mánudagur, maí 24, 2004

Sumarfrí

Þetta sumarið verður fríið alveg óheyrilega langt, a.m.k. á amrískan mælikvarða. Fer heim seinnipart þess 5. júlí og flýg aftur út þann 25. sama mánaðar. Heilar þrjár vikur, drottinn minn dýri. Ich bin krank.

Gangan alveg pottþétt inni. Heimferð var frestað til að hitta Júlíus bróður og fjölskylduna hans sem samanstendur af Addýju mágkonu og tvíburunum þeirra. Mér skilst líka að Ólöf frænka sé að fara í Aðalvík þarna á milli, mig langar mikið til að fara með í nokkra daga. Ég er samt ekki búin að segja henni það, so keep quiet, ok?

Rosalega hlakka ég til að fara í sumarfrí!! Silfurskotta fer nú samt alveg áreiðanlega með til Íslands, og allt sem í henni er... módelforrit og allt heila klabbið. Ef maður hugsar ekkert í þrjár vikur verður heilinn orðinn að algjörum moðgraut á eftir. Það var nógu erfitt að fást við það ástand allt haustmisserið, óþarfi að gera það aftur.

Er annars á fullu þessa stundina að klára verkefnið mitt í módelkúrsinum, við ákváðum á síðustu stundu (ekki elleftu, heldur frekar svona sirka hálf eitt) að henda öllu ruslinu sem útheimti svona mikla útreikninga og fara bakdyramegin... múff. BRJÁLUÐ törn í dag. Þarf að fá mér Molly's Allnighter á CTB bráðum, það er hálfur lítri af kaffi með ferföldum espressó (vá, þyrfti ekki bara að leggja mann inn með hjartsláttartruflanir eftir svoleiðis??). Nei nei. Er líka að kljást við faxvélar og bókunarsíður, er að skrá mig á síðustu stundu á eldfjallaráðstefnu í Chile í nóvember. Helgafell skal verða heimsfrægt, hvað sem það kostar (og ég líka :Þ)!!

Engin ummæli: