og mér er nú létt. Nýr straumbreytir í höfn og þurr undanrennusletta á d-inu. Velkomin, gullið mitt :)
Nú. Héðan er það helst að frétta, umfram það sem að ofan greinir, að undirrituð er búin að vera hálflasin í nokkra daga og kvað svo rammt að að hún forðaði sér heim úr skólanum í gærmorgun og lagðist í bælið með stíbblað nef og eymingjagang. Í dag neyddist hún til að fara til læknisins sem tók af henni þrjá fæðingarbletti í sl. viku (eins og sumir vita þá þarf reglulega að taka nokkra, svo ég týnist nú ekki alveg undir þessu fargani) til að láta taka saumana. Hjúkkan sem gerði það var eitthvað sjóndöpur eða eitthvað, allavega potaði hún þessi líka lifandi ósköp og baðst svo mikið afsökunar á sjálfri sér að mér var farið að líða eins og hún væri að klippa mig í sundur. Nú, svo kom ég heim með fyrri skipum í dag og kíki á meiddið (maður verður alltaf að kíkja á meiddið, þó svo maður sé orðin þrítug kona...) og viti menn, meiddið á handleggnum var bara búið að opnast! Falleg hola í upphandleggnum, jömmíjömm. Við þessa sjón rifjuðust upp fyrir mér samræður milli mín og læknisins sl. mánudag:
L: Svo kemurðu í saumatöku eftir 12 daga.
É: Ok. Ha, 12 daga? Er það ekki svoldið langur tími?
L: Jæja þá, 9 daga.
É: Nei, ég meinti það ekki, ég bara...
L: Þetta þarf ekkert að vera neitt mál, við segjum bara 9 daga.
Finnst ykkur þetta jafnskringilegt og mér??
Nú, ég náttla hringi í lækninn:
É: Góðan daginn, ég þarf nauðsynlega að ná í T lækni.
Símastúlka: Er þetta ímergjensí?
É: Já.
S: Nafn?
S: Fæðingardagur og ár?
S: Símanúmer?
S: Ert þú sjúklingurinn?
S: Hvað er að?
Eins gott hún vinnur ekki á Neyðarlínunni því ef ég hefði verið að fá hjartaáfall, þá væri ég dauð núna.
Allevejne. Einu sinni næstum í björgunarsveit, alltaf næstum í björgunarsveit, svo ég átti klípiplástra og tjaslaði sárinu saman aftur. Læknirinn hringdi loks úr einhverri umferðarteppunni á leið heim og vill ekkert gera. Ég held ég láti saumana vera í tvær vikur næst og hlusti ekkert á hann.
miðvikudagur, apríl 14, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli