Ætti að sjálfsögðu að vera löngu farin að sofa en rakst á dagbókina hennar Sivjar Friðleifs og gat ekki slitið mig lausa. Hún skellti sér neflilega með í vorferð Jöklarannsóknarfélagsins í byrjun júní og setti heilan haug af myndum á Netið. Dagbókin kemur upp í vikuskömmtum, kíkiði á sunnudaginn 6., mánudaginn 7. og þriðjudaginn 8. júní. Myndirnar koma í ljós þegar þið klikkið á græna letrið. Er ekki frá því að hún hafi skemmt sér vel og verið alveg absúrd heppin með veður.
Ætli það verði einhvern tímann jafngaman í feltvinnu á Nýju-Gíneu eins og það er á Vatnajökli???
miðvikudagur, júní 30, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli