Allamalla... allt að hellast yfir mann... ARG!!!!
Er búin að nota daginn í að gera fyrirlestur fyrir tíma á þriðjudaginn. Ég er ekki einu sinni að taka kúrsinn til eininga, sit bara í tímum og soga í mig vitneskju (og dotta öðru hvoru líka). Lofaði samt að halda fyrirlestur eins og hinir nemendurnir og sit núna uppi með það. En hei, það er bara gaman, og ég valdi mér efni sem krefst þess ekki að ég sökkvi mér oní efnafræði og dýnamík: Skoða greinar um púlsvirkni í möttulstróknum undir Íslandi og reyna að ákveða út frá þeim hvort að gamla hugmyndin um að Ísland hafi risið úr sæ (sem flestir jarðfræðingar eru löngu búnir að henda fyrir róða) eigi kannski við einhver rök að styðjast. Smá vísindasaga sem sagt hérna megin.
Fór í heillangan göngutúr í gær með Louise skólasystur minni. Við gengur til liðs við alveg hreint gígantískan gönguhóp hér í nágrenninu og ætlum í göngu með þeim einu sinni í mánuði. Gangan hófst í gær við Caroline (lítill bær rétt hjá Íþöku) og mun enda í október í Robert Teman State Park. Þetta er sem sagt svona serial hike, og við fáum viðurkenningu ef við löbbum alla leið! Alveg eins og hjá tannlækninum í gamla daga. Hornhimnurnar námu engan annan lit en grænan eftir labbið í gær því gengið var gegnum skóg alla leiðina. Það var gaman að komast út úr bænum og sjá fólk sem ekki lifir lífi sínu í og við og gegnum þennan blessaða háskóla sem ég er í, hins vegar töluðum við Louise svo mikið saman að við náðum ekki að kynnast neinu nýju fólki eins og meiningin var. Verðum að bæta okkur í næstu göngu!
Í kvöld, eftir smá sessjón í módelsmíðaforritinu sem er að gera mig gráhærða (ég get bara unnið í því stuttan tíma í einu, verð að passa blóðþrýstinginn sko :) , er stefnan sett á laugarsessjón í kayak. Mig langar svo svakalega að læra að kayaka og alveg sérstaklega að gera eskímóarúllu, svo ég geti farið "på padletur" á Vestfjörðum og til Grænlands og Svalbarða og á Cayuga-vatni án þess að eiga á hættu að drukkna.