var haldið heima hjá honum Símoni í kvöld. Þetta er víst árlegur atburður, nema hvað þetta árið misfórst tímasetningin svona hroðalega og magnolíublómin lágu flest örend á jörðinni þegar loks var haldið upp á blómgunina. Hvað um það, fjöldi fólks mætti engu að síður í líkförina og skemmti sér hið besta. Allar veitingar voru hvítar (hvítt brauð, hvít pina colada, hvítir kleinuhringir og hvítar kókosstangir, svo eitthvað sé nefnt) og nokkrir gestanna sinntu m.a.s. tilmælum um að klæðast hvítu. Við Jason þurftum ekkert á hvítum fötum að halda, nóg að bretta upp ermarnar og sýna alabasturshvíta hand- og fótleggi.
Af vísindaiðkunum er það helst að frétta að ég leita þessa dagana logandi ljósi að augnháraplokkara (hef aldrei átt svoleiðis, sko). Svoleiðis græja er neflilega líklega hentugasta verkfærið til að plokka glimmer-flögur af kvarz-sýnum sem leiðbeinandinn minn á úr gömlu "steingervðu" jarðhitakerfi frá Trisuli-dal. Það er búið að gera alls konar galgra við þessi sýni sem segja okkur á hvaða dýpi og við hvaða hita þau (kvarzið) myndaðist og nú langar okkur að vita hvenær sýnin mynduðust. Við teljum sem sagt að glimmerið hafi myndast á sama tíma og ætlum að senda það til geislameðferðar. Brjálað gaman!!
miðvikudagur, maí 05, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli