fimmtudagur, maí 13, 2004

Leiðinleging??

Gasalega er ég að verða leiðinleg. Húki allan daginn yfir ljótu og skökku skrifborði í ofur-loftkældri skrifstofu þar sem ég les stærðfræði og hamast í biluðu líkan-forriti, án nokkurs sjáanlegs árangurs. Þetta er alveg fáránlegt. Eins gott ég verði ekki leyrð niður á morgun eða eitthvað, því þessa dagana er ekki verið að lifa lífinu eins og hver dagur væri sá síðasti. Nema þá í þeim skilningi að maður gæti hreinlega dáið úr leiðindum...

Engin ummæli: