var stunduð í gær og dag. Ég laumaði mér með bergfræðibekknum í vettvangsferð að skoða myndbreytt berg (grjót sem hefur einhverra hluta vegna komist langt niður í jörðina og bakast þar) í Adirondack-fjöllunum, ekki langt frá þar sem við útiklúbbarar fórum í kuldabolaferðina í janúar. Þetta var bara ágætt, ég hlýddi kennaranum af mikilli röggsemi yfir jöklajarðfræði nágrenni Íþöku á leiðinni úteftir og barði grjót eins og vitlaus væri í vegarkantinum í dag og náði mér þannig í góð sýni af grjóti sem aldrei sést heima á Íslandi. Þema ferðarinnar var garnet, hún Sarah er mikill garnet-aðdáandi og reyndi allt hvað hún gat til að fá hann Bob, prófessor ferðarinnar, til að fara að heimsækja (lokaða) námu lengst inni í fjallabálkinum þar sem garnet-kristallar á stærð við fótbolta liggja fyrir hunda og manna fótum. Það tókst ekki hjá henni, og í staðinn keyrðum við milli bergstála við veginn og rétt skruppum út úr bílnum til að geta lamið smá grjót. Mér telst til að lengsti göngutúr ferðarinnar hafi verið einir 80 m, svo það er ekki hægt að kvarta yfir að verið sé að píska manni út.
Gærkvöldið var voða næs. Við gistum í húsi í fjöllunum sem deildin á, hinum margfræga Bender-kofa sem hefur staðið deildarfólki til afnota, bæði fyrir skólann og í einkaerindum, gegnum árin. Við kveiktum varðeld og kjöftuðum, svo þegar fór að rigna fóru allir inn að sofa nema ég sem setti upp tjaldið í snarhasti og sofnaði svo við undirleik regndropanna. Agalega notalegt!
laugardagur, maí 01, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli