föstudagur, júní 11, 2004

Konsúll

Frekar ánægð með aðalræðismann Íslands í NYC þessa dagana. Ég meilaði á hann um daginn vegna forsetakosninganna og hann hringdi í mig á föstudaginn til að útskýra fyrir mér hvernig þetta fer fram. Ég þarf að fara til NYC til að kjósa (watch out, Ernie&Mud, ég er á leiðinni!!) og ef ég kemst bara um helgi þá ætlar hann að ræsa einhvern út fyrir mig. Toppnáungi.

Engin ummæli: