Þetta stendur allt til bóta en í augnablikinu er bara enginn tími til að blogga hér á þessum bæ. Í fréttum er það helst að ég hef gerst container gardener, er búin að taka undir minn verndarvæng Eirík hinn rauða (17 ára gamlan bíl sem sá fram á að enda uppi munaðarlaus þegar réttir eigendur hans fara í vettvangsvinnu til Perú og Bólivíu), er búin að horfa á 16 fyrstu þættina af 24 (með Kiefer Sutherland) með honum Greg vini mínum og er að farast úr spenningi, og er byrjuð að þýða doktorsritgerð í strúktúrjarðfræði úr þýsku yfir á ensku til að eiga fyrir farinu til Chile í nóvember. Viel zu tun, ja!!
mánudagur, júní 21, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli