beit mig i löppina i gær þegar ég var i mánaðarlegu gönguferðinni med Louise vinkonu og hinum hundrað skrilljón göngugörpunum. Adda padda er leiðindapadda sem ber með sér lyme-sjúkdóminn ógurlega. Sá sjúkdómur veldur síþreytu og liðagigt og hausverk og gvuðveithverju. Ég var bara hreinlega byrjuð að skrifa erfðaskrána en las svo á Netinu (gvöð blessi Netið, blessaður kallinn) að líkur á smiti eru u.þ.b. engar ef Adda padda hefur skemmri viðdvöl a fórnarlambi sínu en 36 klukkustundir. Ég held að þessi Adda (eða Addi, maður veit aldrei) padda hafi ekki nað 36 sekúndna viðdvol á kálfanum á mér, svo líkurnar á því að yfir mér hafi verið kveðinn lyme-sjúkdómur eru 36 sek/(36 klst * 60 mín/klst * 60 sek/mín) = 0.03% af u.þ.b. engum líkum = engar líkur. Sjúkket mar!
sunnudagur, júní 13, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli