fimmtudagur, maí 20, 2004
Þá er liðin þessi hálfs árs bið
og í ljós kom að Helgafell (þið vitið, þetta litla sæta við Kaldársel) er úr basalti. Við biðum sem sagt í hálft ár eftir að láta eitthvert apparat segja okkur það sem við vissum allan tímann! Nei, ekki alveg. Við vissum reyndar að Helgafell væri úr basalti en við vissum ekki alveg hundrað prósent hvort það væri þóleiít eða kannski pikrít. Sennilega ekki ankaramít (þó það sé langflottasta nafnið). Alveg áreiðanlega ekki Clintonít, því það er í fyrsta lagi steind, ekki berg, og í öðru lagi glimmer. Nú veit ég hins vegar að Helgafell er úr þóleiíti og ég segi það satt, þetta er mikill léttir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli