sunnudagur, janúar 23, 2005

Púður!!!

Ef einhver á austurströnd Brnadararíkjanna les þetta, drífðu þig þá út og á skíði!!!

Púðrið er alveg ótrúlegt (fyrir austurströndina, þó Kaliforníubúar hafi heyrst dissa það). Það hefur snjóað sirka hálfum metra hér á tveimur dögum, fisléttum risastórum snjóflögum sem liggja bara uppi í fjalli og bíða eftir snjótroðaranum. Maður verður að sem sagt að drífa sig áður en öllu púðrinu verður þjappað saman.

Nicolas hinn argentínski vinur minn og Hernán vinur hans voru til í að skella sér á skíði með mér í kvöld, þrátt fyrir snjókomuna. Það var svo til enginn uppi í Greek Peak, bara við og nokkrir snjóbrettakrakkar, og færið var GEÐVEIKT. Algjör snilld frá A til Ö. Ég hef aldrei skíðað í svona færi áður og er bara hreinlega frelsuð. Kem sennilega til með að fara að gráta í næstu ferð á harðfenni, svei mér þá. Kom að því að þetta land færi að spilla mér ;)

Engin ummæli: