föstudagur, júní 11, 2004

The Maine thing

Ferðin til Maine var ÓHEMJU skemmtileg. Tíu tíma bílferð gekk alveg ótrúlega stóráfallalaust fyrir sig og ekki skemmdi góður félagsskapur fyrir, Louise og Ray maðurinn hennar og hann Greg stórvinur minn. New York, Massachusetts og New Hampshire-fylki voru öll lögð að baki og eftir að við ókum yfir brúna inn i Maine hvarf ekki brosið af Lousie og Greg, Maine-urunum sjálfum.

Louise og Ray fóru í fjölskylduboð og e-n rómó sumarbústað en við Greg fórum heim til foreldra hans. Þau eiga hús á lítilli eyju í Penobscott-flóa og þangað fórum við á bátnum þeirra á laugardagsmorgninum. Siglingin tók eitthvað um hálfan annan tíma og ég lagði mig undir þiljum, enn dauðþreytt eftir keyrsluna og vikuna almennt. Ég missti víst af seglskútum og eldgömlum vitum og whatnot, en little did we know ad daginn eftir myndum við komast í enn flottari bátsferð.

Husið þeirra á Arnareyju var byggt um miðja nítjándu öld, ef ég man rétt, en er í ótrúlega góðu ásigkomulagi. Eftir grillaðar pulsur í hádegisverð hófst fjölskyldan handa við að slá blettinn og gera við brunninn meðan liðleskjan ég lagðist í sólstólinn og fékk mér blund. Mér hefndist fyrir letina þvi moskítóflugu-óbermi kom og stakk mig í kálfann og bitið bólgnaði út og á tímabili leit ég út eins og ég væri með fótbolta á kálfanum!

Foreldrarnir stungu af um eftirmiðdaginn og við röltum yfir eyjuna (kortér) í heimsókn til Bob og Helene, hjóna sem hafa búið þarna allt sitt líf. Þegar Greg var yngri vann hann hjá þeim í nokkur sumur og engu munaði að hann hefði valið líf trillukarlsinsáa humarskaki fram yfir líf jarðfræðingsins. Svo fór sem fór og þess vegna er Bob orðinn nokkuð vondaufur um að einhver taki við útgerðinni þegar hann hættir. Þessa dagana lifa þau hjónin af ferðamönnum og viðhaldi á sumarhúsum annarra hér og þar á eyjunum í flóanum. Okkur var boðið í dýrindis kvöldmat og það varð úr að daginn eftir myndum við slaufa heimsókn í Acadia-garðinn og hjálpa Bob i vinnunni i staðinn.

Það voru ekki óýyt skipti því í staðinn fyrir að rölta um malbikaða göngustíga innan um akfeita túrhesta sigldum við milli eyjanna, löguðum flotbryggjur og sáum sumarbústaði ríka fólksins. Mér hlotnaðist sá heiður að þrífa að innan vatnstankinn við bústað fjölskyldu fyrrverandi forseta Stanford-háskóla, eins agalega merkilegt og það nú er ;), og á Bjarnareyju hitti ég konu sem býr þar í algjöru Hobbitalandi á sumrin, ræktar lífrænt grænmeti, býr til skartgripi úr fjörugrjóti og gætir sumarhúsa annars ríks og lánsams fólks. Svo talaði ég eins og ég gat við Bob um lífið á eyjunum og tók myndir eins og mér væri borgað fyrir það. Kannski ég skanni einhverjar inn og leyfi ykkur að sjá.

Á mánudeginum keyrðum við svo aftur heim til Íþöku og hversdagsleikinn tók við. Ég á alveg áreiðanlega eftir að fara til Maine aftur, svei mér þá, ég held ég gæti m.a.s. hugsað mér að búa á þessari eyju þarna.

Engin ummæli: