Enn eru málaferli um álverið í Reyðarfirði, komið að umhverfisráðuneytinu að áfrýja dómi Héraðsdóms um að álver ALCOA þurfi að fara í umhverfismat þó það sé minna en fyrirhugað álver Norsk Hydro átti að vera.
Bíddu, umhverfisráðuneytið að áfrýja dómi um að framkvæmdin verði að fara í umhverfismat? Halló!!! Langi enhvern að áfrýja þessum dómi, af hverju tekur ALCOA á Íslandi, eða Ill-/Landsvirkjun, ekki verkið að sér?? Til hvers eru eiginlega umhverfisráðuneyti?? Til að vernda náttúruna eða til að greiða fyrir eyðileggingu hennar?
Hið íslenska umhverfisráðuneyti var greinilega sett á laggirnar til að vernda umhverfið fyrir umhverfisvinum. Hvernig væri að leggja það bara niður áður en frekari skaði vinnst af þessum Trójuhesti í íslenskri náttúruvernd?
miðvikudagur, janúar 12, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli