Á ekki eitthvert safnaraeðli að vera innbyggt í mannfólkið?
Ég safnaði einu sinni servíettum. Þetta mun hafa verið undir lok áttunda og í upphafi níunda áratugarins; við Hallveig fórum í mikla leiðangra á unga aldri um Flatirnar (ef þörfin var mikil, Lundina) í Garðahrepp hinum forna og sönkuðum að okkur munnþurrkum í kassavís. Einhvern tímann reyndi ég líka að safna frímerkjum (fannst það ekki nógu spennandi), plötum með U2 (týndi þeim öllum, líka sjaldgæfu 7 tommunum sem vinkona mín í Júgóslavíu sendi mér gegnum víglínurnar) og peningum (no comment). Ég er sem sagt frekar slappur safnari.
Ný tíð er í vændum. Í dag áskotnuðust mér neflilega einir 7 árgangar af því magnaða og merkilega tímariti Journal of Geophysical Research, sem Jarðeðlisfræðifélag Ameríku hefur gefið út í rúm hundrað ár. Árgangarnir sjö sem mér hlotnuðust eru miskomplett, frá árunum 1961-1976; þeir eru prýðisballast í bókaskápinn inni á skrifstofu og mikið augnayndi. Góssið kom frá prófessor Vilhjálmi Bassett (mér dettur fyrst í hug lakkrískonfekt) sem er kominn á eftirlaun og farinn að rýma til fyrir yngra fólki. Hann ákvað því að henda út öllum tímaritunum sínum og ég rétt náði í leifarnar af því sem einu sinni var komplett safn yfir tugi ára. Sumt fór til Ghana, annað fór í endurvinnslu, restin verður notuð í merkar vísindasögulegar rannsóknir af Herdísi nokkurri Schopka.
Reyndar telst mér svo til að lay-outslega séð hafi mér áskotnast mesta umbrotaskeiðið í sögu tímaritsins undanfarin 43 ár. Á heimasíðunni getiði séð núverandi layout (frekar sorrý og ókreatívt... að mínu mati). Þetta lúkk sást fyrst á því herrans ári 1974, án nokkurs vafa til að halda upp á hingaðkomu yðar einlægrar. Nýja lúkkið (#4) leysti af hólmi annað (#3) sem var eilítið smærra, með öðrum fonti og litaprentun á kilinum. Það lúkk (#3) hafði verið við lýði í ca. áratug sem litríkari módifíkasjón af lúkki (#2) sem var alveg jafnleiðinlegt og (#3), jafnvel leiðinlegra því það var alveg svart-hvítt (reyndar svart-gult eftir upplitun rúmra þrjátíu ára). Fyrsta lúkkið (#1) í safninu er kannski það skársta, bara svona plein fifties með krúsidúlluletri.
Sko, fyrstu rannsókninni lokið og birt!
miðvikudagur, apríl 14, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli