Ekki það að ég sé svona daglig dags sérlega hrifin af maóista-skæruliðum, en þessa stundina er mér alveg sérstaklega í nöp við þá. Skærur þeirra í Nepal fara víst stigvaxandi með hverri vikunni og aðstæður til vettvangsvinnu eru því ekki mjög freistandi.
Sem er hið versta mál á margan hátt. Í fyrsta lagi er ég orðin nokkuð óþreyjufull að fara að byrja á einhverri vísindaiðkun hér og langar að komast í felt (ísl. á vettvang (bara fyrir Stínu:)) og ná í sýni og kynnast almennilega svæðinu sem ég les um alla daga. Í öðru lagi er sá möguleiki fyrir hendi að aðstæður lagist ekki og að allt verði bara endanlega vitlaust þarna og við komumst ekki þangað næstu árin. Það er reyndar nokkuð fjarlægur möguleiki ef á það er litið hvernig ástandið í Nepal hefur sveiflast undanfarin ár. Engu að síður væri það frekar ömurlegt og myndi þýða að ég hefði um tvo kosti að velja: Gera doktorsverkefni um svæði sem ég hef aldrei séð og nota eingöngu gömul sýni frá öðru fólki, eða skipta um verkefni og/eða vinnusvæði. Fyrri kosturinn kemur ekki til greina af minni hálfu. Hinn kosturinn, að skipta um verkefni/svæði, er ok ef við getum bara fært okkur um set í Himalaya, en önnur verkefni sem leiðbeinandinn minn er að vinna að eru mér ekki alveg að skapi. Það er því nokkuð ljóst að fyrir mína sálarheill (og líf og heilsu Nepalbúa) er eins gott að maóistarnir fari að slappa af.
fimmtudagur, apríl 29, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli