sunnudagur, apríl 25, 2004

Helgar og hvernig maður lifir þær af

Alltaf gaman þegar helgarnar fara í ekki neitt, sérstaklega þegar mikið liggur fyrir. Stundum neitar heilabúið mitt bara algjörlega að eiga í nokkurs konar samvinnu við mig. Mig grunar að þetta gætu verið eftirstöðvar kastsins sem ég tók út í allt og alla á föstudaginn. Ég varð svo svakalega reið...

Ætla að reyna að komast út úr bænum næstu helgi. Jarðfræðideildin á kofa uppi í Adirondack-fjöllunum sem enginn notar, þó það kosti skít og kanil að vera þar. Spurning um að draga eitthvert fólk með sér uppeftir og njóta fjallanna og einfalda lífsins. Kannski lesa Arne Næss fyrir svefninn til að róa taugarnar.

Engin ummæli: