fimmtudagur, apríl 01, 2004

Vasaklút, takk

Heimalærdómurinn fór nú fyrir lítið í kvöld. Ég fór á leiguna, náði í mynd og ætlaði að glápa á hana í framhaldsflokksstíl (hér má maður hafa myndir í þrjá daga, eitthvað annað en spanið heima) og lesa smá líka, kannski jafnvel setja í eins og eina vél. Svo fór það náttla þannig að ég glápti á alla myndina og gleymdi m.a.s. að borða matinn minn. Síðasta korterið eða svo sá ég svo varla, ég bara skældi. Agalegt hvað maður verður mikið softí með aldrinum... eða ætli myndin hafi bara verið svona góð??

Engin ummæli: