... og ég að eyða tímanum í tölvunni. Tók eftir því núna áðan að í færslunni löngu um frostþurrkuðu krásirnar mínar talaði ég um þær sem þroskastöppu, ekki þorskastöppu. Spurning hvort mér sé ekki nokkuð vel lýst þar... a.m.k. líður mér stundum dálítið eins og ég sé svolítið þroskastöppuð. En það er nú önnur saga.
Komin á fullt í íbúðarleit, eins og það er nú spennandi. Heimsótti tvær stöllur í söbbörbi dauðans í gær, þær vantar fjórða meðleigjandann til að fylla upp í íbúðina sína eftir að sú þriðja mætir á svæðið. Þær tvær sem ég hitti í gær eru báðar frá Tævan (og ég er svona ca. tvöfalt hærri en sú lágvaxnari) meðan sú þriðja er frá Filippseyjunum. Hún gæti kennt mér Tagalog ef til sambúðar kæmi; ætli ég verði ekki einhvern tímann send til fyrrverandi konungsdæmis Ímeldu í doktorsnáminu og þá væri nú ekki verra að geta komið fyrir sig orði. Íbúðin er fín, m.a.s. sérbaðherbergi með hverju herbergi. Bara svoldið steríl, allt eins og ógeðslega nýtt með kolbikasvörtu malbiki yfir og allt um kring. Álíka karakter-fyllt og Hálslón kemur til með að vera. Ekki gaman kannski að búa í svona andleysi.
Nú, á morgun fer ég svo á rúnt með konu nokkurri sem á skrilljón íbúðir í bænum og einnig á ég tíma í stúdíó-skoðun í hádeginu. Verst að ég veit ekki enn hvort fyrrverandi tilvonandi meðleigjanda mín vill íbúðina sem við fundum eða ekki, og þar með hvort ég þurfi yfirhöfuð nokkuð að vera að standa í þessari leit. Ég viðhef bara mitt mottó hér: Vona það besta og búast við hinu versta.
sunnudagur, ágúst 01, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli