sunnudagur, janúar 30, 2005

Þoliddiggi !!

Lára systir er komin til Nýja-Sjálands. Go girl!! Við skulum öll senda henni góða strauma.... núna!

Þegar ég startaði tölvunni núna áðan þá voru öll bookmarks-in í Mozillu horfin. Hvorki tangur né tetur eftir og ég finn ekki folderinn þar sem þau eiga að vera skv. hjálparsíðunni. Helvítis andskotans djöfulsins helvíti.

Annars allt í góðum gír, nema bara letin til vinnu sem hrjáir mig öllum stundum. Fór á gönguskíði í morgun og skemmti mér konunglega í góða veðrinu. Vinur hans Nicolas vinar míns sá aumur á mér og telemark-tilraunum mínum og lánaði mér gömlu "alvöru" telemark-skíðin sín; þau eru tvöfalt breiðari en mín og ættu að vera aðeins auðveldari í meðförum. Nú bara verð ég að drífa mig upp í fjall að prófa.

Ætti að vera að skrifa styrkumsókn núna en fæ mig tæplega til þess. Kannski ég prófi aftur...

Engin ummæli: