þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Komin í höfn

Þá er það ákveðið: Undirrituð mun búa við Cayuga-vatn í vetur, með bryggju í bakgarðinum og bæði kayak og kanó til afnota. Gasalega er ég ánægð. Stelpurnar, þ.e. Leticia, sem ég bjó með í Maplewood í fyrra og Gaby, sem ég leigði Seneca-íbúðina upphaflega með, fengu íbúðina við Seneca-stræti. Afar farsæll endir. Jibbí.

Engin ummæli: