þriðjudagur, ágúst 24, 2004
Mont
Sko, það er tvennt sem kemur til greina: Annaðhvort er úrið mitt bilað eða ég í miklu betra formi en ég hélt. Það tók mig sem sagt jafnlangan tíma að renna/hjóla heim í gærkvöldi og það tók mig að hjóla í skólann núna í morgun. Fimmtán mínútur. Niður ógurlega brekku frá kampus niður að vatni, svona Almannaskarðs-brekku. Var náttla dauða nær þegar brattanum sleppti í morgun en nokkuð ánægð með sjálfa mig. Ég verð bara að segja það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli