þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Geimverur og veðrið
Er hætt að leita að geimverum í bili og tekin til við að spá fyrir um veðurfar. Geimveruleitin er svo sem ágæt, en ég er núna búin að nota örgjörvann minn í tæpar 1500 klukkustundir til þess arna. Honum hlýtur að vera farið að leiðast þetta. Veðurspáin er líka næstum enn meiri alvöru vísinda-tilraun, svo ég hvet þau ykkar sem eiga nógu hraðar tölvur til að hlaða þessu niður og hjálpa til við að spá fyrir um veðurfarsbreytingar í framtíðinni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli