laugardagur, ágúst 28, 2004
Rigning og sitthvað fleira
Já, þá kom regnið. Það var alveg rosalega heitt og mollulegt hér í gær, alla nótt og fyrripart dagsins í dag. Svo þegar ég var komin 100 m frá heimili mínu, hjólandi á hlýrabol og stuttbuxum, byrjaði demban og á innan við fimm mínútum hafði rignt svo svaðalega að vatnið frussaðist UPP ÚR niðurföllunum. Þetta var nú bara gaman, ég varð holdvot og allt í bakpokanum líka en þetta þornar nú bara. Ég náði að fara út á kayak í morgun áður en regnið og þrumurnar komu, en ég var hins vegar of þreytt eftir mollulega andvökunótt til að fara og hjálpa til við þríþraut útiklúbbsins eins og ég var búin að lofa að gera.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli