Þar sem þessi árin eru síðustu forvöð að sjá alveg hrikalega mikið af ósnortinni náttúru norðan jökla sé ég mig tilneydda til að fara í skoðunarferð í sumar. Sómafélag að nafni Augnablik, sem ég þekki reyndar hvorki haus né sporð á nema nafnið, stendur fyrir alls konar gönguferðum þarna upp eftir í sumar og ég var að bóka mig í eina slíka, 7 daga ferð um "Undraveröld Jöklu og Kringilsárrana". Brottför er þann 8. júlí, og eins og glöggir lesendur hafa áttað síg á þýðir þetta að ég fer heim til Íslands í sumar!
Þetta verður nú samt snöggt bað, ætli ég stoppi ekki heima í svona 10 daga. Vísindin, sko. Náttúruskoðun verður að teljast drifkraftur fararinnar en ég ætla mér að nota tækifærið og hanga eins mikið og hægt er utan í henni Láru systur. Hún fer neflilega sem skiptinemi til Nýja-Sjálands í janúar á næsta ári og verður þar syðra í heilt ár, svo hver mínúta með henni skiptir máli.
þriðjudagur, maí 18, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli