Það held ég nú hann nýi meðleigjandi minn, indverskur nýbakaður doktor í stærðfræði, hafi dottið í lukkupottinn á laugardaginn þegar hann kom að skoða húsið. Leigusalinn hún Matty var neflilega ekki að hafa fyrir að hringja á undan sér og beið ekki heldur eftir svari þegar hún barði að dyrum heldur bara óð inn. Ég sat í sakleysi mínu í sófanum í stofunni að borða morgunmat og var í bíkíníi einu fata, enda var heitt og mollulegt og ég á leið út á kayak. Þau stormuðu inn í stofu og þegar Matty sá klæðaleysið á mér varð hún alveg miður sín, en sá indverski brosti út undir eyru eins og barn í dótabúð.
Sem betur fer var handklæði á borðinu, ég vafði því um mittið og heilsaði þeim áður en ég stökk upp í herbergi og náði í bol. Matty baðst innilega afsökunar en brosið var alveg límt á þann indverska. Það þarf ekkert að taka fram að drengurinn tók herbergið (mér finnst ég ætti að fá þennan afslátt sem um var talað...) og síðan þá höfum við kvenpersónurnar í íbúðinni reynt að vera kappklæddar öllum stundum. Hann hins vegar hefur haldið að hann væri fluttur inn í nektarnýlendu eða eitthvað álíka því fyrsta morguninn kom hann hálfber út eftir sturtuna.
Annars gæti það verið hið besta mál að hafa drenginn þarna, hann hefur neflilega kennt stærðfræðikúrsinn sem ég er að taka. Aukakennsla við hendina á hverjum degi. Nicht schlecht.
mánudagur, ágúst 30, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli