þriðjudagur, maí 25, 2004

Manic Monday

Enn meiri fréttir af mínu óheyrilega spennandi lífi:

Kláraði módelverkefnið mitt, eftir að bölva og ragna hátt og í hljóði allan daginn yfir skipulagsleysi og geðveiki og einhverju fleiru sem mér fannst viðeigandi að yrði bölvað. Búin að vinna í margar vikur að einhverju módeli, bara til að benda því í ruslið á alsíðasta skiladag, smíða nýtt, keyra það tuttugu sinnum og skrifa nýja skýrslu. Allt saman gert á hálftíma svefni. Íha!

Þetta hafðist nú allt saman og ég er ekki frá því að ég hafi lært eitthvað. Það er náttla alltaf gaman. Var að enda við að seiva titilsíðuna á skýrslunni þegar mamma hringdi, komin heim í heiðardalinn í Hlynskógum E05. Tímasetningin gæti ekki verið betri :)

Það var ekkert smá notalegt að sjá mömmu og Kristján. Fórum á talandi bílaleigubílnum oní bæ að fá okkur nattemat, gengum fram á útigangsmann að hreiðra um sig fyrir nóttina undir umferðarbrú og döðruðum smá við sæta og svakalega unga þjóninn á veitingastaðnum. Honum fannst alveg nóg um og stokkroðnaði í hvert sinn sem hann þurfti að koma að borðinu okkar. Við erum alveg agalegar.

Ef einhvern langar í kæstan hákarl þá er bara að láta mig vita. Harðfiskur er líka til í kotinu núna, Hraun og nokkur gömul Fréttablöð. Vantar bara Gerði G. Bjarklind í útvarpið og lárétta rigningu og mér fer að líða eins og heima á Fróni.

Engin ummæli: