mánudagur, maí 03, 2004

Í dag var þetta helst

Síðasta kennslustundin í verklegu hjá mér þetta misserið er í kvöld. Það verður lítið kennt, krakkarnir fá bara seinna prófið sitt og verða vonandi fljót að svara því mér liggur á að komast á Chapter House að kveðja hana Gabrielu, verðandi meðleigjanda minn. Hún er að fara heim til Argentínu en kemur aftur í lok ágúst.

Við erum búnar að finna hugsanlega framleigjendur, tvær stelpur frá Íþöku sem eru í námi í NYC en langar að vera hér í sumar. Það á bara eftir að skrifa undir framleigusamninginn... ég ligg á bæn að allt gangi upp því þá þurfum við engar áhyggjur að hafa meir af íbúðinni.

Hádegisverðurinn var ágætur. Bara pizza og allt mjög óformlegt (ekki einu sinni gullrönd á pappadiskunum... ). Shell-náunginn sýndi okkur smá sýnishorn af því sem Skeljungur er að fást við í Mexíkóflóa, t.d olíuborpalla á stærð við Kópavog í byggingu í Kóreu og fálmara-bora sem geta stungið sér ofan í jörðina við Ásbyrgi og sogað út olíu á Kópaskeri... ekki slæmt það. Nú, svo tíundaði hann ýmsa kosti þess að vinna fyrir Skeljung, t.d. ferðalög sem stundum yrðu svoldið tú mötsj (t.d. á morgnana þegar hann væri á hraðbrautinni á leið í vinnunna og gæti ekki munað hvort hann væri í NO á leið á flugvöllinn til að fara til Houston eða öfugt. Ekkert smá steikt!) Það var sem sagt mjög gaman að hitta manninn, ég spurði hann út úr um endurnýjanlegar orkulindir og stefnu fyrirtækisins í þeim málum og aðrir spurðu út í tæknilegar hliðar á olíuvinnslunni. Ef olía væri ekki svona ill þá gæti verið gaman að vinna í þessum bransa, það er a.m.k. nóg aksjón. En mikið SVAKALEGA eru borpallar ljótir, mein Gott!

Engin ummæli: