fimmtudagur, ágúst 26, 2004
Hollendingurinn fljúgandi
Hann Tomek vinur minn er á leiðinni frá NYC til Hollands í næstu viku og ætlar að reyna að fá að stoppa í einn dag á Íslandi. Hann er alveg yndisleg manneskja og ég á eftir að sakna hans mikið. Dagurinn sem hann verður á Íslandi er 6. september, og ef einhver lesenda minna hefur ekkert að gera þann dag og langar að taka þennan vin minn undir sinn verndarvæng, kannski sýna honum Bláa Lónið eða lóðsa hann um miðbæ Reykjavíkur, þá má viðkomandi endilega hafa samband við mig (annaðhvort á hottmeilinn hér við hliðina á eða á hhs22 (við) cornell punktur edu). Needless to say, ég yrði eilíflega þakklát.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli