mánudagur, júní 21, 2004

Hatihat

Djö... hata ég það þegar eldrebbi neitar að kannast við URL-ið að síðunni minni.

Annars er það helst í fréttum að ég held að silfurskottan, sem ég fann á gólfinu í stofunni minni og hvolfdi glærum kertastjaka yfir fyrir nokkrum vikum, sé dauð. Það þýðir væntanlega að ég ætti að manna mig upp í að lyfta upp kertastjakanum og fjarlægja líkið. Ég get bara ómögulega fengið mig til þess. Sérstaklega af því það er uppþornaður sveppur við hliðina á grafhýsinu. Hann datt undir sófa eitthvert kvöldið stuttu eftir að skottan var gómuð og þar sem ég var mjög upptekin við að maula pizzuna mína og vera um leið spennt yfir 24 og Kiefer að reyna að bjarga konu sinni og dóttur frá brjáluðum serbneskum terroristum gat mér tæplega staðið meira á sama um sveppsneið undir sófa. Núna, svona löngu síðar, er mér eiginlega enn meira sama um sveppsneið undir sófa. Sjálfboðaliði, einhver??

Engin ummæli: