk og taka með sér pokana út í búð í staðinn fyrir að styrkja alltaf pokasjóð.

Lifi sjálfbærnin. Halelúja. Amen.

Engin ummæli: