mánudagur, ágúst 30, 2004

Bíkíníhúsið

Það held ég nú hann nýi meðleigjandi minn, indverskur nýbakaður doktor í stærðfræði, hafi dottið í lukkupottinn á laugardaginn þegar hann kom að skoða húsið. Leigusalinn hún Matty var neflilega ekki að hafa fyrir að hringja á undan sér og beið ekki heldur eftir svari þegar hún barði að dyrum heldur bara óð inn. Ég sat í sakleysi mínu í sófanum í stofunni að borða morgunmat og var í bíkíníi einu fata, enda var heitt og mollulegt og ég á leið út á kayak. Þau stormuðu inn í stofu og þegar Matty sá klæðaleysið á mér varð hún alveg miður sín, en sá indverski brosti út undir eyru eins og barn í dótabúð.

Sem betur fer var handklæði á borðinu, ég vafði því um mittið og heilsaði þeim áður en ég stökk upp í herbergi og náði í bol. Matty baðst innilega afsökunar en brosið var alveg límt á þann indverska. Það þarf ekkert að taka fram að drengurinn tók herbergið (mér finnst ég ætti að fá þennan afslátt sem um var talað...) og síðan þá höfum við kvenpersónurnar í íbúðinni reynt að vera kappklæddar öllum stundum. Hann hins vegar hefur haldið að hann væri fluttur inn í nektarnýlendu eða eitthvað álíka því fyrsta morguninn kom hann hálfber út eftir sturtuna.

Annars gæti það verið hið besta mál að hafa drenginn þarna, hann hefur neflilega kennt stærðfræðikúrsinn sem ég er að taka. Aukakennsla við hendina á hverjum degi. Nicht schlecht.

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Arnon-inn í lífi mínu

Hann Arnon vinur minn frá Ísrael hringdi áðan og við töluðum saman í tvo og hálfan tíma. Við hefðum alveg áreiðanlega getað talað saman í aðra tvo og hálfan tíma í viðbót en það hefði sett mömmu hans endanlega á hausinn. Arnon er án efa ein almerkilegasta manneskja sem ég hef kynnst og það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til hans og hvað hann sé að gera. Eftir að tala við hann í tíu mínútur hef ég nóg hugsanafóður fyrir næstu vikuna, svo þið getið ímyndað ykkur hvort ég hafi ekki um nóg að hugsa fram að jólum eftir maraþonsímtalið í dag! Kannski hef ég algjörlega rangt fyrir mér hér en ég gæti trúað að ég sé alveg sérstakrar og sjaldgæfrar gæfu aðnjótandi að hafa kynnst einhverjum eins og honum. Hann er stöðug áskorun og heldur mér stöðugt á brún hengiflugsins svo að segja. Þegar ég tala við hann þarf ég stöðugt að endurskoða sjálfa mig, skoðanir mínar og það sem ég trúi á; ekki vegna þess að hann sé að reyna að brjóta mig niður heldur vegna þess að hann kemur mér til að hugsa um allt á nýjan hátt. Mér skilst að ég hafi svipuð áhrif á hann. Eftir hverjar samræður við hann finnst mér ég hafa stækkað og orðið meiri manneskja. Þetta getur tekið mikið á en er allrar vinnunnar fyllilega virði.

laugardagur, ágúst 28, 2004

Eignarnám

Hvernig er það, hafa stjórnvöld á Íslandi óskoraðan rétt til að taka land sem þau girnast til einhverra (oftast, eins og reynslan sýnir, katastrófískra) hluta eignarnámi? Er möguleiki fyrir einstakling eða félagasamtök að friða land á þann hátt að stjórnvöld geti ekki hróflað við því? Hér í USA og víðar, t.d. í Chile, hafa náttúruverndarsamtök og einstaklingar keypt land og gefið til friðunar... ég hefði mikinn áhuga á að sjá slíkt gerast á Íslandi en grunar að ríkið geti bara gert allt upptækt sem þeim þóknast. Þekkir einhver inn á þetta??

Rigning og sitthvað fleira

Já, þá kom regnið. Það var alveg rosalega heitt og mollulegt hér í gær, alla nótt og fyrripart dagsins í dag. Svo þegar ég var komin 100 m frá heimili mínu, hjólandi á hlýrabol og stuttbuxum, byrjaði demban og á innan við fimm mínútum hafði rignt svo svaðalega að vatnið frussaðist UPP ÚR niðurföllunum. Þetta var nú bara gaman, ég varð holdvot og allt í bakpokanum líka en þetta þornar nú bara. Ég náði að fara út á kayak í morgun áður en regnið og þrumurnar komu, en ég var hins vegar of þreytt eftir mollulega andvökunótt til að fara og hjálpa til við þríþraut útiklúbbsins eins og ég var búin að lofa að gera.

föstudagur, ágúst 27, 2004

Í skólanum, í skólanum

gæti verið skemmtilegt að vera. Er sem sagt byrjuð, ekki á fullu (er náttla of löt til þess) en byrjuð samt. Aðaláhyggjuefnið er hvernig ég eigi að fara að því að vera á tveimur stöðum í einu, fyrirlestrarnir í landmótunarfræðinni (skrifaði næstum landmátun, sem er náttla eitthvað allt annað og líklega óuppfundið) og GYS-inu eru á nákvæmlega sama tíma. Hvað halda þessir planleggjarar eiginlega að maður sé??? Nú, svo er það enn einn diffurjöfnu-kúrs, halelúja.

Svo bara bartý partý í kvöld. Einn prófessorinn hér er að halda sitt árlega velkomin-sundlaugar- og grillboð fyrir nýju grad nemana, engum dettur í hug að mæta með bíkíníið og spranga á því frammi fyrir öllum þessum gömlu og feitu köllum en maturinn er ókeypis og þ.a.l. verður maður eiginlega að mæta. Svo ætla ég að forða mér snemma og halda í Íslendingapartý og lauma hákarlinum og brennivíninu með.

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Hollendingurinn fljúgandi

Hann Tomek vinur minn er á leiðinni frá NYC til Hollands í næstu viku og ætlar að reyna að fá að stoppa í einn dag á Íslandi. Hann er alveg yndisleg manneskja og ég á eftir að sakna hans mikið. Dagurinn sem hann verður á Íslandi er 6. september, og ef einhver lesenda minna hefur ekkert að gera þann dag og langar að taka þennan vin minn undir sinn verndarvæng, kannski sýna honum Bláa Lónið eða lóðsa hann um miðbæ Reykjavíkur, þá má viðkomandi endilega hafa samband við mig (annaðhvort á hottmeilinn hér við hliðina á eða á hhs22 (við) cornell punktur edu). Needless to say, ég yrði eilíflega þakklát.

Ljósmyndari í Seattle

Einu sinni fór ég stundum í ísklifur með bandarískum gaur sem er grafískur hönnuður og - eins og ég hef verið að átta mig betur og betur á að undanförnu - snillingur með myndavélina. Heimasíðan hans er látlaus og full af ótrúlega fallegum myndum. Smellið á kommentin undir hverri mynd til að lesa það sem hann sjálfur (og aðrir) segja um myndina. Sjálf kíki ég þarna á svo til hverjum degi.

Svifaseinkun

Einhvern veginn fórst fyrir að borga skólagjöldin fyrir mig í tæka tíð og nú skulda "ég" innheimtudeildinni hér tæpa 17 þúsund dollara, plús innheimtugjald. Ég er löngu búin að láta vita af þessu og ekkert er að gerast. Á meðan get ég ekki skráð mig í kúrsa og ekki notað Cornell-kreditkortið heldur. Þetta er svo sem ekki neitt óyfirstíganlegt vandamál en algjör óþarfi og þ.a.l. einstaklega vel fallið til þess að pirra sig yfir.

- síðari tíma viðbætur -

Þá er búið að fixa þetta, a.m.k. er ég búin að fá ráðningarbréf fyrir misserið. Á að stunda rannsóknir til undirbúnings smíði GIS-módels af vestari hluta Eyjaálfu. Það sýnist mér gefa alveg ágætlega í aðra hönd, nú er bara að sjá hvað deildinni tekst að vera snögg að koma ráðningarbréfsskömminni inn í innheimtudeild og hreinsa þar með nafn mitt.

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Nýi Íslandsvinurinn

Gaman að heyra að Íþöku-vinurinn Bill Clinton sé orðinn Íslandsvinur líka og að Sigurður Líndal, stjúpi Stínu vinkonu, hafi fengið að lóðsa hann um Þingvelli. Mig hefur einmitt alltaf langað í svona söguferð um vellina, slæmt að missa af þessari. Fyrir nú utan hvað þeir báðir hefðu haft gott af almennilegri jarðfræðileiðsögn um svæðið! Nú, svo er forsetinn fyrrverandi líka greinilega mikið fyrir að kynna sér lókal menningu, ætli honum hafi fundist remóið gott??

Mont

Sko, það er tvennt sem kemur til greina: Annaðhvort er úrið mitt bilað eða ég í miklu betra formi en ég hélt. Það tók mig sem sagt jafnlangan tíma að renna/hjóla heim í gærkvöldi og það tók mig að hjóla í skólann núna í morgun. Fimmtán mínútur. Niður ógurlega brekku frá kampus niður að vatni, svona Almannaskarðs-brekku. Var náttla dauða nær þegar brattanum sleppti í morgun en nokkuð ánægð með sjálfa mig. Ég verð bara að segja það.

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Flutt

Loksins er maður fluttur, mikið gasalega er ég fegin. Ógissla leiðinlegt að vera á dýnu í stofum vina og vandamanna. Tróð Eirík út eins og ég gat og ferjaði draslið yfir í tveimur ferðum. Nú er sko ekki geymsluplássinu fyrir að fara, þó Hlynskóga-íbúðin hafi verið ömurleg á flestan hátt þá var alla vega háaloft þar. Engum svoleiðis lúxus fyrir að fara við vatnið, kem ekki einu sinni ferðatöskunum undir rúmið! Þarf eitthvað að minnka við mig draslið og vera afskaplega gagnrýnin á hvað fær að bætast við.

Níger-drengurinn mætir víst ekki fyrr en eftir tæpan mánuð svo sú ítalska og ég erum einar í kotinu þangað til. Enginn leigjandi er kominn í fjórða herbergið og ég fæ afslátt af leigunni ef ég finn einhvern. Vantar einhvern lesenda minna herbergi???

Fór annars aðeins út í gær með Stephanie skólasystur minni. Sáum Mansjúríu-kandídatinn í bíó og fórum svo á Týnda hundinn að borða. Voða gott. Rákumst á Íslendingaklúbb Íþöku á Commons og skelltum okkur með þeim á e-m íþróttabar að horfa á Ólympíuleikana. Horfðum ekkert á þá en fræddum Stephanie þess í stað um Decode, kennitölur, kæstan hákarl og hrútspunga. Enduðum í límonaði og ísbjarnarsögum á Maxie's. Svona mættu fleiri laugardagskvöld vera.

föstudagur, ágúst 20, 2004

Meiri Denver

Komin aftur til Íþöku. Ekki laust við að ég sé sybbin enda fékk ég ekki nema tæplega þriggja stunda svefn í nótt. Vélin alltof snögg á leiðinni, lenti á JFK heilum hálftíma á undan áætlun. Það dugði samt ekki til að ég næði Eiríki út af langlegudeildinni í tæka tíð, hann var lagður inn kl. 05:41 þann 17da og tekinn út kl. 05:43 þann 20ta og vitaskuld var ég látin borga fyrir fjóra daga. Þrír dagar og tvær mínútur, námundað að næsta heila gerir það náttla fjóra daga. Hver sagði að tölvur væru betur í stakk búnar til að framkvæma erfiðar reiknikúnstir en mannfólkið??

Mikið svakalega var gaman að koma til Denver. Við Digga frænka náðum svona líka vel saman og skemmtum okkur vel í öllum bíltúrunum okkar (borgin er svo víðfem að minnsta viðvik tekur hálftíma í bíl) og á spjalli heima hjá henni. Kisan hennar sá mig geispa einu sinni og var skíthrædd við mig eftir það, það er náttla svoldið miður en kannski ágætt því ég er með ansi hressilegt ofnæmi fyrir kisum. Nú, svo fann ég hina STÓRKOSTLEGU bókabúð Tattered Cover í miðbænum og sat þar í tvo tíma í gær að lesa jarðfræði; kona þarf sko aldrei að verða óhamingjusöm eða leið á lífinu meðan svona búðir eru til. Larimer Square er líka alveg yndisleg gata, full af skrýtnum og skemmtilegum búðum eins og t.d. kúrekastelpu-búðinni. Hins vegar verður að segjast að hið tiltölulega nýja listasafn þeirra Denverbúa er með eindæmum ljót bygging (veit ekkert um innvolsið). Ef ég væri skattgreiðandi þar í borg hefði ég mætt á vígsluathöfnina með nokkra vel valda úldna tómata og rotin egg.

Sá því miður minna en til stóð af fjöllum og Boulder vegna úrhellisins sem áður var greint frá. Það er kannski bara ágætt, ég hef þá alla vega ástæðu til að fara aftur þarna vestur eftir!! Keypti mér líka Lonely Planet USA-bók og blaðaði svoldið í henni heima í stofu hjá Diggu. Helst þyrfti ég að hætta í námi og einbeita mér að ferðalögum ef ég ætti að fara eftir öllu sem stungið er upp á í bókinni. Held ég sleppi því í bili og láti mig dreyma um þrjár "minni" ferðir í staðinn: Sigling um firði Alaska, hjóla leiðina sem Lewis og Clark fóru fyrir sléttum 200 árum, og fara á road trip niður Blue Ridge Parkway í Virginíu og Norður-Karólínu. Langar einhvern með??

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Syndaflod i Klettafjollunum

Einhver hefur nu verid a lyfjum thegar hann reiknadi thad ut ad her i Denver vaeru fleiri solskinsdagar a ari en a Miami. Ekki nema ad eg hafi tekid urhellid fra New York med mer.

Thad rigndi sem sagt eins og hellt vaeri ur fotu a leidini fra Ithoku til NYC, a timabili voru laetin thvilik ad naestum allir bilarnir stoppudu uti i vegarkanti. Alveg magnad. I NYC var nu samt agaetis vedur og mer tokst ad komast til Helga skolabrodur mins i Brookly naestum an thess ad villast. Gott ad fa ad krassa thar thvi flugid mitt var eldsnemma um morguninn.

Gaman ad fljuga til Denver, serstaklega ad na velinni (villtist neflilega a leidinni fra Brooklyn ut a voll...). Digga fraenka beid min a vellinum, eg nattla villtist a vellinum lika svo hun beid og beid, og svo villtumst vid a bilastaedinu lika! Ekki einleikid... eg tok sem sagt baedi villurnar og regnid med fra austurstrondinni. Nu, thennan agaeta thridjudag var nu samt fint vedur og vid spokudum okkur i midbae Denver alveg thar til stodumaelirinn rann ut og regnid byrjadi.

I morgun voknudum vid otrulega snemma, considering ad eg var involved, i.e. kl. rumlega fimm. Planid var ad komast ur baenum a undan rush hour... en einhvern veginn gekk thad ekki alveg, held vid hofum verid svona lengi ad supa morgunkaffid (og eg ad senda e-a bradnaudsynlega emila). Hvad um thad, vid fraenkurnar keyrdum i allan dag um Klettafjollin, gegnum Rocky Mountain Natl. Park og yfir Guanella-skard, svaka gaman. Einhverra hluta vegna let solskinid samt undan fyrir skurum sem svo breyttust i urhelli um eftirmiddaginn. Saum varla Boulder fyrir regni og thurftum naestum ad synda yfir bulevardana i Denver. Ja herna her.

mánudagur, ágúst 16, 2004

Denver

Er á leiðinni til Denver!!! Bruna til NYC á eftir og fæ að krassa hjá Helga Ingólfi, skólafélaga mínum sem er í NYC í sumar, flýg svo til Denver í fyrramálið. Planið er að heimsækja Diggu föðursystur mína og hennar klan, sem ég hef ekki séð í 19 ár, og komast aðeins í annað umhverfi áður en misserið byrjar. Fékk miðann á 295 dollara, það er spottprís finnst mér. Svo er leiðbeinandinn minn ekkert smá næs, að leyfa mér að skjótast þetta þrátt fyrir 3 vikna sumarfríið mitt á Íslandi. Ich bin, á margan hátt, ein lukkunnar pamfíll. Eins og Björk segir, allt er fullt af ást þó hún komi kannski ekki úr þeim áttum sem þú áttir von á. Björk er snillingur.

laugardagur, ágúst 14, 2004

Role model??

Svei mér þá, að nenna þessu.

Leið á laugardegi

Noemi, fyrrverandi leigusalinn minn, man þegar hún var barn á flótta undan nasistum. Hún er fædd í Belgíu en flúði til Bretlands sem barn í seinni heimstyrjöldinni. Hún sagði okkur frá þessu í framhjáhlaupi og brosti um leið til Leticiu sem hafði spurt um nafnið hennar. Við stóðum þarna fjórar í forstofunni, að ljúka leiðinlegu verki, og ég gat ekki annað en spurt sjálfa mig hvers vegna í ósköpunum við gerum okkur lífið svona erfitt, hvers vegna við búum okkur til okkar eigin heimatilbúnu helvíti, í staðinn fyrir að virða hvert annað og þakka fyrir að búa ekki við viðlíka ógnir og Noemi ólst upp við. Mér fannst ekki mikið til okkar koma þarna á þessu augnabliki í forstofunni.

Í gær horfði ég á Cold Mountain, milli þess sem ég pakkaði og þreif. Var löngu búin að ákveða að taka mér frí frá þeim verkum til að sjá hvaða mynd sem væri á dagskrá það kvöldið í Maplewood. Þurfti sárlega á einhverju að halda til að dreifa huganum. Ég sogaðist inn í myndina, mynd sem mér fyndist sennilega ömurlega væmin á öðrum stundum, og fannst hún jafnvel á tímabili næstum tala til mín. Ástandið á mér var ekkert til að hrópa húrra fyrir en á einhvern hátt hafði myndin róandi, jafnvel sefjandi áhrif á mig.

Og nú er ég flutt úr Hlynskógum, enginn þarf að senda mér línu þangað aftur, takk fyrir. Það er gott að vera farin en það er ekki gott að eiga hvergi heima, eins og núna. Leigan mín við vatnið byrjar 22. ágúst, eftir rétt rúma viku, og á meðan er ég hjá vinum. Þeir hafa ekki beint vaxið á trjánum hér, hverju svo sem það nú er um að kenna, og einhverjir orðnir hálfrotnir og fallnir til jarðar. Ætla til Deepti vinkonu um næstu helgi og ætla að koma mér úr bænum yfir vikuna líka. Hafa með haug af greinum að lesa og reyna að koma huganum í skorður fyrir komandi vetur. Á bara eftir að ræða það við leiðbeinandann minn, ég á ekki von á að hann neiti mér. Að minnsta kosti vona ég ekki.

föstudagur, ágúst 13, 2004

Hvernig íkorni ert þú?

Herdis Helga Schopka, from this day forward you will also be known as:
Primeminster Nuttykins

Frá Stínu

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Gaman i GIS-i

Skemmtileg tilviljun ad skammstofunin fyrir Geographic Information Systems, GIS, skuli thyda "spaug" eda "brandari" a islensku. Fyrr i dag fekk eg haedargogn af Indonesiu og i bjartsyni minni er eg nuna ad reyna ad skoda thau i GYS-inu med ekkert mer til hjalpar nema eldgamla og frekar lelega handbok. Thetta er svona alika framkvaemanlegt og ad setjast upp i mosavaxna thotu inni i flugskyli og aetla ser ad komast a sporbaug um jordina. En thad ma alltaf reyna, serstaklega thegar einhver borgar manni laun fyrir ad syna vidleitni. Svo tek eg nattla kurs i thessu i haust, thad kemur varla neitt annad til greina.

Svo stendur til ad safna ad ser SVADAlegu magni gagna um eyjarnar tharna i langtiburtu. Haedarlikon, jardfraedikort, grodurkort, landnotkunarkort, vedurupplysingar, name it. Thetta tekur allt alveg aegilegt diskaplass og engin tolva her a grafik-labbinu kemur til med ad hafa rod vid mer i gagnoflun og urvinnslu. Thess vegna stendur til ad fjarfesta i nyrri, bara handa mer. Aaahhh, thad er ekkert sma gaman ad skoda i Dell-budinni og bua til alls konar fansi kombinasjonir med 250 Gb hordum disk, 1 Gb vinnsluminni, 22 tommu flotum skja og DVD skrifara, og thurfa ekki ad borga neitt sjalf! Hef nu ekki komist haerra en i ruma 2600 dollara enn, tharf ad herda mig i eydslunni. Ekki thad ad eg viti hvad hann Lu aetli ad eyda miklu en thad ma alltaf lata sig dreyma.

Aetla snemma heim i dag og fara snemma ad sofa. Svo stendur til ad vakna enn fyrr og bruna med Eric til NYC og JFK ad saekja hann Greg felaga minn ur 6 vikna utlegd i salteydimorkum S-Ameriku. Mer skilst hann se ordinn nanast othekkjanlegur af skeggvexti og thyngdartapi i hardbylli eydimorkinni, vona bara ad eg taki ekki einhvern annan i misgripum med til Ithoku.

Í skápnum

Hafi einhver nokkurn tímann haldið að fólk sem kannar hella að gamni sínu sé eðlilegt skal sá misskilningur leiðréttur hér með.

Í gær var haldið heim til einnar í útiklúbbnum eftir vikulegan fund nördanna. Hún er nýflutt í húsið sitt og var um helgina að koma eldhúsdótinu sínu fyrir með aðstoð vinar síns sem finnst mjög gaman í hellum (og er þessa stundina ofan í e-m risahelli í Arizona sem innan við 100 manns fá að heimsækja á ári, kannski því hann er álíka langur til samans og hringvegurinn og hver leiðangur ofaní hann tekur um viku). Manninn hefur sennilega verið farið að hlakka allgífurlega til að fara oní stóra stóra hellinn því hann tók smá upphitun í eldhússkápunum og tróð sér inn í alla skápa sem hann mögulega komst inní. Hann Jim, sem hér um ræðir, er rétt tæplega 1.90 m á hæð, svo það var ekki mikið mál fyrir okkur "dvergana" að leika leikinn eftir og áður en hendi var veifað voru allir sem mættu í heimsókn komnir inní og útúr skápnum. Með einni undantekningu þó. Hann Ari er ekki lítill átta ára trítill, hann er líklega einir 2 m á hæð og komst ekki fyrir sitt litla líf inn í skápinn. Þar sem hann er þrjóskari en andskotinn sjálfur ætlaði hann ekki að gefast upp svo auðveldlega og hékk því hálfur inni í skápnum í langan tíma, spriklandi og emjandi og æpandi. Á tímabili leit út fyrir að hann myndi hafa það af að troða sér inn og þá varð húseigandinn nýbakaði dáldið smeyk um að fyrstu meiriháttar aðgerðirnar sem þyrfti að ráðast í í húsinu væri að rífa niður eldhúsinnréttinguna til að ná Ara út. Við hin skemmtum okkur konunglega eins og gefur að skilja.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Hvenær og hver?

Hvenær hættir hún Siv sem umhverfisráðherra? Hver tekur við? Hvað með Halldór, Davíð og einhvern annan?

Komin í höfn

Þá er það ákveðið: Undirrituð mun búa við Cayuga-vatn í vetur, með bryggju í bakgarðinum og bæði kayak og kanó til afnota. Gasalega er ég ánægð. Stelpurnar, þ.e. Leticia, sem ég bjó með í Maplewood í fyrra og Gaby, sem ég leigði Seneca-íbúðina upphaflega með, fengu íbúðina við Seneca-stræti. Afar farsæll endir. Jibbí.

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Geimverur og veðrið

Er hætt að leita að geimverum í bili og tekin til við að spá fyrir um veðurfar. Geimveruleitin er svo sem ágæt, en ég er núna búin að nota örgjörvann minn í tæpar 1500 klukkustundir til þess arna. Honum hlýtur að vera farið að leiðast þetta. Veðurspáin er líka næstum enn meiri alvöru vísinda-tilraun, svo ég hvet þau ykkar sem eiga nógu hraðar tölvur til að hlaða þessu niður og hjálpa til við að spá fyrir um veðurfarsbreytingar í framtíðinni.

mánudagur, ágúst 02, 2004

Byrjud

Hah, er offisielt byrjud a verkefninu minu. Settist i fyrsta sinn nidur vid tolvuna i grafik-labbinu i morgun og hof ad hlada nidur gervitunglamyndir af Austur-Indium. Thad gekk nattla ekki andskotalaust til ad byrja med en er allt a leid i retta att. Aetli eg verdi svo komin svo langt i fyrramalid ad geta farid ad opna urvinnsluforritin???

Fann alveg ostjornlega kruttlegt herbergi i alveg ostjornlega kruttlegu husi adan. Husid er vid vatnid, allt nyuppgert, hreingerningakona kemur tvisvar i manudi, uppthvottavel i eldhusinu, kajak og kano i gardinum sem er med bryggju ut i vatnid... nammi namm. Bara 500 kall a manudi. Nu vona eg og bid ad eg thurfi ekki ad taka ibudina vid Seneca.

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Enn einn sunnudagurinn...

... og ég að eyða tímanum í tölvunni. Tók eftir því núna áðan að í færslunni löngu um frostþurrkuðu krásirnar mínar talaði ég um þær sem þroskastöppu, ekki þorskastöppu. Spurning hvort mér sé ekki nokkuð vel lýst þar... a.m.k. líður mér stundum dálítið eins og ég sé svolítið þroskastöppuð. En það er nú önnur saga.

Komin á fullt í íbúðarleit, eins og það er nú spennandi. Heimsótti tvær stöllur í söbbörbi dauðans í gær, þær vantar fjórða meðleigjandann til að fylla upp í íbúðina sína eftir að sú þriðja mætir á svæðið. Þær tvær sem ég hitti í gær eru báðar frá Tævan (og ég er svona ca. tvöfalt hærri en sú lágvaxnari) meðan sú þriðja er frá Filippseyjunum. Hún gæti kennt mér Tagalog ef til sambúðar kæmi; ætli ég verði ekki einhvern tímann send til fyrrverandi konungsdæmis Ímeldu í doktorsnáminu og þá væri nú ekki verra að geta komið fyrir sig orði. Íbúðin er fín, m.a.s. sérbaðherbergi með hverju herbergi. Bara svoldið steríl, allt eins og ógeðslega nýtt með kolbikasvörtu malbiki yfir og allt um kring. Álíka karakter-fyllt og Hálslón kemur til með að vera. Ekki gaman kannski að búa í svona andleysi.

Nú, á morgun fer ég svo á rúnt með konu nokkurri sem á skrilljón íbúðir í bænum og einnig á ég tíma í stúdíó-skoðun í hádeginu. Verst að ég veit ekki enn hvort fyrrverandi tilvonandi meðleigjanda mín vill íbúðina sem við fundum eða ekki, og þar með hvort ég þurfi yfirhöfuð nokkuð að vera að standa í þessari leit. Ég viðhef bara mitt mottó hér: Vona það besta og búast við hinu versta.