fimmtudagur, apríl 29, 2004

Tinktúrur rebba

Alveg er eldrebbinn merkilegur. Ég get opnað allar vefsíður í heimi með honum nema mína eigin. Í hvert skipti sem ég slæ "http://herdis2002.blogspot.com" inn í vafrarann fæ ég sömu villuboðin, þ.e. "The file / cannot be found. Please check the location and try again". Þetta gerist sama hvort ég slæ urlið beint inn, sæki það í uppáhaldalistann minn eða reyni að laumast inn á síðuna gegnum link hjá einhverjum öðrum bloggara. Ekkert virkar. Hann tekur ekki sönsum við að þurrka út net-söguna og ekki heldur við endurræsingu. Hnuff!

Engin ummæli: