föstudagur, apríl 02, 2004

Tíðindalaust með öllu

Héðan er nú eitthvað afskaplega lítið að frétta. Engir jarðskjálftar nýlega, engir öndergraddar að kasta sér fram af brúm (sem er nú nokkuð "vinsælt" sport hér um slóðir, a.m.k. í lok missera) og engar ákvarðanir enn í sambandi við bústaði.

Hef það helst afrekað síðan síðast (sem var nú bara í gær, ég veit, svo þið verðið að muna að það eru takmörk fyrir því hvað konur geta afrekað mikið dag eftir dag eftir dag) er að... fara í veggjaklifur með henni Emilie. Emilie er undrabarn eitt mikið, hún er átján ára og er á fyrsta ári í doktorsnámi í eðlisfræði. Sei sei já.

Mikil afrek í gangi, sem sagt. Ég lofa að vera skemmtilegri þegar ég blogga næst, ég er neflilega að fara að velta mér upp úr drullu og gor í kalksteinshellum um helgina. Það hlýtur nú að verða eitthvað spennó.

Engin ummæli: