Alfyrst: Óska minni yndislegustu systur til hamingju með afmælið. Hún er 17 í dag. TIL HAMINGJU, Lára mín!!!
1. Sjávarlindýr eru viðfangsefnið í verklegu í haffræðinni í dag. Ó mig auma. Var að vona að þau myndu öll drepast yfir helgina. Því var ekki að heilsa.
2. Skrá mig úr kúrsi sem ég skráði mig í á fimmtudaginn. Það tókst sem betur fer, annars væri ég komin á Klepp núna.
3. Smíða flæðislíkan fyrir jarðhitavatn á Main Central Thrust Fault í Nepal fyrir 21. maí. Larry, dream on.
4. Gera heimadæmi í stærðfræði.
5. Skoða íbúð og sannfæra tilvonandi meðleigjanda minn um að sú sem við skoðuðum á laugardaginn sé best. Kæfa allt frekara múður í fæðingu. Mig langar í parket!!!
6. Fara á þrenna fyrirlestra hjá gestafyrirlesaranum okkar á næstu þremur dögum. Sýna honum Helgafells-verkefnið mitt á morgun og þykjast vera klár og vita hvað ég er að tala um.
7. Halda fyrirlestur á fimmtudaginn um líkanið mitt af flæði jarðhitavatns í Nepal. Fyrirlesturinn er tilbúinn en fjallar um alla aðra vinkla á efnið en líkanið mitt - það er neflilega ekki til. Enn.
8. Blogga meira??
9. Óska Láru frábærustu systur aftur til hamingju. Hún lengi lifi, húrra!! húrra!! húrra!!
mánudagur, apríl 19, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli