föstudagur, apríl 30, 2004

Hallveig í Brussel

Hún Hallveig díva er þessa stundina (já, nákvæmlega NÚNA) að keppa í söng, og öllu er útvarpað beint í belgíska útvarpinu. Allir að hlusta!!

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Maóistar og af hverju ég er ekki að fíla þá

Ekki það að ég sé svona daglig dags sérlega hrifin af maóista-skæruliðum, en þessa stundina er mér alveg sérstaklega í nöp við þá. Skærur þeirra í Nepal fara víst stigvaxandi með hverri vikunni og aðstæður til vettvangsvinnu eru því ekki mjög freistandi.

Sem er hið versta mál á margan hátt. Í fyrsta lagi er ég orðin nokkuð óþreyjufull að fara að byrja á einhverri vísindaiðkun hér og langar að komast í felt (ísl. á vettvang (bara fyrir Stínu:)) og ná í sýni og kynnast almennilega svæðinu sem ég les um alla daga. Í öðru lagi er sá möguleiki fyrir hendi að aðstæður lagist ekki og að allt verði bara endanlega vitlaust þarna og við komumst ekki þangað næstu árin. Það er reyndar nokkuð fjarlægur möguleiki ef á það er litið hvernig ástandið í Nepal hefur sveiflast undanfarin ár. Engu að síður væri það frekar ömurlegt og myndi þýða að ég hefði um tvo kosti að velja: Gera doktorsverkefni um svæði sem ég hef aldrei séð og nota eingöngu gömul sýni frá öðru fólki, eða skipta um verkefni og/eða vinnusvæði. Fyrri kosturinn kemur ekki til greina af minni hálfu. Hinn kosturinn, að skipta um verkefni/svæði, er ok ef við getum bara fært okkur um set í Himalaya, en önnur verkefni sem leiðbeinandinn minn er að vinna að eru mér ekki alveg að skapi. Það er því nokkuð ljóst að fyrir mína sálarheill (og líf og heilsu Nepalbúa) er eins gott að maóistarnir fari að slappa af.

Tinktúrur rebba

Alveg er eldrebbinn merkilegur. Ég get opnað allar vefsíður í heimi með honum nema mína eigin. Í hvert skipti sem ég slæ "http://herdis2002.blogspot.com" inn í vafrarann fæ ég sömu villuboðin, þ.e. "The file / cannot be found. Please check the location and try again". Þetta gerist sama hvort ég slæ urlið beint inn, sæki það í uppáhaldalistann minn eða reyni að laumast inn á síðuna gegnum link hjá einhverjum öðrum bloggara. Ekkert virkar. Hann tekur ekki sönsum við að þurrka út net-söguna og ekki heldur við endurræsingu. Hnuff!

Eldrebbi

Jæja, búin að fá mér Mozillu, er öll að nördast upp. Gaman að því.

þriðjudagur, apríl 27, 2004

BÚIN!!

(10 stig) Reiknaðu heildið á svæðinu sem gefið er:
*heildunarsnúra* *heildunarsnúra* (**) 1/xy dA á D,
þar sem D afmarkast af 1 =< y =< e og y^2 =< x =< y^4


Þið getið dundað ykkur við þetta yfir kvöldmatnum, gullin mín. Rétt svar vel þegið, helst afturvirkt í tíma.

(**) orðskrípið *heildunarsnúra* er sett hér inn sem herdísun á teygða ess-inu sem táknar heildun, sem ég veit ekki hvað er kallað á íslensgu. Mér finnst heildunarsnúra afskaplega lýsandi og skemmtilegt orð í gráma hversdagsins...
Þá er Silfurskottan búin að fá innanhússlækninn í heimsókn og búið að henda úr henni alls konar njósnurum og óþjóðalýð og hyski. Pleierinn líka kominn í gagnið aftur. Mikið er ég fegin. Tölvunáunginn hér við deildina innti mig frétta af honum Geirfinni Jónssyni sem var hér við nám á níunda áratugnum (sennilega áður en ég byrjaði einu sinni í MR), þetta er lítill heimur. Við Geirfinnur (sem kenndi mér verklegt í eðlisfræði A í HÍ á sínum tíma) erum sem sagt næstum skólasystkini, bara sirka tuttugu ár skilja okkur að. So far erum við einu Íslendingarnir sem hafa stundað nám við þessa deild (þó sumir prófessorar hér kannist við stöku íslenska jarðfræðinga, t.d. Palla Einars og Sigurð Steinþórs, báðir gamlir lærifeður úr HÍ), þannig að það er eins gott að standa sig!

Nú, þriðja og síðasta skyndipróf vetrarins í stærðfræði er í kvöld, alltaf ákveðin tilhlökkun... not. Æi samt, ágætt að fá smá spark í rassinn til að setjast niður og læra. Maður á nú ekki að vera að kvarta yfir að þetta sé eitthvað ofurerfitt því þó það sé farið hratt yfir er ekki farið neitt djúpt í fræðin, stærðfræðikennslan í 3ja bekk í MR var fræðilegri en þetta sem við erum að gera hér.

Krúsið í gær var algjör schnilld, alveg blankalogn og næstum hlýtt og sólsetur og útsýni og í vatnssýnunum okkar var fullt af dýrum sem sprikluðu svo mikið að við urðum að gefa þeim róandi til að geta skoðað þau í smásjánni. Myndir koma á vefinn bráðum, ég set inn hlekk þegar þar að kemur.

Held hitt sé samt betra...

Who is in your celebrity family? by cerulean_dreams
User Name
MomCharlize Theron
DadSean Connery
BrotherJason Biggs
SisterDrew Barrymore
DogBuddy
BoyfriendHughe Grant
Best friendDrew Barrymore
Created with the ORIGINAL MemeGen!


.. fyrir utan hvað Sean Connery er smart.

Perraskapur

Who is in your celebrity family? by cerulean_dreams
User Name
MomCeline Dion
DadChristopher Walken
BrotherJohnny Depp
SisterChristina Aguilera
DogMilo
BoyfriendJohnny Depp
Best friendCameron Diaz
Created with the ORIGINAL MemeGen!


Er ekki til nóg af frægum mönnum í heiminum? Þurfti að velja þann sama til að vera bróðir minn og kærasti?!? Helv. perrar alltaf, þetta fræga fólk!

mánudagur, apríl 26, 2004

Hættur, búinn, farinn??

Í ofanálag er Windows Media Playerinn hættur. Bara neitar að opnast, m.a.s. þegar ég er búin að henda út öllum keppinautum eins og Ríal pleier. Ljóta vitleysan.

Á það má þó benda, til að grynnka aðeins á þessu svartagallsrausi hér, að á eftir leggur bekkurinn minn í haffræðinni land undir fót og fer í fyrstu og einu feltferð misserisins. Hafið er svolítið langt í burtu en í klukkustundar akstursfjarlægð er Seneca-vatn og þar ætlum við að sigla um í tvo-þrjá tíma og þykjast vera haffræðingar.

Helv... ófögnuður

Nú virkar gúggl-gluggavörnin ekki lengur nema á hluta af gluggunum, og helvítis óværurnar því farnar að leika lausum hala í tölvunni á ný. Þetta er orðið svo slæmt að þegar ég opna Netið fæ ég BARA poppöpp-glugga og verð að fara bakdyramegin inn. Helvítis andskotans tölvunerðir og villimenn og markaðsátaksaumingjar.

sunnudagur, apríl 25, 2004

Komin í guðatölu

Morpheus
Morpheus


?? Which Of The Greek Gods Are You ??
brought to you by Quizilla

Helgar og hvernig maður lifir þær af

Alltaf gaman þegar helgarnar fara í ekki neitt, sérstaklega þegar mikið liggur fyrir. Stundum neitar heilabúið mitt bara algjörlega að eiga í nokkurs konar samvinnu við mig. Mig grunar að þetta gætu verið eftirstöðvar kastsins sem ég tók út í allt og alla á föstudaginn. Ég varð svo svakalega reið...

Ætla að reyna að komast út úr bænum næstu helgi. Jarðfræðideildin á kofa uppi í Adirondack-fjöllunum sem enginn notar, þó það kosti skít og kanil að vera þar. Spurning um að draga eitthvert fólk með sér uppeftir og njóta fjallanna og einfalda lífsins. Kannski lesa Arne Næss fyrir svefninn til að róa taugarnar.

föstudagur, apríl 23, 2004

Ég er orðin svo amrísk...

... að ég segi bara: Gvööði sjé lof og dýrð fyrir góða vini. Þegar leiðbeinandinn manns stands you up í annað skipti á þremur dögum er þörf á svoleiðis lífgjöfum.

Og, btw: Niður með fúla leiðbeinendur. Niður! Skamm!!!

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Slot, ekki kot

Loksins loksins, og mikið var! Við tryggðum okkur tjúllað sæta íbúð í dag og skrifum undir leiguna á mánudaginn kemur (leigusölukonan þarf að tékka meðmælin okkar fyrst...). Jibbí!!

Það var náttúrulega algjört slys að við skyldum finna þessa íbúð. Við vorum á leiðinni að skoða óspennandi kjallaraholu í sama húsi en ég vissi ekki að þetta var í kjallara svo ég gekk beint að aðalinnganginum og barði að dyrum. Konan sem kom þar til dyra var alveg á því að við værum að fara að skoða hjá henni en Gaby hélt nú ekki, íbúðin okkkar væri í kjallaranum. Ég sá bara parket í stofunni bak við konuna og dauðadæmdi þar með kjallarann á staðnum. Eftir skylduþramm um þá holu báðum við um að fá að sjá þessa forláta parketlögðu þriggja herbergja íbúð á jarðhæðinni og undirrituð varð gjörsamlega ástfangin.

Ákvörðunin var nú samt ekki auðveld. Leigusalinn á Tjarnarstræti er fyrir það fyrsta svo hrikalega indæll að það hálfa væri yfirdrifið. Við fengum að skoða íbúðina hans aftur í dag og hefðum svo sannarlega tekið hana ef við hefðum ekki slysast inn í þá þriggja herbergja. Hverfið þar er mjög fallegt... en slotið okkar á Seneca-stræti er 5 mínútna rölt frá miðbænum, með sérinngangi og verönd og garði og frönskum glugga-hurðum og baðkari og... bara algjört æði. Nú er bara að finna þriðja meðleigjandann og, þar sem að leigusamningurinn byrjar fyrsta júní, einhvern til að borga leiguna í sumar (helv... kellingarnar á stúdentagörðunum vilja ekki sleppa mér frá leigusamningum mínum þar sem endar um miðjan ágúst... djö.... andsk....).

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Mig langar í sumarbústað

með heitum potti á veröndinni og smá roki og birkihríslum úti í móa.

mánudagur, apríl 19, 2004

Enn og aftur allt að verða vitlaust

Alfyrst: Óska minni yndislegustu systur til hamingju með afmælið. Hún er 17 í dag. TIL HAMINGJU, Lára mín!!!

1. Sjávarlindýr eru viðfangsefnið í verklegu í haffræðinni í dag. Ó mig auma. Var að vona að þau myndu öll drepast yfir helgina. Því var ekki að heilsa.

2. Skrá mig úr kúrsi sem ég skráði mig í á fimmtudaginn. Það tókst sem betur fer, annars væri ég komin á Klepp núna.

3. Smíða flæðislíkan fyrir jarðhitavatn á Main Central Thrust Fault í Nepal fyrir 21. maí. Larry, dream on.

4. Gera heimadæmi í stærðfræði.

5. Skoða íbúð og sannfæra tilvonandi meðleigjanda minn um að sú sem við skoðuðum á laugardaginn sé best. Kæfa allt frekara múður í fæðingu. Mig langar í parket!!!

6. Fara á þrenna fyrirlestra hjá gestafyrirlesaranum okkar á næstu þremur dögum. Sýna honum Helgafells-verkefnið mitt á morgun og þykjast vera klár og vita hvað ég er að tala um.

7. Halda fyrirlestur á fimmtudaginn um líkanið mitt af flæði jarðhitavatns í Nepal. Fyrirlesturinn er tilbúinn en fjallar um alla aðra vinkla á efnið en líkanið mitt - það er neflilega ekki til. Enn.

8. Blogga meira??

9. Óska Láru frábærustu systur aftur til hamingju. Hún lengi lifi, húrra!! húrra!! húrra!!

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Safnarinn

Á ekki eitthvert safnaraeðli að vera innbyggt í mannfólkið?

Ég safnaði einu sinni servíettum. Þetta mun hafa verið undir lok áttunda og í upphafi níunda áratugarins; við Hallveig fórum í mikla leiðangra á unga aldri um Flatirnar (ef þörfin var mikil, Lundina) í Garðahrepp hinum forna og sönkuðum að okkur munnþurrkum í kassavís. Einhvern tímann reyndi ég líka að safna frímerkjum (fannst það ekki nógu spennandi), plötum með U2 (týndi þeim öllum, líka sjaldgæfu 7 tommunum sem vinkona mín í Júgóslavíu sendi mér gegnum víglínurnar) og peningum (no comment). Ég er sem sagt frekar slappur safnari.

Ný tíð er í vændum. Í dag áskotnuðust mér neflilega einir 7 árgangar af því magnaða og merkilega tímariti Journal of Geophysical Research, sem Jarðeðlisfræðifélag Ameríku hefur gefið út í rúm hundrað ár. Árgangarnir sjö sem mér hlotnuðust eru miskomplett, frá árunum 1961-1976; þeir eru prýðisballast í bókaskápinn inni á skrifstofu og mikið augnayndi. Góssið kom frá prófessor Vilhjálmi Bassett (mér dettur fyrst í hug lakkrískonfekt) sem er kominn á eftirlaun og farinn að rýma til fyrir yngra fólki. Hann ákvað því að henda út öllum tímaritunum sínum og ég rétt náði í leifarnar af því sem einu sinni var komplett safn yfir tugi ára. Sumt fór til Ghana, annað fór í endurvinnslu, restin verður notuð í merkar vísindasögulegar rannsóknir af Herdísi nokkurri Schopka.

Reyndar telst mér svo til að lay-outslega séð hafi mér áskotnast mesta umbrotaskeiðið í sögu tímaritsins undanfarin 43 ár. Á heimasíðunni getiði séð núverandi layout (frekar sorrý og ókreatívt... að mínu mati). Þetta lúkk sást fyrst á því herrans ári 1974, án nokkurs vafa til að halda upp á hingaðkomu yðar einlægrar. Nýja lúkkið (#4) leysti af hólmi annað (#3) sem var eilítið smærra, með öðrum fonti og litaprentun á kilinum. Það lúkk (#3) hafði verið við lýði í ca. áratug sem litríkari módifíkasjón af lúkki (#2) sem var alveg jafnleiðinlegt og (#3), jafnvel leiðinlegra því það var alveg svart-hvítt (reyndar svart-gult eftir upplitun rúmra þrjátíu ára). Fyrsta lúkkið (#1) í safninu er kannski það skársta, bara svona plein fifties með krúsidúlluletri.

Sko, fyrstu rannsókninni lokið og birt!

Skottan komin heim

og mér er nú létt. Nýr straumbreytir í höfn og þurr undanrennusletta á d-inu. Velkomin, gullið mitt :)

Nú. Héðan er það helst að frétta, umfram það sem að ofan greinir, að undirrituð er búin að vera hálflasin í nokkra daga og kvað svo rammt að að hún forðaði sér heim úr skólanum í gærmorgun og lagðist í bælið með stíbblað nef og eymingjagang. Í dag neyddist hún til að fara til læknisins sem tók af henni þrjá fæðingarbletti í sl. viku (eins og sumir vita þá þarf reglulega að taka nokkra, svo ég týnist nú ekki alveg undir þessu fargani) til að láta taka saumana. Hjúkkan sem gerði það var eitthvað sjóndöpur eða eitthvað, allavega potaði hún þessi líka lifandi ósköp og baðst svo mikið afsökunar á sjálfri sér að mér var farið að líða eins og hún væri að klippa mig í sundur. Nú, svo kom ég heim með fyrri skipum í dag og kíki á meiddið (maður verður alltaf að kíkja á meiddið, þó svo maður sé orðin þrítug kona...) og viti menn, meiddið á handleggnum var bara búið að opnast! Falleg hola í upphandleggnum, jömmíjömm. Við þessa sjón rifjuðust upp fyrir mér samræður milli mín og læknisins sl. mánudag:

L: Svo kemurðu í saumatöku eftir 12 daga.

É: Ok. Ha, 12 daga? Er það ekki svoldið langur tími?

L: Jæja þá, 9 daga.

É: Nei, ég meinti það ekki, ég bara...

L: Þetta þarf ekkert að vera neitt mál, við segjum bara 9 daga.

Finnst ykkur þetta jafnskringilegt og mér??

Nú, ég náttla hringi í lækninn:

É: Góðan daginn, ég þarf nauðsynlega að ná í T lækni.

Símastúlka: Er þetta ímergjensí?

É: Já.

S: Nafn?

S: Fæðingardagur og ár?

S: Símanúmer?

S: Ert þú sjúklingurinn?

S: Hvað er að?

Eins gott hún vinnur ekki á Neyðarlínunni því ef ég hefði verið að fá hjartaáfall, þá væri ég dauð núna.

Allevejne. Einu sinni næstum í björgunarsveit, alltaf næstum í björgunarsveit, svo ég átti klípiplástra og tjaslaði sárinu saman aftur. Læknirinn hringdi loks úr einhverri umferðarteppunni á leið heim og vill ekkert gera. Ég held ég láti saumana vera í tvær vikur næst og hlusti ekkert á hann.

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Eg bara trui thessu ekki!!

Sko, thegar eg las thennan pistil tha helt eg ad aprilgabb vaeri a ferd. En pistillinn er dagsettur 13. april, thad er vist fullseint i rassinn gripid med thau gobbin.

Bra mer thvi baejarleid a Netid og guggladi timaritid. Viti menn, greinin er tharna. Allt satt og rett. Eg verd ad haetta ad laera heima fyrir matmatikina, eg se thad alveg i hendi mer.

Beilad og ny leit

Jaeja, alltaf fjor i husnaedisleitinni. Hann Nicolas er buinn ad beila ut ur samyrkjubuskapnum, hann aetlar ad leita ad ibud handa bara ser og kaerustunni. Lai honum thad svo sem ekki en bra nu samt svoldid. Eins gott ad Gaby var komin inn i daemid, annars hefdu konur bara endad uppi aleinar i bala.

Nu, vid vendum okkar kvaedi i kross og leitum ad annadhvort tveggja herbergja ibud, eda thriggja herbergja og odrum medleigjanda. Undirritud for m.a.s. a fasteignavefi i dag ad leita ad sloti til kaups, her er einhverra hluta vegna ekki haegt ad kaupa ibud heldur verdur madur ad kaupa heilt hus. Thau eru nu adeins odyrari her en i Arnarnesinu... enda eins gott, vegna thess ad thau lita flest ekki mjog staedilega ut heldur. Ja, eins gott ad vidurkenna thad bara, mer finnst alltaf eins og hus her seu svona leikfangahus. Svona verda konur sem aldar eru upp i steinsteypu!

Annad i thessu er ad thegar madur leigir tha gerir madur leigusamning til akvedins tima, yfirleitt eins ars, og thad er ekki moguleiki i helviti ad losna undan theim samning. Enginn thriggja manada uppsagnarfrestur eins og sums stadar. Eg helt i haust sem leid ad studentagardarnir vaeru svona olidlegir, svo kemur i ljos ad thetta er landlaegur andskoti. Ef madur myndi sem sagt leigja og svo vinna i lotto og kaupa ser hus i desember tha bara vesgu tharf eg ad finna leigjanda til ad taka vid af mer, i stadinn fyrir ad lata vita med thriggja manada fyrirvara ad eg se ad fara. Thetta er nattla omurlegt.

Nog um thad. Hvada grad student in her right mind myndi svo sem nokkurn timann vilja kaupa ser hus i Ithoku?? Bara spyr...

mánudagur, apríl 12, 2004

Hunangsgljad skinka

ohhh... vid erum svoddan snillingar her, vinirnir i jardfraedinni. Engu lagi likt. Vid vorum svo eydilogd yfir ad vera ekki bodin i paskasteik til einhverrar modurlegrar konu i gaer ad vid bara tokum okkur til og forum ut ad borda i sarabaetur. A finan stad, iklaedd okkar besta taui... eg fekk mer m.a.s. Margaritu i fordrykk og svo fin er eg aldrei a thvi!

Oll fengum vid okkur rett dagsins, hunangsglada skinku med ananassosu, gulrotum og hvitlaukskartoflumus. HRIKALEGA gott, nu mega paskasteikur komandi ara sko vara sig. Hid almerkilegasta er nu samt su stadreynd ad graenmetisaeturnar tvaer i hopnum, hverra nofn eg laet liggja milli hluta til ad vernda mannord theirra, brutu heitin og skofludu i sig skinkunni af bestu lyst. Go guys!

Buskapurinn

Tha erum vid ordin fjogur i kotinu. Nikulas aetlar neflilega ad reyna ad fa vinnu fyrir kaersutuna sina her naesta vetur svo hun verdur her m.o.m. allan veturinn. Mer dettur ekki i hug ad thad se spennandi ad deila ibud ein med astfongnu pari, svo eg fekk hana Gabrielu med mer i lid. Hun er kaerastan hans Greg skolabrodur mins og verdur sjalf skolasystir okkar naesta vetur thegar hun byrjar i doktor her vid deildina.

Thad verda sem sagt thrir Argentinubuar og einn nafolur Islendingur i kotinu naesta vetur. Leitin ad ekki-teppalagdri thriggja herbergja ibud nidri i bae, med thvottavel, er komin a fullt. Wish us luck!

sunnudagur, apríl 11, 2004

laugardagur, apríl 10, 2004

Statistikk

Teljarinn minn hefur ekki virkad i marga manudi. Thetta nattla gengur ekki, svo eg uppfaerdi hann nuna adan. Count away, baby!!
Doctor Unheimlich has diagnosed me with
Herdis' Syndrome
Cause:running too fast
Symptoms:drooping eyelids, whistling, excessive toe pain, breathing difficulties
Cure:expensive biofeedback devices
Enter your name, for your own diagnosis:


Fra Laggabloggi gegnum Stinublogg

föstudagur, apríl 09, 2004

Skottan skottast

Allt i einu datt mer i hug ad thid seud kannski bara buin ad vera ad missa svefn af ahyggjum af henni Skottu minni og innstungunni. Thad vaeri nattla vodalegt. Oppdeit fylgir her ad nedan:

Eftir mikid fram og tilbaka og hullumhae vid ohaefa starfsmenn Dell a Netinu og tynd skilabod i talholfum o.fl. kom i ljos ad elsku besti skolinn minn er med tolvuna mina og allt sem henni vidkemur, lika innstungur (i.e. AC adapter, hvad svo sem thad heitir a islensku), i abyrgd og aetlar ad gera allt gott a ny mer ad kostnadarlausu. Hjukk!!

Keep your mouth shut until you've got something to say

Svei mer tha, eg hef bara ekkert ad blogga um. Ekki samt ad thad se ekkert um ad gerast her (thetta var serstaklega sett tharna inn til ad gledja malfarsfasistana i lesendahopnum), flest af thvi sem gerist her thessa dagana er bara frekar oprenthaeft. Hvern langar t.d. ad vita meira en hann/hun naudsynlega tharf um Kriging? Eda mekanisma sem opna reverse sprungur i larettu spennusvidi? Ad ekki se minnst a muninn a semivariogrammi og autocorrelogrammi. Sem hvorugt hafa neitt med kilogramm ad gera. Ja sei sei.

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Sott til Gunnars Hrafns:



You're Canada!

People make fun of you a lot, but they're stupid because you've
got a much better life than they do. In fact, they're probably just jealous.
You believe in crazy things like human rights and health care and not
dying in the streets, and you end up securing these rights for yourself and
others. If it weren't for your weird affection for ice hockey, you'd be
the perfect person.

Take
the Country Quiz at the Blue Pyramid

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Menntaskolaarin...

Hun Lara systir min er i 3-A i MR thetta arid og bekkurinn for til Danmerkur i sidustu viku. Her ma sja myndir af skvisunni og vinkonunum (smellid a "myndir"-linkinn). Eg fer i nett nostalgiukast vid ad skoda thessar myndir. Mo, thad var svo gaman i MR!!!

A surfinu

rakst eg a thessa grein: The Parable of the Sadhu. Ahugavert. Hvad aetli madur hefdi sjalfur gert??

mánudagur, apríl 05, 2004

Ammaelisgjof

Minar inndislegu indversku sambyliskonur gafu mer afmaelisgjof i gaer: Dilwale Dulhania Le Jayenge a DVD-disk. Nu eru allir bodnir i masala-movie-glap!!

goda spanid!

Djovulli fer thetta fyrirbaeri hratt. Bara komid yfir Ross-hafid thegar eg loks nae ad posta. Uff. Areidanlega komid til Astraliu nuna.

A sveimi yfir Sudurskautslandinu

I kvold verd eg ordin mini-serfraedingur i fjarkonnun, eda thad vona eg alla vega thvi verklegt i haffraedinni i kvold er um fjarkonnun a yfirbordi sjavar. Fyrir thau ykkar sem ekki vitid tha er fjarkonnun islenskun a ordunum "remote sensing". Gervitunglid sem naer i gognin sem vid verdum ad vinna med i kvold heitir SeaWiFS og er i thessum ordum ritudum ad skoda Vinson Massif a Antarktiku. Vid hins vegar aetlum ad lesa ur gognunum fra tunglinu styrk klorofils (hvad heitir thetta nu aftur a islensku??) i yfirbordssjo i Maine-floa.

sunnudagur, apríl 04, 2004

Þessi færsla er rituð á Silfurskottu... sem betur fer

Þessa stundina hanga jakkinn minn og bakpokinn upp á annan endann inni í sturtu eftir fyrstu umferð beggja í þvottavél. Undirrituð sá viðskiptavinum í TOPS-versluninni á College Avenue neflilega fyrir fyrsta flokks skemmtiatriði núna um kvöldmatarleytið: Ég var að ná í péníngana mína úr buddunni og leit eitt andartak af bakpokanum sem ég hafði tyllt á afgreiðsluborðið til að setja innkaupin mín ofan í. Sá gerði sér lítið fyrir og steyptist í afturábak kollhnís fram af afgreiðsluborðinu og beint niður á gólf. Mjólkurpotturinn opnaðist og úr honum allt svo tveir lítrar af undanrennu flæddu yfir Silfurskottu, greinarnar mínar, glósur vikunnar og allt hitt draslið og þaðan út á gólf. Með aðstoð samlokumannsins í horninu (mannsins sem stendur alltaf að smyrja samlokur ofan í kúnnana í einu horni búðarinnar) þurrkaði ég versta ósómann upp úr pokanum (les. hellti ofan í vask geisladiska-kremdollu-millistykkja-undanrennusúpunni) og tróð svo öllu draslinu oní pokann aftur, vandlega pökkuðu í plastpoka til að hindra frekari skaða. Svo rölti ég með undanrennuna á bakinu heim, sá göngutúr gaf jakkanum mínum ágætis tækifæri til að drekka í sig smá undanrennu líka. Núna lykta ég eins og Mjólkurbú Flóamanna og sé mér þann kost vænstan að setja sjálfa mig líka í þvott áður en lengra er haldið. Hasta la vista, beibí.

föstudagur, apríl 02, 2004

Tíðindalaust með öllu

Héðan er nú eitthvað afskaplega lítið að frétta. Engir jarðskjálftar nýlega, engir öndergraddar að kasta sér fram af brúm (sem er nú nokkuð "vinsælt" sport hér um slóðir, a.m.k. í lok missera) og engar ákvarðanir enn í sambandi við bústaði.

Hef það helst afrekað síðan síðast (sem var nú bara í gær, ég veit, svo þið verðið að muna að það eru takmörk fyrir því hvað konur geta afrekað mikið dag eftir dag eftir dag) er að... fara í veggjaklifur með henni Emilie. Emilie er undrabarn eitt mikið, hún er átján ára og er á fyrsta ári í doktorsnámi í eðlisfræði. Sei sei já.

Mikil afrek í gangi, sem sagt. Ég lofa að vera skemmtilegri þegar ég blogga næst, ég er neflilega að fara að velta mér upp úr drullu og gor í kalksteinshellum um helgina. Það hlýtur nú að verða eitthvað spennó.

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Vasaklút, takk

Heimalærdómurinn fór nú fyrir lítið í kvöld. Ég fór á leiguna, náði í mynd og ætlaði að glápa á hana í framhaldsflokksstíl (hér má maður hafa myndir í þrjá daga, eitthvað annað en spanið heima) og lesa smá líka, kannski jafnvel setja í eins og eina vél. Svo fór það náttla þannig að ég glápti á alla myndina og gleymdi m.a.s. að borða matinn minn. Síðasta korterið eða svo sá ég svo varla, ég bara skældi. Agalegt hvað maður verður mikið softí með aldrinum... eða ætli myndin hafi bara verið svona góð??