þriðjudagur, maí 11, 2004

Um hugarstríð pönkarans

Var að lesa blogg pönkarans og hnaut um þessi orð hans um daga sem fara í vaskinn:

"Það besta við svona daga er að vita afhverju þeir eru dæmdir til niðurrifs, það versta er að vita að þeir eru ónýtir vegna þess sem maður leggur á sig fyrir peninga".

Áttaði mig á því að ég hef næstum því ekki gert neitt bara fyrir peninga í marga mánuði því ég er á launum við að læra; fæ borgað fyrir að gera það sem margir þurfa að borga fúlgur fyrir. Jú, þetta eru lúsarlaun miðað við margt annað sem ég hef gert í lífinu, en ég lifi af og vel það og hef tækifæri til að læra hluti sem mig hefur alltaf langað til að læra. Best af öllu er náttúrulega að ég þarf aldrei að borga einhverjum fúlum Lánasjóði til baka peninginn sem ég fæ reglulega inn á reikninginn minn! Ég á nú svoldið gott, ik'?

Engin ummæli: