fimmtudagur, desember 30, 2004

Áramótaheitið:

Ekki draga aðra niður í svaðið svo ég geti haft það örlítið betra.

Eftir því sem kaffiáhuginn vex og ég verð fanatískari á þeim frontinum þá finn ég meira og meira skemmtilegt um kaffi á Netinu. Inn á milli er svo annað minna skemmtilegt. Sem langtímaáhugamanneskja um óréttlæti heimsins finn ég mig knúna til að benda ykkur á þetta: Útdrátt úr skýrslu fjölþjóðlegu hjálparsamtakanna Oxfam um kreppu kaffiræktenda í fátækustu löndum heims. Ég sé enga ástæðu til að efast um að það sem þarna kemur fram sé rétt enda hef ég séð sambærilega hluti í öðrum fátækum löndum.

Auðvitað er hrikalegt þegar kaffið í Bónus heldur áfram að hækka í verði og auðvitað er líka hræðilegt að allar nýlenduvörurnar, sem svo voru kallaðar þegar ég var að koma í heiminn, séu að verða svona óguðlega dýrar að við, sem erum á leið í skíðaferð til Alpanna næsta vor, höfum bara varla efni á að kaupa þær lengur. Það er hins vegar enn hræðilegra að fólk í Kólombíu, Indlandi og Nýju Gíneu sem kemst ekki í skóla og veit líklega tæpast að Alparnir séu til, þurfi að selja afurðir sínar undir kostnaðarverði því við tímum ekki að borga þeim sanngjarnt verð. Samkeppnin er buddunni okkar kannski í hag en þegar grannt er skoðað kemur jú í ljós að bændurnir í Indónesíu og þeirra líkar um allan heim eru að borga fyrir skíðaferðirnar okkar. Hvernig getur það verið okkur sjálfum í hag?

Að gera þennan heim að örlítið réttlátari stað er alveg eins mikið á þína ábyrgð og það er á ábyrgð Davíðs og Bush. Við erum löngu búin að sjá að þeir munu aldrei gera neitt í málinu svo við verðum að axla þessa ábyrgð sjálf. Eyddu nokkrum krónum auka, eins oft og þú getur, í að kaupa vörur sem þú veist að skaða engan og neyða engan til að leggjast í duftið svo þú komist til Alpanna. Það er auðvelt fyrir okkur og getur skipt öllu máli fyrir þá sem minnst eiga.

miðvikudagur, desember 29, 2004

Hljóð úr horni

Einhver undarleg hljóð berast úr kjöltu minni. Hef ekki hugmynd hvort það er Silfurskotta eða maginn á mér.

Einkunnir komnar í hús

Alveg magnað að (nánast) komin á fertugsaldurinn skuli ég enn láta þessar tölur, eða bókstafi eins og tíðkast hér, skipta svona miklu máli. Skil sumar vinkonur systur minnar í MR og öðrum menntaskólum heima mjög vel þar sem þær barma sér yfir þessum örlagaþrungnu tölum. Einkunnir sökka!!! Sænska kerfið er svo fallegt, þar sem maður fær bara náði eða náði ekki. Allir jafnir. Samt finnst mér það líka fáránlegt því ef maður stóð sig rosa vel þá fæst engin (þótt huglæg sé) umbun fyrir það. Tók einn kúrs náði/náði ekki þetta misserið, það var náttla kúrsinn sem ég fékk mína hingað til langbestu einkunn í. Þá snilld sér svo enginn. Mö.

Annars má einkunnadjöfullinn bara fara að panta kistuna bráðum. Einhvern tímann hlýtur neflilega að koma að því að kúrsum sé lokið í mínu lífi og ég geti snúið mér óskipt að rannsóknum. Mikið svaðalega verður það mikill léttir. Og þó, því þá þarf ég víst að fara að gera eitthvað upp á eigin spýtur og af eigin frumkvæði. Almáttugur.

Í fréttum er það annars helst að Eiríkur fór til læknis í dag. Viftureimin var strekkt og skipt var um víra og dót. Hann sigldi út af verkstæðinu sperrtur eins og nývaknaður hani og fullur af lífsþrótti grátbað hann mig að skutlast til NYC um áramótin. Hver gæti hafa neitað blessuðum gamla kallinum um þá bón?

þriðjudagur, desember 28, 2004

Enn i hatidarskapi

Sma milli-hatidakvedja her, med bestu thokkum fyrir mig! Eins og fram hefur komid var mikid gaman og mikid slappad af um jolin sjalf og nu hair samviskubitid (yfir ad vera ekki ad laera) vonlausa barattu um athygli mina vid baekurnar sem laeddust upp ur jolapokkunum. Er nu samt buin ad gera lesaaetlun og sitja a kaffihusi med Nicolas vini minum i tvo tima i dag. Getur madur ekki alveg fengid doktor fyrir eitthvad svoleidis??

Aramotin enn oakvedin...

laugardagur, desember 25, 2004

Svona eru jólin

þegar haldið er upp á þau í vinahópi í NYC:

Mætti til Manhattan í rútunni á Þorláksmessukvöldi. Haugarigning og rok sáu til þess að meira og minna jarða alla jólastemmingu og gaurinn aftast í rútunni, með nælonsokkabuxur á hausnum, var svo sannarlega ekki í hátíðarskapi. Hann stóð upp um leið og rútan lenti og öskraði á alla motherf***ing fávitana í rútunni að motherf***ing drullast út úr motherf***ing rútunni á motherf***ing nóinu, hann væri búinn að sitja á motherf***ing rassgatinu í 6 motherf***ing tíma... o.s. motherf***ing frv.... já, alveg sérstaklega motherf***ing heillandi ungur maður.

Hjá Ernu og Mödda var aðeins meira afslappelsi í gangi og við sváfum langt fram á aðfangadagsmorgun. Eftir bæjarrölt og smá innkaup og naggrísaaðhlynningu (fyrir vinkonu Ernu) tók við eldamennska sem í mínu tilfelli fólst í að læra að gera uppstúf (með jólahangiketinu sem var annar aðalrétturinn fyrir sitt óneitanlega curiosity value), smakka kalkúnakryddið og "leiðbeina" Ernu með brúnuðu kartöflurnar (sko, þær eru aðeins brúnari hjá mömmu...). Meðan á þessu stóð komu hinir gestirnir og rétt upp úr sex vorum við öll sest að borðum. Nokkuð vel af sér vikið, oder was?? Máltíðin stóð, með hléum til smá gjafaopnana og skemmtiatriða, til að verða sjö í morgun (enn betur af sér vikið) og núna er það bara bælið sem bíður. Pakkarnir frá fjölskyldunum heima verða opnaðir "í fyrramálið", hlakka til!! Ég vona að þið hafið öll haft það gott í gær og að jóladagurinn verði góður.

miðvikudagur, desember 22, 2004

Hángikét

Þá eru konur að fara að sjóða jólahángiketið. Ummmm....

mánudagur, desember 20, 2004

Jóla-snúningurinn

Allt á síðasta snúningi á mínum bæ eins og vanalega. Kannski ég sé skyld henni Hallveigu, hún lýsir a.m.k. mínum tímastjórnunaraðferðum í þessari færslu.

Sat til rúmlega 8 í morgun við skriftir og pælingar, fékk mér lúr í lopapeysunni og vaknaði (þó það sé nú álitamál hvort ég sé vöknuð enn...) um hádegið (ekki vera að vorkenna mér, þetta er afleiðing tímastjórnunarhæfileika minna ;)). Það var rigning þegar ég fór að sofa svo ég var nú heldur betur ánægð að vakna í skjannabjörtu herbergi. Þegar ég svo skreiddist að glugganum komu bara í ljós 5 sentimetrar af nýföllnum snjó og ekkert lát á. Mín varð nú alveg svakalega kát en brá samt þegar ég sá að skottið á honum Eiríki mínum var opið og pokarnir með jólakortunum og pðkkunum sem komust ekki í póstinn í gær að fyllast af snjó. Eins gott að ég hafði sofið í fötunum, því áður en ég vissi af var ég komin út að afstýra frekar stórslysum. Þetta fór nú vel allt saman... Mikið er ég líka fegin að snjórinn kom í dag og ekki í gær, það er ekki gaman að keyra hundruð mílna í nýföllnum snjó.

Núna er svo bara allt á fullu að klára verkefnið (svona fyrir utan smá blogg-starfsemi). Mikið svaðalega finnst mér þetta skemmtilegt, enda eins gott fyrst ég er að missa nætursvefn yfir þessu. Kannski það sé einmitt svo gaman að vaka heilu næturnar og spá og spekúlera og vera undir geðveikri pressu, einhvern veginn gengur mér alltaf best að fá hugmyndir annaðhvort þegar ég er undir svakalegri pressu (eins og núna) eða engri pressu (eins og þegar ég þarf að hanga á e-m ljótum flugvelli og bíða eftir tengifluginu í 7 klukkutíma). Allt millibilsástand (9-5 nálgunin á vísindi) er bara boring. Já, við Væla hljótum að vera skyldar!

laugardagur, desember 18, 2004

Jólablandið

Haldiði ekki bara að hún mamma hafi komið í heimsókn hingað í öppsteitið á miðvikudaginn! Ekki slæmt að fá svona jólaheimsókn, hún kom með alls konar gotterí sem við Íslendingar tengjum við jólahald og það ætla ég að taka með mér til NYC og gefa Ernu og Mödda og öðrum jólagestum þar á bæ núna á aðfangadag. Nú, þetta var ekki langt stopp hjá henni mömmu minni, hún brunaði aftur til Boston núna í hádeginu og er sennilega farin að nálgast borgina núna. Sendi henni hugheilar baráttukveðjur í umferðinni!

Var ekki mjög ánægð með amrísku póstþjónustuna núna áðan. Fór með tvo jólapakka og 35 jólakort (einungis tvö til viðtakanda í BNA) á póstinn og náði að vera 3 mínútum of sein, allt lokað. Ég ætlaði að arka út en einhver starfsmaður benti mér á póstsjálfsala sem ég gæti notað til að sinna öllum mínum erindum. Ég stóð þarna og beið í tæpan hálftíma meðan þrjár manneskjur komu af sér jólakortum og -pökkum en eitthvað fór ég nú að fá mínar efasemdir um snilld græjunnar þegar ég sá að maðurinn á undan mér var að senda kort til Englands og þurfti að kaupa eitt frímerki í einu. Eitthvað fannst mér það fáránlegt og spurði hverju sætti, fékk þau svör að það væri bara hægt að kaupa innanlandsfrímerki í heilum síðum, ekki frímerki til annarra landa. Ég ákvað því, þegar röðin kom loks að mér, að senda bara pakkana og láta kortin bíða. Fyrsta pakkanum var því vippað upp á vog og maðurinn sem hafði þann ánægjulega starfa að kenna fólki á þetta "fast. easy" apparat lítur á mig furðu lostinn og segir að ég geti bara sent pakka innanlands í þessari græju.

Þegar þarna var komið sögu var farið að síga allverulega í mína. Búin að standa þarna í hálftíma og hvergi stóð á blessaðri vélinni að hún sinnti helst einungis þörfum þeirra sem þurftu að koma dóti milli manna í this country. Ég stakk því hálfsnúðugt að manninum að það væri nú ekki úr vegi að hafa smá svona miða á græjunni að ekki væri hægt að sinna millilandapósti þarna, þar sem það gerðist nú áreiðanlega öðru hvoru að á pósthúsið kæmi fólk sem ætti samskipti við fólk í öðrum löndum. Maðurinn leit á mig sármóðgaður og svaraði mér ekki einu sinni.

Þetta er náttla lítið atvik og ómerkilegt en leiðir hugann að stærra máli: Einangrunarstefnu Bandaríkjanna. Það er oft ekki gert ráð fyrir að neinn hafi eitthvað til annarra landa að sækja. Í frímerkjasjálfsalanum í bókabúðinni hér á kampus má t.d. einungis fá frímerki til Bandaríkjanna og verðlistinn fyrir bréfapóst á sjálfsalanum sýnir bara innanlandsgjaldskrána. Það væri kannski sök sér ef þetta væri ekki í háskólabókabúð þar sem annar hver stúdent er útlendingur.

Jæja, nóg af þrasi. Er enn og aftur sest fyrir framan tölvuna niðri í skóla því ég er ekki enn búin með verkefnið í landmótunarfræði. Úps, best að drífa sig.

þriðjudagur, desember 14, 2004

sunnudagur, desember 12, 2004

Jólaþras

Hvaða árstími gæti mögulega hentað betur til nöldurs en jólatíðin?? Leyfiði mér aðeins að viðra pirringinn...

1. Pósturinn lokar kl. 1 e.hd. laugardagana tvo fyrir jól. Sunnudagana á eftir þessum laugardögum er pósthúsið lokað. LOKAÐ?!?!!?!

2. Merkimiðar á jólapakka fást HVERGI. Segist og skrifast, hvergi. Nema náttla maður kaupi e-n helv. turn úr glæru harðplasti með fjórum forljótum gjafapappírsrúllum, slaufum, borðum og enn ljótari merkimiðum innan í. Andskotans alla daga.

3. Jólakort eru skrifuð af djöflinum sjálfum hér in this country. Nokkur dæmi:

"May the season's angels watch over you and your family",
"warmest wishes for this holiday season",
"may all your wishes come true this Christmas",
"May the love, peace, and joy of Christmas be yours always",
"A time of joy. A season of peace. A year of happiness. Wishing you peace at the holidays and always".

Bíðið meðan ég æli. Hefur einhver heyrt um "Merry Christmas"????

Að öðru leyti allt í lagi. Nema náttla að aðventukransar fást ekki. Helv. heiðingjar! Splæsti í staðinn í 2x100 peru jólaljós sem núna lýsa upp stofuna á Austurströnd. Keypti líka jólapakka fyrir lítinn gæja sem býr í Danmörku og annan fyrir tvo aðeins stærri gæja sem búa í Englandi. Á enn eftir að kaupa handa lítilli dömu í Árósum. Meira alveg hreint hvað þessi börn sem ég þekki eru miklir heimshornaflakkarar. Og meira hvað það er gaman að kaupa handa þeim pakka!!!!

laugardagur, desember 11, 2004

Líf mitt - eða lack thereof

Sko, þó ég sé komin á farþegalistann til Stóru eyjunnar næsta vor er ekki þar með sagt að líf mitt sé stórkostlega spennandi akkúrat núna.

Hef eytt kveldinu í faðmi fjölskyldunnar, i.e. sjónvarpsins og Silfurskottu. Tölvupósthólfið mitt er búin að vera að safna spiki í rúmt ár og orðið tæp 300 MB að stærð, svo stórt að viðvörunarpóstarnir voru teknir að rúlla inn. Mér telst til að ég hafi eytt u.þ.b. 2600 póstum í kvöld. Geri aðrir betur.

Meðan á þessari útrýmingarherferð stóð horfði ég svo með öðru auganu á bíómynd (sem hann Mamadou, meðleigjandi minn, hló hrossahlátri yfir) og skrifaði 20 jólakort. Ágætis afköst, þannig séð.

Næsta home-improvement-verkefni: Taka til í lokrekkjunni (herbergið mitt er svo lítið að það má eiginlega varla kalla það herbergi. Frekar lokrekkju með walk-in fataskáp). Skrifa fleiri jólakort. Kaupa jólatré og aðventukrans (betra seint en aldrei).

fimmtudagur, desember 09, 2004

Ömurlegt líf háskólastúdínunnar... eða hvað?

Það lítur út fyrir að konur geti kannski orðið svoldið brúnar næsta vor. Ég á neflilega víst að vera aðstoðarkennari í lífefnafræðikúrsi á Hawai'i í apríl og maí. Ekki leiðinlegt það... brimbretti í jólagjöf, takk :)

Þetta eru svo næs fréttir að ég bara steingleymi að minnast á stærðfræðiprófið. Nú, það var langt og erfitt en það var svo sem allt í lagt vegna þess að ég áttaði mig á því í gær meðan ég var að læra að efnið er alveg bráðskemmtilegt og skal öllu kvarti um tilgangsleysi stærðfræðikúrsa nú hér með hætt. Kannski þessi uppgötvun hafi eitthvað að gera með að þetta var næstsíðasti stærðfræðikúrsinn sem ég þarf að taka hér, línulega algebran ein eftir.

En strit hversdagsins heldur auðvitað áfram þó Hawai'i-ferð sé í sjónmáli og diffurjöfnur búnar í bili. Nú tekur við tímabil mikils lesturs þar sem hver mínúta verður skipulögð, enda stærsta prófið framundan: Q-prófið ógurlega, þar sem nefndarmeðlimirnir spyrja mig spjörunum úr um allar gloppur sem þeir finna í kunnáttu minni í vísindunum. Næstu tvær námsvikur (nýtt tímajúnit, mælt í klst. af lestri og æfingum), hið minnsta, verða helgaðar efnafræði 101; ekki veitir af að reyna að rifja efnafræðina upp ef ég á svo m.a.s. að fara að kenna hana. Svo er alveg hellingur í viðbót sem má lesa sér til um; den tid, den sorg (eller glæde, kan man også si). Q-prófið verður í lok janúar og þegar dagurinn nálgast má búast við endurteknum taugaáföllum hér á þessari síðu. Þið getið farið að hlakka til strax!

miðvikudagur, desember 08, 2004

Táfýla

Sit heima við eldhúsborðið að fara yfir stærðfræðina en er í staðinn að kafna úr táfýlu meðleigjandans sem situr berfættur í hægindastólnum beint fyrir aftan mig. Ætla að ná í ilmkertið, í örvæntingarfullri tilraun til að halda lífi.

þriðjudagur, desember 07, 2004

Prof dagsins

jkkh
Aww...you are the plant of love! You are the mistletoe! You are a loving, romantic person who likes to do what is best for the one or ones you care about mostly. You are very affectionate and enjoy being close to people. You believe that love brings you together, which is a wonderful thing. You are most likely going to have a very nice and marvelous season. Your inventive mind could come up with anything interesting to do. Merry Christmas =)


What Christmas Figure Are You?
brought to you by Quizilla

og

happy
You're Mr. Happy! Good for you! :D


Which of the Mr. Men characters are you?
brought to you by Quizilla


Bara ad thad verdi svona jakvaedar nidurstodur ur profinu a fimmtudaginn...

Styttist i'dda

Staerdfraediprofid ekki a morgun heldur hinn. Druck mir die Daumen, bitte.

Annars allt vid thad sama, thannig sed. Thad snjoadi her um daginn og bradnadi strax aftur, mikid var nu gaman ad sja snjokornin falla. Hlakka svo til thegar alvoru snjorinn kemur og madur fer ad geta rennt ser a skidum og svoleidis.

Hlakka lika til a fostudaginn thegar profid er buid og fundurinn med leidbeinandanum minum er buinn og eg get med nokkud hreinni samvisku farid nidur i bae ad kaupa nokkrar litlar jolagjafir fyrir smafolk sem eg thekki og sest a kaffihus og skrifad jolakort.

Svo er von a heimsokn af Froni... iha!!!!! Endalaus tilhlokkunarefni i skammdeginu :)

laugardagur, desember 04, 2004

Misserislok og sitthvað fleira

Átvaglið allt að koma til. Get m.a.s. drukkið rótsterkt kaffi aftur og borðað eðlilegan mat. Húrra, og takk fyrir samúðarkveðjurnar :)

Þá er þriðja misseri mínu við þetta hágöfuga menntasetur í sveitinni að verða lokið. Eitt lokapróf (stærðfræði, omg), eitt eldgamalt heimaverkefni (pís off keik) sem fórst endalaust fyrir, og eitt stórt lokaverkefni (um PNG) er það sem bíður. Þó akkúrat núna sé ég í mildu stress-panik-samviskubitskasti þá ætti þetta ekki að reynast konum ofviða.

Fór í sérdeilis skemmtilegt matarboð í gærkvöldi. Það var vinur minn hann Ari úr útiklúbbnum og vinur hans, sem ég hreinlega veit ekki hvað heitir, sem buðu okkur nokkrum í mat í nýju íbúðinni þeirra við Commons (svona eins og að búa á neðanverðum Laugarveginum). Þeir eru báðir nýútskrifaðir og íbúðin er sú fyrsta sem þeir búa í aleinir (eftir 4 ár á heimavist meðan á háskólanáminu stóð). Ari eldaði spanakopitu og kjúkling fyrir okkur og gaf okkur sitt víðfræga guacamole í forrétt; allt var þetta hið besta mál og mikið gott. Eftir mat og spjall var svo haldið á nálægan bar.

Nú, húsnæðismálin eru aftur að komast í brennidepil hér á þessum bæ. Er búin að ákveða að vera ekki hér í villunni við vatnið á næsta skólaári, þetta er of langt í burtu (þ.e., brekkan er of brött) og leigan líka alltof há. Fyrrverandi verðandi leigusalinn minn, konan sem á íbúðina frægu sem ég ætlaði að búa í, hafði samband um daginn og ég get fengið þá íbúð ef ég vil, eða aðra minni í sama húsi. Er að spá hvort það væri sniðugt, en um leið held ég að það gæti verið ennþá skemmtilegra að búa í kommúnunni sem ég fór að skoða um daginn... man ekki hvort ég sagði ykkur frá henni. Kunningi minn sem býr þar sagði mér að það myndi áreiðanlega losna herbergi í mai, bara spurning hvort það verður einhver hola eða fínt herbergi. Mér sýndist stemmingin þarna vera svona svoldið eins og á heimavistinni á Svalbarða forðum daga, mikið væri ég til í eitthvað svoleiðis aftur! Svo er alltaf svo góður matur, allir elda fyrir alla á rótasjón, og að auki er hún í 1.5 mínútu göngufjarlægð frá skrifstofunni minni... Já, held að kommúnan gæti verið skemmtilegri opsjón.

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Átvagl með magapínu

Svona fer græðgin með mann. Magakveisa og vesen i fjóra daga. Það var ekkert sérlega gaman að fljúga milli heimsálfa með magapínu, niðurgang og hita sl. laugardag, hef sjaldan verið jafnrotin á faraldsfæti. Eftir stutt stopp í NYC (þar sem svefninn langi rétt náði að slá aðeins á slenið og hitann) var það svo rútuferð til Íþöku. Þegar þangað var komið var ég nú orðin aðeins brattari en svo svöng eftir ógleði og lystarleysi í tvo daga að ég hlýt að hafa virst drukkin. Sérlega sjarmó. Passa sig á salteñunum næst, muna það.

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Atvaglid

Komin aftur til La Paz og keppist vid ad belgja mig ut af boliviskum mat sem eg hef varla smakkad i 12 ar. Salteñas er án efa uppáhaldsmaturinn minn, kannski á eftir tailenskri jardhnetusosu. Stend a blistri og aetla ad drifa mig ut ad borda meira!!!

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Taka tvo - skyrsla fra Coroico

Eg veit ad eg lofadi fogrum ordum ad fara ekki aftur a Netid her i Coroico, en audvitad eru loford til thess eins ad svikja thau.

Er ad fila thetta konsept um smabaeinn i sub-tropics alveg i taetlur. Her hlaupa bornin um i rokkrinu og leika ser og syngja medan foreldrarnir spjalla a torginu og skiptast a sludri og frettum af faerd. Agalega kruttlegt allt saman, get svo svarid thad. Eg var buin ad rolta fimm hringi um torgid og tiu um baeinn og var ekki enn ordin svong, en ekki heldur ekki heldur i studi til ad lesa jardefnafraedi lengur, svo eg sa mer thann kost vaenstan ad fara a Netid. Ekki haegt ad borda kvoldmat thegar madur er ekki svangur. Svo eru lika saetustu turistarnir i baenum a netkaffihusinu, og thad hefur nu longum talist alveg asaettanleg afsokun til ad brjota loford, er thad ekki??

Hvad meira? Reyndi ad komast ad skoda husid hennar mamí fyrr i dag, hringdi nokkur simtol i vini hennar og kunningja og fann einn sem aetladi ad koma ad na i mig og keyra mig ad husinu... hann sagdist verda kominn ewftir 20 minutur og eftir taeplega 2 tima bid akvad eg ad lata planid roa. Kannski eg reyni aftur a morgun, thad vaeri nu gaman ad sja husid hennar. Thetta er vist ottalegur kofi en "minn kofi", eins og hun segir. Skiptir ekki ollu hvernig thak madur a, svo lengi sem thakid er manns eigin.

Haeglatt folk

Flateyjartiminn er fyrirbaeri sem eg var kynnt fyrir i sumar, thad hefdi alveg eins matt kalla thetta Boliviutimann. Her i Coroico i Los Yungas er a.m.k. enginn asi a neinum; hlutirnir gerast kannski og ef their gerast tha bara gerast their a sinum tima, ekkert fyrr en thad en hugsanlega seinna.

Naer paradis a jordu er sennilega erfitt ad komast. Hlytt, fjollin thakin grodri, baejartorgid litid og vel hirt og bornin saemilega hrein. Litil blom vaxa upp ur steinlogdum gotunum og husin halla ser hvort upp ad odru yfir mjo straetin. Gistiheimilid mitt er alveg faranlega odyrt (fyrir mina islensk-amerisku buddu), eg borga e-d um 11 dollara fyrir tvaer naetur i eins manns herbergi med serbadi og utsyni yfir naerliggjandi haedir og fjoll. Skammast min fyrir ad segja fra thessu: Eg pruttadi verdid nidur um heil 10 prosent! Her aetla eg ad vera fram a fimmtudagsmorgun, slappa af og reyna, ja reyna, ad lesa nokkrar greinar fyrir skolann. Og nattla njota lifsins, thad bara goes without saying.

Eitt aetla eg samt ekki ad reyna: Ad vera ollum stundum a Netinu. Her er klukkutiminn a Netinu 5 sinnum dyrari en i La Paz. Klippi thetta her og laet heyra i mer sidar.

mánudagur, nóvember 22, 2004

Hafjallafolk II

Enn i La Paz. Thessi borg er otruleg, skipulagt kaos alveg fram i fingurgoma. Goturnar eru stutfullar af alls konar almenningsbifreidum (radio-leigarar (sem madur hefur ut af fyrir sig), samansafns-leigarar (sem madur deilir med hverjum theim sem er ad fara i somu att), minibussum (yfirleitt e-d i aett vid Toyota Hiace, pikka upp farthega med adstod straks (eda stelpu) sem stendur i opinni hurdinni og kallar upp afangastadi) og Micros (litlir straetoar sem bruna a ofsahrada um alla borg og nenna sjaldnast ad stoppa svo madur verdur mjog flinkur ad hoppa ur og i a ferd... their eru lika med hrakadalli i einu horninu fyrir indjanakonurnar og -karlana sem thurfa ad hraekja koka-safanum ut ur ser adur en naestu munnfylli af laufum er trodid i bunguna a kinninni), solubasum thar sem ma kaupa nammi og fornsilfur og allt thar a milli, skopussurum sem aettu frekar ad vera i skolanum ad laera margfoldunartofluna, abudarfullum indjanakonum med kuluhatt og i 8 pilsum og gullrendur umhverfis allar framtennurnar (mikid stodutakn her i landi), betlurum fra Potosí, jakkafataklaeddum uppum med skjalatosku og einstaka fartolvutosku, ljoshaerdum turistum og logreglumonnum med kylfur og halfhladnar skammbyssur. Ekki alveg Reykjavik, nei o nei.

Hafjallafolk

Godan dag fra Borg okkar fridarfruar, th.e. La Paz. Alltaf stud i Andesfjollunum.

Til daemis ma teljast til kraftaverka ad eg hafi komist a leidarenda, til gomlu gestafjolskyldunnar minnar, med allt dotid. Strakurinn i minibussinum sem eg tok fra flugvellinum (sem er svo hatt uppi, 4010 m y.s., ad flugvelarnar thurfa tvisvar sinnum lengri bremsuvegalengd en vid sjavarmal) vidur i bae henti bakpokanum minum bara upp a toppgrind og ignoreradi algjorlega havaer motmaeli min. Hann horfdi bara a mig halfhissa, hvada hysteria thetta vaeri ad halda ad pokinn myndi fjuka af thakinu. Svo var keyrt a 100 nidur gljufurbarmana og oni bae og eg var longu buin ad afskrifa allt dotid mitt... en hid oturlega gerdist, pokinn var tharna enn thegar eg for ur fyrir utan adalposthusid i borginni.

Thadan var stutt labb a naestu "stoppistod" (svoleidis lagad thekkist ekki her, madur bara veifar til hverrar theirrar bifreidar sem er med rett skilti i framrudunni og fer uppi hvar svo sem madur er staddur tha stundina). A leidinni thangad vatt ser ad mer baejarfiflid med haug af tissjui i hendinni og benti mer a hvad eg vaeri nu ordin skitug, med sosuslettur a allri haegri hlidinni. Thad munadi engu ad eg leti blekkjast og thaegi hjalp hans thegar eg sa maukid a oxlinni en sem betur fer mundi eg i taeka tid eftir vidvorunarordum Lonely Planet-bokarinnar minnar vid svona skipulagdri glaepastarfsemi. Hreytti eg thvi i hann nokkrum vel voldum fukyrdum og hradadi mer i burtu, enn med allt dotid mitt.

Eftir thvi sem leid a daginn i gaer vard eg svo meir og meir rotinpurruleg. Vissi ekki alveg hvort thad var kvef eda flensa (sem voru byrjud ad lata a ser kraela i Pucon), threyta (samtals 6 tima svefn undangengnar tvaer naetur) eda hafjallaveiki. I morgun thegar eg vaknadi eftir m.o.m. svefnlausa nott var hafjallaveikin ordin ofan a, en eftir ad fara ut i apotek og versla fyrir half vikulaun verkamanns (verkjalyf, ofnaemislydf, solaburd, kveflosikrem, etc.) og haug af tissju og sofa svo i thrja tima i vidbot er eg nanast eins og nysleginn tuskildingur. Eg gaeti nu ekki heldur verid thekkt fyrir ad fa hafjallveiki, eg BJO nu einu sinni her i heilt ar og kenndi mer aldrei nokkurs meins.

Planid er ekki alveg tilbuid, en thad getur verid ad Drusha "systir" og Gonzalo madurinn hennar og bornin theirra tvo skrolti med mer i jeppanum theirra oni Yungas. Thau vildu olm fara oni frumskog en thad er 10 tima keyrsla og vid hofum bara 2 daga... rather pointless.

Ja, og La Paz er alltaf som vid sig. Thad ma eiginlega segja ad madur hafi ekki lifad ef madur hefur aldrei komid hingad.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Eldfjallafolk

Radstefnan hefur gengid bara vel og eg kynnti posterinn minn i morgun. Thad gekk storafallalaust og er eg bara nokkud anaegd ordin med verkid. Thad er alveg otrulega gaman ad radfaera sig vid klara folkid sem madur hittir her, enginn skortur a svoleidis. Held ad eldfjallafraedi seu miklu meira spennandi og skemmtileg en eg hef nokkru sinni gert mer grein fyrir. Nu tharf hann leidbeinandinn minn uti ad fara med mig a jardefnafraedi-radstefnu i hvelli, svo eg fai vidlika inspirasjon i theim geira og eg er ad fa her.

Sit nuna a israelsku netkaffihusi (eins og thau ykkar vita sem hafa lagst i ferdalog i fjarlaegum heimshlutum tha er a hverjum tima ca. half israelska thjodin a flakki... eda nei, eg er nattla ad ykja, en allavega einn argangur, sa sem var ad sleppa ur thriggja ara herthjonustu; th.a.l. er mikinn pening upp ur thvi ad hafa ad bua til thjonustu handa theim uti um allar trissur) i Pucon og se ad tolvurnar her eru ekki mikid betri en a hotelinu, thar er tengingin haeg en her frys bara allt med reglulegu millibili. Andskotans bommer ad vera ordin svona netvaedd...

Jaja. Hef nattla ekki hugmynd um hvad er ad gerast uti i hinum stora heimi thvi bladran her er svo thaegileg. Veit thad eitt ad islenskt nammi er gott, takk fyrir sendinguna, Disa.

Svo ad sjalfsogdu er eg farin ad hlakka til Boliviuferdar. Sem minnir mig a, eg tharf ad hringja i lidid mitt thar. Laet heyra i mer aftur fra La Paz.

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Radstefnurigning

Thad bara hellirignir i Chile. Thegar ég kom hingad a fostudagskvoldid var rigningin thvilik ad ruduthurrkurnar a leigaranum hofdu vart undan og dotid mitt var blautt i gegn a thessum tveimur sekundum sem tok ad rifa thad upp ur skottinu og henda inn a hotel. Sem betur fer stytti upp a laugardeginum thegar eg rafadi um Santiago i threytumoki en i nott byrjadi aftur ad rigna medan rutan brunadi til Vatnaheradsins og Pucon.

Herbergid var tilbuid og beid min thegar eg maetti snemma i morgun. Komst thvii sturtu og morgunmat adur en eg lagdist til svefns - svaf til 3 i eftirmiddaginn, alveg urvinda eftir taeplega thriggja daga meira og minna svefnlaust ferdalag. Mer lidur alltaf eins og eg se fimm ara aftur thegar eg er svona threytt.

Ferdin gekk annars storafallalaust fyrir sig (nema helst thegar baksynisspegill a rutu redst a mig i Kosta Rika - meira um thad sidar) og - thad mikilvaegasta - posterarnir komust hingad i heilu lagi. Eg var alveg handviss um ad mer myndi takast ad tyna theim, en nei, her eru their, i hylkinu sinu, inni a hotelherbergi. Vei!!!

Aetla ad fara ad na mer i kaffi, se ykkur sidar.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Went for it

Var að enda við að kaupa miðann til Bólivíu. Ekki aftur snúið, held ég.

Ætti ég þá að skilja svefnpokann og dýnuna eftir heima?? Eða ætli við förum í útilegu í Yungas??

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Síðasta glóran

Held ég sé alveg að tapa mér. Á eftir að gera ALLT fyrir ferðina mína og fór þá náttla í Wegman's og keypti bleikar umbúðir utan um allt snyrtidótið. Bleikt tannburstahylki, bleikt sápuhylki, bleikt tannkrem, bleikar dollur undir sjampó o.þ.h.... var í agalegum mínus þegar ég áttaði mig á að andlitskremdollan er græn, en sem betur fer er kremið bleikt... já, best að hugsa bara um svona stórmerkilega og mikilvæga hluti þegar heimaverkefni í tveimur kúrsum eru annars vegar og allt hitt líka.

Ekki enn búin að ákveða hvort Bólivía verði oná eða undir. Valkvíði, my middle name.

Bíddu, átti ég ekki að vera farin að pakka? Eða kannski að sofa?

Ríkharður Síld

... að gera barninu sínu þetta...

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Brrr....

Fyrsti í snjó, fyrsti í marri, fyrsti í frosinni bílstjórahurð. Loksins...

Ferðahugur

Þá er nú farið að styttast í ráðstefnuna stóru og ógurlega spennandi. Ég er ekki þekkt fyrir að vera skipulagðasta manneskja í heimi og undirbúningurinn fyrir ráðstefnuna er eftir því: Byrjaði í dag að huga að endurgerð veggspjaldsins góða frá vorráðstefnu Jarðfræðifélags Íslands 2003. Bæði Magnús og Hugh, samstarfsmenn mínir, sendu mér viðbætur við gamla veggspjaldið, það fer að verða svolítið krávded en líka miklu meira spennandi!

Eins og einhverjir kannski muna ætluðum við Hugh að fara í vikulanga gönguferð eftir ráðstefnuna. Honum er eitthvað illt í hnénu og segist vera að spá í að fara bara til Bólivíu í staðinn. Þvílík úrvalshugmynd! Nú er ég alveg fír og flamme að athuga með flug frá Santiago til La Paz, það væri alveg þess virði að splæsa í miða þar á milli til að geta verið hjá gömlu gestafjölskyldunni minni í nokkra daga. Tékk'á'ssu þegar ég er búin með stærðfræðina...

mánudagur, nóvember 08, 2004

Nördablogg í þetta skiptið

Sko, tölvunni minni batnaði þráðlausa sóttin. Kannski er hún Repúblíkani í laumi og fylltist endurnýjuðum lífsþrótti eftir endurkjör leiðtoga síns, a.m.k. tók Silfurskottan upp á að endurvekja tengsl sín við þráðlausar nettengingar um daginn. Þetta gerðist alveg upp úr þurru, ég sat með rakkann á kjöltunni hér heima eitt kvöldið og var eitthvað að vesenast í páverpojnt þegar lítill gluggi skýst aumingjalegur upp af slánni og segist vera að sjá einhverjar bylgjur þarna úti. Ég opnaði Netið af instínkt og next thing I know er mbl.is að fræða mig um gang kennaradeilunnar (minnist annars ekki á hana ógrátandi...). Þetta tókst Skottunni, eftir að skottulæknarnir höfðu lýst hana lost case.

En ekki er sopið kálið og allt það. Í kvöld tók ég Skottuna heim og ætlaði að fara að sörfa og þá var gamla vesenið uppi á teningnum, hún sá bylgjurnar þarna úti en vildi ekki hleypa þeim inn. Og núna kemur til kasta ykkar sem vitið meira en ég:

Ég opnaði Control panel og Administrative Tools, fór í Services og rístartaði DHCP Client og Wireless Zero Configuration, auk Remote Access Connection Manager, Remote Access Auto Connection Manager, Network Location Awareness (NLA), IPSEC Services og DNS Client. Ég hef ekki grænan Guðmund hvort þetta á allt að vera í gangi (og þaðan af síður veit ég hvað af þessu þarf að vera í gangi) en ekkert af þessu ER í gangi þegar ég ræsi tölvuna. Er ekki hægt að ræsa þetta varanlega úr e-um öðrum glugga/-um en úr Admin Tools?? Og af hverju ákveður tölvan að slökkva á þessu?

Danke für die Hilfe, meine Schätzleinchen.

Þjórsárver á heimsminjaskrá UNESCO eða frekari virkjunarframkvæmdir?

- opinn fundur um svæðisskipulag miðhálendisins í ljósi hugmynda Jack D. Ives og Roger Crofts um verndargildi Þjórsárvera.

Áhugahópur um verndun Þjórsárvera í samstarfi við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands boða til fundar í Norræna húsinu á morgun, 9. nóvember kl. 16.30-18.30.


Dagskrá:

Landslag og náttúra Þjórsárvera
Myndir Jóhanns Ísbergs

Tillaga að breyttu svæðisskipulagi miðhálendis fyrir svæðið sunnan Hofsjökuls

Óskar Bergsson formaður samvinnunefndar miðhálendis kynnir tillögur að breytingum á svæðisskipulagi miðhálendisins sem nú eru til umfjöllunar.

Þjórsárver – virkjun eða Heimsminjaskrá?
Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar kynnir mat Jacks D. Ives og Rogers Crofts á náttúruverndargildi Þjórsárvera og þeirri hugmynd að skrá verin á heimsminjaskrá UNESCO.

Jack D. Ives og Roger Crofts könnuðu náttúruverndargildi Þjórsárvera s.l. sumar á vegum Landverndar. Þeir hafa hvor um sig víðtæka alþjóðlega reynslu af náttúruverndarmálum.

Umræður

Allir velkomnir!


Barst í tölvupósti frá NSÍ

laugardagur, nóvember 06, 2004

Heiðarlegt?

Vinkona mín var í vandræðum með tölvuvinnu í dag og ég gat hvergi fundið lausn á vandanum í glósunum mínum úr GIS-kúrsinum sem ég er í þetta misserið. Ég skrifaði aðstoðarkennaranum tölvupóst, sagðist vera í GIS-vandræðum í rannsóknunum mínum, lýsti vandamálinu og bað um aðstoð. Svarið kom um hæl, hálf blaðsíða með leiðbeiningum, og hann lýsti yfir ánægju með spurninguna því þessi tækni væri einmitt á dagskrá í verklegu eftir tvær vikur.

Nú spyr ég sjálfa mig: Var það illa gert af mér að segja ekki að ég væri að spyrja fyrir hönd vinkonu minnar? Var ég að sóa laugardeginum hans í óheiðarleika minn? Er það mér til málsbóta (ef við gerum ráð fyrir að ég hefði að réttu átt að segja frá) að þetta er mjög nytsamleg tækni sem ég á án nokkurs vafa eftir að nota mörgum sinnum á næstu árum (núna þegar ég veit að hún er til)?

Ekki meira, plís

Æi, ætla þeir aldrei að hætta þessu? Framsóknarflokkurinn þarf að fara að losa sig við þessa ideé fixe sem heldur landinu í 19. aldar hugsunarhætti. Fjölbreytni er smáiðnaður, menntasetur, ferðaþjónusta, landbúnaður. Ekki stóriðja, stóriðja, stóriðja, stóriðja.

föstudagur, nóvember 05, 2004

VIRKJUN LANDS OG ÞJÓÐAR

"ÞRIÐJI LAUGARDAGSFUNDUR REYKJAVÍKURAKADEMÍUNNAR Í FUNDARRÖÐINNI, VIRKJUN LANDS OG ÞJÓÐAR VERÐUR HALDINN LAUGARDAGINN 6. NÓVEMBER.

STAÐUR: REYKJAVÍKURAKADEMÍAN JL-HÚSINU VIÐ HRINGBRAUT

STUND: KL. 12.00

Fundarefnið er UMHVERFISSIÐFRÆÐI og TÆKNIHYGGJA.

Fyrri fundirnir voru fjölsóttir og þar fóru fram heitar og athyglisverðar umræður. Meðan framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun verða æ sýnilegri, áform um fleiri virkjanir á hálendinu eru áberandi og farið að tala um álver á Norðurlandi sem varla verður hægt að útvega orku nema Jökulsá á Fjöllum verði virkjuð, er tímabært að spyrja grundvallarspurninga um virkjanamál.

Að þessu sinni er spurt: Er það skylda okkar að „nýta“ allar þær náttúruauðlindir sem til eru? Eða á náttúran einhvern rétt?

Frummælandi verður Þorvarður Árnason náttúrufræðingur sem flytur erindi er nefnist ER VIT Í VISTHVERFUM VIÐHORFUM

Á eftir stjórnar Jón Ólafsson heimspekingur og formaður ReykjavíkurAkademíunnar pallborðsumræðum þar sem meðal annarra taka þátt heimspekingarnir Sigríður Þorgeirsdóttir dósent við Háskóla Íslands og Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Vonast er eftir að leynigestur að austan komi á fundinn.

Kaffi og kleinur við vægu verði."

Barst í tölvupósti frá NSÍ



---- 0 ----



Mig langar að hvetja sem flest ykkar til að mæta, ég verð svo sannarlega þarna í anda. Við berum öll ábyrgð á að kenna stjórnmálafólki og öðrum Íslendingum að virða landið okkar.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Kanada

Heyrði af þessu í kvöld. Mér sýnist allt stefna í að það verði þörf á þjónustu sem þessari eftir þennan kosningadag...

Mér lángar

í svona.

Svalt

Ísland er flottast.

þriðjudagur, október 26, 2004

Four down, one to go

Svona er ég nú orðin ameríkaníseruð, get ekki haft titla á íslensku lengur.

Í tilefni af því að nú er ég (næstum) búin með fjögur af fimm heimadæmum í stærðfræði fyrir morgundaginn ætla ég að segja ykkur litla skemmtisögu úr hversdagslífinu hér vestan Atlantsála. Hún fjallar um mig í vinnunni, sem sagt alveg sérstaklega spennandi, áhugavert og skemmtilegt :)

Í gær var ég að föndra í litlu og ljótu forriti sem maður getur notað til að skoða loftmyndir og stafræn hæðargögn þegar maður er búinn að fá sér heilaígræðslu til að skilja frumskóginn af skráa-formöttum og fleira rugli sem þarf að kunna skil á til að nota litla ljóta forritið. Ég var búin að ryðja mér leið gegnum skrárendinga- (nei, ekki skrá (no.) rendinga (ef.)) kraðakið og búa til alls konar hausa hér og þar og var komin með fallegt stafrænt hæðarlíkan (næstum alveg eins og kort með hæðarlínum, nema bara á tölvutæku formi) af Tímor. Mig langaði mikið að losna við allt föndrið sem fylgdi því að opna allar skrárnar sem nú voru þarna saman í bróðerni á skjánum mínum og bað forritið að vera svo huggulegt að vista fyrir mig nýja skrá með öllum þessum litlu skrám saman í einni. Ekki málið, sagði forritið, og baunaði á mig nokkrum litlum gluggum með skrýtnum orðum og tölum alveg frá næstum óendanlega litlu upp í næstum óendanlega stórt. Ég bara pírði augun og ýtti jafnharðan á OK og þessir litlu gluggar hoppuðu upp á skjáinn minn. Svo byrjaði tölvan að vinna og ég hélt áfram að hlusta á Massive Attack og tala við Stephanie um kærastann sem hún var að hætta með.

Svo töluðum við og töluðum og töluðum svo aðeins meira og þurftum m.a.s. að skipta um disk einhvern tímann á leiðinni. Enn hamaðist hún Askja mín (nýja ofurtölvan sem var keypt handa mér í haust til að vinna í litlum ljótum forritum í) og eitthvað gekk þetta nú hægt hjá henni blessaðri. Ég veit að tölvur eldast upp til hópa illa en þetta var einhver bráðahrörnunarsjúkdómur sem mér sýndist vera kominn í kelluna, hún reyndi svo mikið á sig að ég gat varla skrifað tölvupóst á meðan. Loks eftir dúk og disk gafst hún upp og sagðist vera hætt þessu því það væri ekkert pláss eftir fyrir hana að skrifa skrána á. Eitthvað fannst mér það nú undarlegt því harði diskurinn í þessari elsku er 150 GB og eitthvað um 18 þar af voru í notkun áður en vinnutörnin hófst. Ég athugaði nú samt málið og viti menn, diskurinn var bara orðinn stút- og barmafullur og skráin mín, hæðarlíkanið góða af Tímor, orðið 132 GB og ekki tilbúið enn! Þetta verður nú að teljast þvílíkt afrek að við Stephanie fórum bara á barinn og skáluðum fyrir duglegu tölvunni minni og héldum áfram stelpusnakkinu okkar langt langt fram eftir.

Í morgun kom svo í ljós hvað hafði verið að gerast: Ég hafði verið að búa til hæðarlíkan af Tímor í ca. 1 m upplausn, kannski hærri, meðan að gögnin mín eru í 90 m upplausn. Það þýðir að hver pixill í gögnunum mínum varð að a.m.k. 8100 pixlum í nýju skránni! Mikið væri nú gaman að hafa gögn í svona svakalegri upplausn, þá gæti maður séð munstrið í nærbrókunum sem hún Frú Flóra var að hengja út á snúru!

Thoroughly unimpressed

Bókaði flugið mitt til Sjíle hjá expedíu.komm. Fór þangað í dag af einhverri rælni og skoðaði leiðarlýsinguna mína. Viti menn, flugið mitt til Santiago ætlaði ekkert lengra en til San José í Costa Rica og verðið enn það sama. Ekki það að ég væri ekki einhvern tímann til í að kósa mig í Costa Rica í tvær vikur, mig langar bara svolítið miklu meira á eldfjallaráðstefnuna mína.

Á leið upp á hæsta sjé hringdi ég í expedíu og talaði þar við afskaplega indæla konu sem sagði mér að ég hefði jú hringt í flugfélagið og kansellerað fluginu. Eftir mjög kröftug mótmæli frá fröken Schopka neyddist hún til að tékka á þessu og lét mig bíða á línunni í laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaannnnnnnnnnnnnggggggggggggggan tíma (sem við Adam skrifstofufélagi minn nýttum í að leita að nýju flugi handa mér í tölvunni hans og æsa okkur alveg upp úr þakinu yfir incompetans þessa helv. óskilgreinda pakks). Hún virtist á endanum hafa nýtt tímann vel því þegar hún kom aftur á línuna var hún hress og kát og sagði mér að þetta hefðu nú bara verið einhver mistök og þeir hjá Lacsa væru búnir að setja mig inn aftur. Ég þyrfti bara að hringja í þá við tækifæri til að staðfesta.

Fröken Schopka lét ekki segja sér það tvisvar og hringdi umsvifalaust í Lacsa. Aðstoðarmaður minn um þann frumskóg var afar indæll líka og sagði mér stoltur í bragði að flugið mitt til San José væri á tíma og allt í gúddí og að hann óskaði mér góðrar dvalar í Kosta Ríka. Mér rétt svo tókst að stoppa hann áður en hann lagði á mig og smeygja inn spurningu; hvenær er svo tengiflugið til Santiago?

Ekkert flug á moi til Santiago, og önnur löng bið í símanum eftir kryptískt komment frá kappanum um að honum sýndist nú sem það yrði hreinlega ekkert flogið til Sjíle þennan dag. Aftur komst ég nokkuð nálægt þrístrikaða sjéinu meðan ég beið, sá fyrir mér að þurfa að punga út þúsundkalli í viðbót og gvöð veit hvað.

Sem betur fer vann drengurinn fyrir laununum sínum og kippti þessu í lag. Hann endurnýjaði bókunina og staðfesti fyrir mig öll flugin þrjú, bæði fram og tilbaka, og m.a.s. gaf mér staðfestingarkóða á flugið frá San José til Santiago. Svo virðist sem expedia hafi bókað flugið mitt í tvennu lagi, staðfest annað og rukkað fyrir bæði.

Ég er, sem sagt, thoroughly unimpressed með expedíu. Hún selur sig hins vegar svo ódýrt að kannski má ekki við öðru búast.

mánudagur, október 25, 2004

Sköpunin og glæpir gegn mannkyni

Að hita gamalt kaffi upp í örbylgjunni og drekka það svo hlýtur að vera einhver voðalegasti glæpur sem hægt er að fremja án þess að vera send í fangelsi fyrir. En gulrótarkökusneiðin sem ég var að kaupa úti í beyglubúð er sem betur fer svo stór að ég verð líklegast farin úr kjálkaliðnum áður en ég næ að fá mér sopa af glæpakaffinu.

Merkilegt fyrirbæri sem ég hef upplifað í ca. hálfan annan mánuð á svo að segja hverju einasta ári síðan ég komst til (svokallaðs) vits: Þegar vinnan í skólanum virkilega kicks in síðla hausts og dagarnir verða um leið dimmari og styttri þá hellist yfir mig alveg yfirgengileg þörf fyrir fallega hluti og að búa eitthvað til. Ég dreg fram úr pokahorninu gömul prjónablöð, hrúga öllum kertastjökunum mínum (eða hvað það nú er sem ég á álitlegt í það og það skiptið) á eitt borð til að njóta smá overflod af einhverju sem glatt getur fegurðarskynið, hugsa upp föt sem mig langar að sauma (ég hef nb ekki komið nálægt saumavél í mörg ár) og leikrit sem mig langar að setja á svið og lög sem mig langar að syngja og bækur sem ég hef lengi ætlað að skrifa... og um leið á ég eiginlega bara að vera að lesa skólabækur og troða í mig visku. Af hverju ætli þetta sé? Er þetta heilinn að krepera á lógík, eða örvar öll rökrétta hugsunin e-ar aðrar stöðvar?

En það er náttla alveg hægt að vera kreatívur í vísindunum líka (ehemm, það er eiginlega bara ekki hægt að stunda vísindi án sköpunargáfu, svei mér þá). Held ég verði að reyna að beina orkunni þangað þó mig langi miklu miklu meira að sauma mér flottan kjól eða skrifa ljóð...

Húsfreyjan

Hérna, er hægt að hekla stroff?

sunnudagur, október 24, 2004

Fourier

Er byrjuð að læra um Fourier-raðir. Seint hefði stærðfræðikennarann minn í 3ja bekk í MR grunað að ég ætti eftir að ná þetta langt á menntabrautinni (njólinn að tarna tók mig á eintal einhvern tímann og sagði mér að það væri herfilegur misskilningur hjá mér að ætla að fara út í raunvísindi, ég ætti að einbeita mér að mýkri vísindum... ætli það sé ekki allt honum að kenna að ég varð jarðfræðingur?? Þrjóskan, þið vitið.). Ekki það að ég sé að taka Fourier í nefið neitt, en raðirnar hans eru flottar.

Óperan var ágæt. Í fyrsta þætti var aðalsaungvarinn reyndar agalega dempaður eitthvað en hann hristi það af sér eftir fyrsta hlé. Hefur kannski fengið sér engifer-te og fíkjukex, hver veit? Mikið hefur lífið nú verið einfalt og brautin bein fyrir konur á þessum tíma; allt snúist bara um eiginmanninn. Sérlega athyglisvert hvernig blessunin hún Desdemóna brást við þegar hún sá að hann Óþelló ætlaði að drepa hana: Emilía mín, hvar er brúðarkjóllinn minn? Best að vera sæmilega til höfð svona síðustu mínúturnar, ó mig auma. Vona að í hennar sporum hefði ég haft the presence of mind til að bara kála honum í staðinn... svona delar eiga náttla ekkert með að vera að láta ljúga framhjáhaldi og veseni upp á konurnar sínar og drepa þær í afbrýðisemiskasti. Fussu svei.

föstudagur, október 22, 2004

Óperan!

Er á leið í óperuna í Sýrakusu í kvöld að sjá Óþelló. Gaman gaman!

þriðjudagur, október 19, 2004

Málið komið í nefnd

Þá er doktorsgráðunefndin mín að verða tilbúin, íha! Tveir prófessorar í jarðfræðinni komnir á blað og á föstudaginn fer ég að negla þann síðasta, prófessor í jarðvegsfræðum og tölfræði. Ég ætla sem sagt, skv. eyðublaðinu sem er í útfyllingu, að verða doktor í jarðefnafræði með landmótunar- og tölfræði sem aukafög. Eins gott að ég lét ekki undan þrýstingi að taka efnafræði eða stærðfræði til hliðar, þá væri ég nú bara á leið í gröfina.

Líst bara vel á þetta. Það hjálpaði líka mikið að tala við þessi tvö prófessör sem ég talaði við í dag, þau sjá skóginn þar sem ég sé bara tré og þau sýndu mér þennan skóg sem ég var að lýsa fyrir þeim án þess að vita það. Schön.

mánudagur, október 18, 2004

Íslenski dagurinn

Íslenskt veður þarna úti - dumbungur og grátt. Logn og þurrt en það rignir laufblöðum, rauðum og gulum og brúnum.

Mér var sagt áðan að ég væri svo íslensk í dag. Kannski þad sé H&M pilsið mitt sem gerir það? Já, og Camper stígvélin? Íslenskt, einmitt.

Dró meðleigjendur mína með mér á forsýningu á Alfie i gær og var minnt á hvað evrópskir karlmenn hafa milljón sinnum betri fatasmekk en bandarískir kynbræður þeirra. Myndin er fín og Jude alltaf sætastur.

föstudagur, október 15, 2004

Önnur helgi

Djö.. líður tíminn hratt. Strax komin næsta helgi, svei mér þá. Ætla ekki að fara að þramma um fjöll (hvað þá firnindi) þessa helgina heldur hósta grillveislu fyrir skandinavíska klúbbinn annað kvöld. Það væri nú ágætt ef rigningin sem hefur vökvað bæinn undanfarna tvo daga myndi draga sig í hlé svona rétt á meðan pulsurnar hitna.

Annars allt með kyrrum kjörum. Nema náttla að einhver andskoti komst í Silfurskottu mína og núna þarf ég að strauja harða diskinn. Viðgerðarmennirnir bara klóra sér í hausnum og segja mér að þessu sé ekki viðbjargandi, nettengingarnar eru allar úr lagi og verða bara verri og verri. Merkilegt.

Svo rakst ég á þessi skrif vinkonu minnar í NYC um daginn. Endilega kíkið á þetta, sniðugar pælingar.

þriðjudagur, október 12, 2004

Jóhó!

Mín bara alveg eins og dívan:

You are Lili St. Cyr!
You're Lili St. Cyr!


What Classic Pin-Up Are You?
brought to you by Quizilla

mánudagur, október 11, 2004

Skólabækur? Ha? Hvað er það??

Var ég búin að segja ykkur frá þessari? Las hana um daginn og var mjög hrifin. Takk, pabbi og Sigga!

Fann svo þessa á tilboðsborði í kampus-bókabúðinni fyrir löngu síðan. Líklega fyrsta sinn sem ég hef þurft að þræla mér í gegnum bók af þessum toga á þrjóskunni einni saman. Hún er ömurleg, fjallar bara um höfundinn að vera skíthræddur í fallegum firði í Alaska. Ekki meira svona, takk.

Er núna að lesa Toni Morrison, n.t.t. þessa hér. Hún er góð á sinn hátt en mjög dimm og lífið vont við alla sem við sögu koma. Ekki beinlínis bókin sem ég myndi hafa með mér á eyðieyju en fín til að losna við fyrstu einkenni sjálfsvorkunnar í daglega lífinu.

Önnur sem ég las nýlega er þessi klassík úr fjallalitteratúr. Fékk hana lánaða hjá Ernu og Mödda og þarf að drífa mig að skila henni. Þau lánuðu mér líka þessa hér, sem er aðeins meira módern og meira og minna alveg frábær, eins og við er að búast af Jon Krakauer.

Helgin, já

Góð helgi. Núna er haustfrí hér í Cornell og þ.a.l. ekki hægt að húka í bænum (þó við grad stúdentarnir séum tæknilega ekkert í meira fríi en venjulega). Skellti mér þess vegna í tveggja daga gönguferð (gaurarnir á þessum myndum voru svo sniðugir að fara einhvern tímann í akkúrat sömu gönguferðina og við fórum í um helgina, svo ég bara linka á þeirra myndir af því ég tók engar sjálf. Þeir m.a.s. tjölduðu á sama stað og við!) í Catskill-fjöllunum með 5 öðrum grad stúdentum og skemmti mér vel.

Þetta var alveg heljarinnar labb. Á laugardeginum gengum við ekki nema ca. 6 km (sem voru reyndar allir upp í móti og berandi fullhlaðna bakpoka) en á sunnudeginum gengum við ca. 13 mílur, sem mun gera ca. 21 km. Á þeirri leið gengum við á þrjú fjöll og þar með bæði upp og niður ægilega brattar brekkur sem voru alveg að gera út af við hnén á okkur undir lokin. Svona erum við nú orðin gömul... Veðrið á laugardeginum var frábært, sól og dáldið hlýtt og þar með gott útsýni, og á sunnudeginum var veðrið svo aftur frábært en í það skiptið frábært til svona göngu; það var skýjað og svolítið kalt og öðruhvoru kom smá rigningarúði. Mjög notalegt. Reyndar sáum við ekki mikið af rómuðu útsýninu út af lágum skýjunum en skógurinn og grjótið undir skóginum var svo fallegt að útsýnismissirinn gerði ekki mikið til. Göngunni lauk í kolsvartamyrkri um 8-leytið í gærkveldi og eftir pizzu á þorpskránni keyrðum við til baka til Íþöku. Stórfínt frí.

föstudagur, október 08, 2004

Helgin

Aftur kappræður í kvöld, ætli maður fylgist ekki með þeim fyrst að í þetta skiptið á að tala um eitthvað annað en Saddam og Írak og hið illa. Er orðin mikið þreytt á þeirri umræðu hér í Paradísarríkjum N-Ameríku sem allar þjóðir vilja, eins og flestir Paradísarríkjamenn vita, ólmar líkjast.

Leigusalarnir okkar tóku allt úr garðinum um daginn nema nokkra götótta sólstóla. Grillið, kayakinn, smíðajárns"borðstofu"settið... alles ist weg og það þótt enn sé 20 stiga hiti dag eftir dag og kuldaboli varla mættur, hvað þá snjór og viðlíka. Ég hringdi í aðra þeirra í gær og kvartaði í heilt kortér yfir þessu. Hún bar fyrir sig ferðalagi sem þær stöllur eru að fara í í nóvember, það er jú aldrei að vita nema fyrsti snjórinn nái að falla einhvern tímann áður en þær koma aftur í lok nóvember. Ich habe nicht gewusst wohin ich gehen wollte (útleggst: Ég vissi ekki hvert ég ætlaði), það er heill mánuður þangað til þær fara og þ.a.l. nákvæmlega ENGIN ástæða til að rífa allt dótið í burtu strax! Á endanum samþykktu kellurnar að leyfa okkur að sækja dótið aftur (allt nema smíðajárnsborðið), til að hafa okkur góð. Mikið gasalega varð ég glöð :), jafnglöð og ég hafði orðið pirruð áður, og nú stendur aftur til að halda grillveislu fyrir skandínavana í Íþöku um næstu helgi.

fimmtudagur, október 07, 2004

miðvikudagur, október 06, 2004

Jaðrakan í Fljótum

Þessi frétt sendi mig beint inn á Nature-vefinn. Einn höfunda greinarinnar um ratvísi íslenskra jaðrakana er T. Sigurbjörnsson, til heimilis að "Langhús, Fljót 570, Iceland". Mér finnst alveg svakalega smart að eiga grein í virtasta náttúruvísindatímariti okkar tíma og vera ekki frá æðri menntastofnun. Go, Mr. T!

Annars fannst mér fyrirsögn Moggans nokkuð merkileg: Vísindamenn agndofa yfir ratvísi íslenskra jaðrakana. Ætli þessir ratvísu jaðrakanir hafi sérlega sterka þjóðerniskennd? Af hverju skyldu þeir ekki vera breskir??

Gamall vinur mættur

Loksins er orðið kalt í Íþöku og mér líður eins og gamall vinur sé mættur. Hjólaði heim í kvöld í tveimur ullarpeysum, það er ekkert þægilegra en að vera eins og rúllupylsa í mörgum lögum af hnausþykkum peysum. Sérstaklega þegar kóngabláa álfahúfan er á kollinum. Hún vakti mikla athygli í kvöld og sitt sýndist hverjum, hvort ég liti út eins og geimvera eða strumpur með hana á hausnum.

Sá eldgamla film noir-klassík í kvöld með Leticiu vinkonu. Mjög fyndið.

þriðjudagur, október 05, 2004

Á að halda upp á lífið eða dauðann?

Í sunnudagsútgáfu The New York Times eru ekki minningargreinar um látið fólk heldur tilkynningar um brúðkaup sprelllifandi og hamningusamra karla og kvenna. Tilkynningin er ekki örlítil flís með nöfnum brúðhjónanna og mynd, birt hálfu ári eftir atburðinn (eins og tíðkast í Mogganum), heldur nokkuð ítarleg úttekt á fjölskylduhögum, menntun og starfsferli parsins auk myndar, ef vill, og jafnvel smá sögu um hvernig þau kynntust og í gegnum hvers lags eldskírnir þau þurftu að ganga áður en altarið komst í sjónmál.

Þetta finnst mér alveg agalega krúttlegt. Auðvitað má deila um það hvað einkalíf annars fólks á mikið erindi við almenning en með sömu rökum má líka skjóta minningargreinar beint niður í gröfina. Mér finnst skemmtilegra og meira upplífgandi að lesa um 68 ára gömlu konuna sem kolféll fyrir 72 ára gamla kallinum sínum þegar hún fyrst leit hann augum (á efra dekkinu á skemmtiferðaskipinu sem sigldi með þau um firði Alaska fyrir þremur árum) heldur en að lesa um þetta fólk þegar það er dáið.

Mæli með að við tökum upp á svona siðum á Íslandi og förum þar með að halda aðeins meira upp á lífið og aðeins minna upp á dauðann.

mánudagur, október 04, 2004

Dugleg!

Ég er mikill snillingur:



Nú hefur mér neflilega tekist að læra að varpa stafrænum kortum til og frá milli landfræðilegra hnita og "varpaðra" hnita og þar með að láta tvö mismunandi kort smella saman eins og flís við rass. Schnillingur, og ekkert annað!

Þjóðarmorð

Hvað eiga nasistar, Ku Klux Klan og konur sem fara í fóstureyðingu sameiginlegt?

Jú, öll stunda þau þjóðarmorð.

Eða svo segja konur sem standa á aðaltorginu hér á háskólasvæðinu og bera spjöld þessa efnis. Máli sínu til stuðnings sýna þær myndir af gyðingum í fjöldagröfum, blökkumönnum hangandi í trjám og 12 vikna gömlum sundurtættum fóstrum.

Ef ég væri blökkukona eða afkomandi fólks sem lifði af helförina myndi ég segja þessum kellum að skammast sín. Mest myndi mig samt langa að vita hvort einhver þeirra myndi virkilega frekar vilja deyja á meðgöngu ef hún yrði lífshættulega veik út af óléttunni heldur en að láta eyða fóstrinu.

Og svo er allt í lagi að stunda dauðarefsingar, líka á ósakhæfu fólki og unglingum...

föstudagur, október 01, 2004

Jarðfræðiferð og skrýtileikinn í kýrhausnum

Þá á nú að fara að jarðfræðast um helgina í Hudson-dalnum. Tek jarðfræðihamarinn góða með, aldrei að vita að hvaða notum hann getur komið *evil grin*

Fór í fyrra skyndipróf misserisins í stærðfræði í gær. Mér fannst það ganga merkilega vel. Veit ekki hvort það þýðir að ég kunni nógu lítið til að vita ekki hvað ég kann lítið eða hvort ég kunni nóg til að virkilega ganga vel. Kemur í ljós.

Fór í húsvermiteiti til kunningjakonu minnar eftir prófið. Við eigum það sameiginlegt að hafa báðar, á mismunandi tímum þó, deitað sama manninn. Ég skilaði honum á sínum tíma tilbaka til hennar því hún hékk yfir okkur öllum stundum. Núna er hann búinn að skila henni, aftur, og fór að reyna við mig, aftur. Í húsinu hennar! Það er ekki í lagi með fólk, ég sver það.

miðvikudagur, september 29, 2004

Nammi namm

Gasalega eigum eg og hinar stelpurnar sem erum i GIS-tima nuna gott. Her er kominn bokasafnsfraedingur til ad segja okkur fra gagnasafninu sem vid erum ad fara ad nota og thad er ekkert odruvisi en ad madurinn er guddomlegur. Meira svona, takk!

(svo er nattla alltaf sens ad smekk minum hafi hrakad svona mikid eftir langdvalir i landi sjabbiismans... kvur veit?!?!)

þriðjudagur, september 28, 2004

Where it´s at!

Var hér að skipta á skjálftamælunum þegar þessi reið yfir.

Oft má satt kyrrt liggja...

... en ekki núna:

'...did I say that I loathe you?
did I say that I want to
leave it all behind?'

frá Damien

mánudagur, september 27, 2004

Atburðir við vatn

Kannski ekki allir lesendur mínir sem hafa lesið þennan úrvalsþryller. Mæli með honum.

Mín útgáfa er öllu stilltari. Við vorum að fá keibel og ródrönner í húsið við vatnið, þannig að núna er hægt að glápa hér á amrískar sápur daginn út og inn og vera að sörfa á Netinu um leið. Mikil er nú dýrð nútímamenningar.

laugardagur, september 25, 2004

Speki dagsins

53. Lítilla sanda
lítilla sæva
lítil eru geð guma.
Því at allir menn
urðu-t jafnspakir;
half er öld hvar.

sem útleggst sem:

53. Little the sand if little the seas,
little are minds of men,
for ne'er in the world were all equally wise,
'tis shared by the fools and the sage.

í boði Hávamála

föstudagur, september 24, 2004

Blumenstrauss

Seit dem Anfang des Jahrhunderts hat mir niemand - NIEMAND - Blumen geschenkt. Dass geht natürlich nicht, ins besonders wenn man ein dreizig-jähriges Mädel ist. Habe mir deshalb heute selbst einen riesigen Blumenstrauss gekauft. Es war schon höchste Zeit.

Bumper stickers

Aftan á vörubíl sem var fyrir framan mig á leiðinni til baka frá Maryland á sunnudaginn var límmiði sem á stóð:

It's not a choice
It's a child


Fyrst manninum er svona annt um líf nokkurra frumna (sem per se er hið besta mál) er það væntanlega bara tímaspursmál hvenær hann setur næsta límmiða aftan á trukkinn sinn:

He's not just a criminal
He's a human being


Eða hvað??

Vá!

Nepalirnir koma á óvart. Greinilega duglegir femínistar þar.

miðvikudagur, september 22, 2004

Schönen guten Tag

Werde heute auf Deutsch bloggen, bin dazu von einem Blog-Nachbar aufgefordert worden . Finde es richtig schwierig mit den deutschen Schlüßel-tisch zu arbeiten, muß ich sagen. Werde deshalb heute nicht viel bloggen. Daß hier ist deshalb nur ein Beispil von dem, was später kommen wird... *ominous music in Background*

föstudagur, september 17, 2004

Wer möchte, darf gerne ein Idiot sein

Það er sko lítið mál að vera idjót í Amríku.

Góða helgi annars, ég ætla að eyða minni í Maryland.

fimmtudagur, september 16, 2004

Alltaf svoldið sein...

svona kannski eins og liðið fyrir austan. Betra samt seint en aldrei sem er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég sá báðar Kill Bill-myndirnar í síðustu viku. Þvílík snilld, maður lifandi. Ég átti von á bara ælu í poka og mindless ofbeldi, svo bara blasir við mér tær snilld sem varð betri með hverri mínútunni sem leið. Auðvitað (sem er ekkert auðvitað, reyndar) var sú seinni betri en sú fyrri, miklu betri reyndar. SNILLD!!! Jahá.

Flytjimenn

Í dag skilst mér að mín kosmíska systir, hún Stína, og hennar klan sé að flytja búferlum til Englands. Gangi ykkur vel, ég hugsa til ykkar!

2 sóttu um áliðnabraut á Neskaupstað

"Fram kom í fréttum ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að aðeins 2 nemendur skráðu sig í haust á nýja námsbraut áliðna sem sett var upp í fyrra við Verkmenntaskóla Austurlands.

Í upphafi var fjöldi nemenda verið 15 en þeim fækkaði niður í 8 og í haust sóttu bara 2 um.

Starfsnám áliðna Verkmenntaskóla Austurlands var stofnuð með samningi skólans og menntamálaráðuneytisins. Einnig eiga Alcoa og Bechtel (fyrirtækið sem byggir álverið fyrir Alcoa) aðild að verkefninu.

Ekki er ljóst hvað veldur skorti á áliðnaðar-áhuga unga fólksins"

Stolið kinnroðalaust úr tölvupósti frá NSÍ

þriðjudagur, september 14, 2004

Latínan mín gamla og góða

"Filii agricolae a villa absunt"

"Ab insula abestis"

Lára systir er í latínu í MR og MSN Messenger plús þessi hjálpa til við heimalærdóminn.

Ég elska latínu.

mánudagur, september 13, 2004

Overheard at the Dinosaur BBQ:

Lady1: So, if you guys wanna try these shrimps, just grab a bite, ok?

Lady2: Oh, thanks. And you know, this Cuban chicken thing is great, you're all welcome to try it too if you like.

Lady3: Great. But if you want to try a pork BBQ sandwich, go buy your own, ok?!

sunnudagur, september 12, 2004

Svaka skrall

Jaha, thetta vard eitt allsherjar skrall hja okkur i gaer. Maetingin var agaet, eitthvad milli 30 og 40 manns i allt letu sja sig. Flestir maettu i seinna lagi svo til ad byrja med var thetta eins og rolegt fjolskyldubod en um leid og tok ad skyggja og grillid var sett a fullt tha faerdist meira lif i tuskurnar. Thegar allir voru bunir ad borda baedi forretti, adalretti og eftirretti nadi eg i hakarlinn (eins og godum Islendingi saemir) og allir vidstaddir fengu ser ad smakka (sumir med meiri ohljodum en adrir). Audvitad fylgdi brennivin med og hvorki meira ne minna en heill peli hvarf tharna ofan i mannskapinn. Medleigjandi minn doktorinn var nu reyndar abyrgur fyrir megninu af theirri drykkju, hann vildi ekki fyrir nokkurn mun smakka hakarlinn en fekk eitt staup af brennivini hinum til samlaetis og fannst thad svo gott ad hann hrifsadi af mer floskuna og tok nokkra gulsopa, svona ca. halfa floskuna! Thad tharf varla ad taka fram ad thar med voru orlog hans thad kvoldid radin og nokkrum minutum sidar baru vinir hans hann inn i rum. Eg er hins vegar ordin svo svol i hakarlsatinu ad eg fekk mer heila fjora bita og fannst their allis jafngodir. Thad er af sem adur var thegar eg kugadist vid thad eitt ad sja hakarlskrukku. Held eg thurfi ad fara til laeknis ut af thessu.

I dag svaf eg svo til hadegis og neyddist tha til ad fara a faetur til ad koma i veg fyrir hungurdauda. Vidstaddir i gaer komu neflilega med alveg otrulega litinn mat med ser og vid gestgjafarnir thurftum ad fodra gestina a thvi litla sem til var i kotinu af pulsum og alika. Vid forum thvi ekki sodd i hattinn i gaer, sem verdur ad teljast ansi merkilegt fyrir svona potluck-party i Amriku. Kannski halda allir ad vid thrju seum laumumillar fyrst vid buum svona fint???

föstudagur, september 10, 2004

Gjaldkeri

Let hafa mig ut i ad vera gjaldkeri Skandinaviu-klubbsins her vid Cornell. Spurning um ad skella ser bara til Brasiliu fyrir peningana?!?!

fimmtudagur, september 09, 2004

Afturhvarf til fortíðar

Hef verið að velta fyrir mér hvort ég ætti að blogga á ensku. Þessi ágæti bloggur byrjaði jú á ensgu...

miðvikudagur, september 08, 2004

Allir vinir og velunnarar velkomnir

Við í strandvillunni við Cayuga-vatn will be hosting a housewarming-defense celebration potluck garden party this coming Saturday, September 11th (vona við verðum ekki rekin úr landi), at 4 pm.

Who are we? Basant, our Indian motorcycle buff, who defended his Ph.D. thesis in theoretical and applied mechanics on Wednesday and thinks a Cayuga lake holiday resort is a better name for our house, Annalisa, our Italian biologist who thinks Americans work too hard and deserve more parties than they throw, and Herdis, yours truly from Iceland, who is still getting used to the sight of sooooooooo many trees outside her living room window (more than all the trees in Iceland combined??).

Where do we live? As said: í strandvillunni við Cayuga-vatn. No parking is possible at the house and is somewhat limited at the marina, so try to carpool.

What should you bring? Ok, so there is a grill in the backyard, feel free to bring any grillables you'd like. We will provide some salads and snacks, plus some beverages. However, more of practically anything can't hurt.

Unexpected bonuses: We live on the lake and if you're in the mood for a swim you're welcome to dip in. Just bring your swimsuits and a towel!

þriðjudagur, september 07, 2004

Hvar eru gleraugun mín?

Er alveg að verða eins og utangátta prófessor. Sendi Jen, Fulbright-kontaktinum mínum í NYC, eyðublað til undirritunar og tók ekki eftir því að hún var þegar búin að undirrita það. Fékk tölvupóst frá henni í dag þar sem hún spurði af hverju ég hefði eiginlega verið að senda henni eyðublaðið...

laugardagur, september 04, 2004

Til hamingju!!

Hann pabbi á afmæli í dag, mig langar að óska honum alveg hjartanlega til hamingju hér á þessum opinbera vettvangi áður en ég dríf mig heim að klára að pakka gjöfinni hans inn (ég passaði mig að kaupa hana löngu fyrir stóra daginn, svo gleymdi ég náttla alltaf að senda hana) og gá hvort hann svari símanum!

Svar óskast:

Hefur eitthvað verið þýtt á íslensku eftir bandaríska náttúruverndarfrömuðinn Edward Abbey? Nýverið las ég eftir hann bók sem heitir Desert Solitaire, sú bók ætti að vera skyldulesning öllum þingmönnum, sveitarstjórum, verkfræðingum og hagfræðingum heimsins og þó sérstaklega Íslands.

Hef ég ekki bloggað þetta áður? Það er eins og mig minni það. Ekki að það skipti öllu máli, því sjaldan er góð vísa of oft kveðin og þessi vísa er svo sannarlega góð!

Þessa, meðal annars, saknar Herdís

1. Fjallasýnin á Möðrudal eins og hún blasti við úr kaffistofunni bak við afgreiðsluborðið í Fjallakaffi. Bragakaffi á köflóttum Thermos-brúsa og kleinur, gestabókin eins og beinakerlingar fyrri alda á borðinu. Ómetanlegt afdrep leiðsögukonu og bílstjóra til að fylgjast með ferðum starfsbræðra og -systra.

2. Útsýnið til austurs af hábungu Pettermann-jökulsins á Svalbarða á heiðskírum sólbjörtum degi í mars. Næst okkur er púðursnjór á jöklinum, svo djúpur að það er eins og að keyra ofan í skurði, aðeins fjær hverfur jökullinn fram af sjálfum sér ofan í sjóinn í háum ísklettum, svo tekur við hafísinn nánast eins langt og augað eygir uns Barentseyja rís snævi þakin upp úr jakahrönninni handan Storfjorden. Yfir öllu vakir fullt tungl og nálægðin við eilífðina úti í geimnum er algjör.

3. Eldhúsið í gamla kvennaskólanum sem nú hýsir kaffihús og minjagripaverslun að Glaumbæ í Skagafirði. Í þessu eldhúsi fengum við leiðsögukonur og bílstjórarnir alltaf kaffi og með því, uppvörtuð af madömmulegum konum í gamaldags kjólum og með bryddaðar svuntur. Á snúrum yfir borðinu héngu ullarvettlingar og leistar eins og til þerris.

4. Sænautasel. Kom þangað bara einu sinni, en fannst ég vera meira "á Íslandi" en nokkru sinni fyrr eða síðar. Nema kannski þá helst þegar ég stóð við lónið í Grímsvötnum snemmsumars í fyrra. Lífsbaráttan í hnotskurn.

föstudagur, september 03, 2004

Brandari dagsins:

Náttúruvernd á Íslandi.

Af hverju er verið að stofna þjóðgarða og verndarsvæði á Íslandi? Jú, væntanlega til að byggja hraðbrautir gegnum garðana og opna námur á verndarsvæðunum og byggja stíflur, þvert ofan í allar tilskipanir um vernd. Eitthvað verða þessi möppudýr að hafa að gera, afturkalla lög og reglugerðir og brjóta lögin sem þau sjálf setja.

miðvikudagur, september 01, 2004

Bankasiðferði

Nýverið sagði ég mig úr Landsbankanum vegna afskipta hans af Kárahnjúkavirkjun (LÍ tekur þátt í að veita Landsvirkjun gríðarlegt veltulán til framkvæmdanna) og gekk til liðs við SPRON; smæð þess banka veitir þeim ekki svigrúm til að standa í svona stórræðum. Um leið og ég skipti sendi ég stjórnendum beggja bankanna bréf og útskýrði gjörðir mínar. Í gær barst mér svar frá formanni framkvæmdastjórnar SPRON. Gaman að því, jafnvel þó hann hafi ekki lofað mér því að SPRON myndi aldrei fara út í svona stuðning eins og ég sagðist vona í bréfi mínu. Enn hef ég ekki heyrt frá Landsbankanum, ætli þeir taki brotthvarf mitt ekkert nærri sér?!?

mánudagur, ágúst 30, 2004

Bíkíníhúsið

Það held ég nú hann nýi meðleigjandi minn, indverskur nýbakaður doktor í stærðfræði, hafi dottið í lukkupottinn á laugardaginn þegar hann kom að skoða húsið. Leigusalinn hún Matty var neflilega ekki að hafa fyrir að hringja á undan sér og beið ekki heldur eftir svari þegar hún barði að dyrum heldur bara óð inn. Ég sat í sakleysi mínu í sófanum í stofunni að borða morgunmat og var í bíkíníi einu fata, enda var heitt og mollulegt og ég á leið út á kayak. Þau stormuðu inn í stofu og þegar Matty sá klæðaleysið á mér varð hún alveg miður sín, en sá indverski brosti út undir eyru eins og barn í dótabúð.

Sem betur fer var handklæði á borðinu, ég vafði því um mittið og heilsaði þeim áður en ég stökk upp í herbergi og náði í bol. Matty baðst innilega afsökunar en brosið var alveg límt á þann indverska. Það þarf ekkert að taka fram að drengurinn tók herbergið (mér finnst ég ætti að fá þennan afslátt sem um var talað...) og síðan þá höfum við kvenpersónurnar í íbúðinni reynt að vera kappklæddar öllum stundum. Hann hins vegar hefur haldið að hann væri fluttur inn í nektarnýlendu eða eitthvað álíka því fyrsta morguninn kom hann hálfber út eftir sturtuna.

Annars gæti það verið hið besta mál að hafa drenginn þarna, hann hefur neflilega kennt stærðfræðikúrsinn sem ég er að taka. Aukakennsla við hendina á hverjum degi. Nicht schlecht.

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Arnon-inn í lífi mínu

Hann Arnon vinur minn frá Ísrael hringdi áðan og við töluðum saman í tvo og hálfan tíma. Við hefðum alveg áreiðanlega getað talað saman í aðra tvo og hálfan tíma í viðbót en það hefði sett mömmu hans endanlega á hausinn. Arnon er án efa ein almerkilegasta manneskja sem ég hef kynnst og það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til hans og hvað hann sé að gera. Eftir að tala við hann í tíu mínútur hef ég nóg hugsanafóður fyrir næstu vikuna, svo þið getið ímyndað ykkur hvort ég hafi ekki um nóg að hugsa fram að jólum eftir maraþonsímtalið í dag! Kannski hef ég algjörlega rangt fyrir mér hér en ég gæti trúað að ég sé alveg sérstakrar og sjaldgæfrar gæfu aðnjótandi að hafa kynnst einhverjum eins og honum. Hann er stöðug áskorun og heldur mér stöðugt á brún hengiflugsins svo að segja. Þegar ég tala við hann þarf ég stöðugt að endurskoða sjálfa mig, skoðanir mínar og það sem ég trúi á; ekki vegna þess að hann sé að reyna að brjóta mig niður heldur vegna þess að hann kemur mér til að hugsa um allt á nýjan hátt. Mér skilst að ég hafi svipuð áhrif á hann. Eftir hverjar samræður við hann finnst mér ég hafa stækkað og orðið meiri manneskja. Þetta getur tekið mikið á en er allrar vinnunnar fyllilega virði.

laugardagur, ágúst 28, 2004

Eignarnám

Hvernig er það, hafa stjórnvöld á Íslandi óskoraðan rétt til að taka land sem þau girnast til einhverra (oftast, eins og reynslan sýnir, katastrófískra) hluta eignarnámi? Er möguleiki fyrir einstakling eða félagasamtök að friða land á þann hátt að stjórnvöld geti ekki hróflað við því? Hér í USA og víðar, t.d. í Chile, hafa náttúruverndarsamtök og einstaklingar keypt land og gefið til friðunar... ég hefði mikinn áhuga á að sjá slíkt gerast á Íslandi en grunar að ríkið geti bara gert allt upptækt sem þeim þóknast. Þekkir einhver inn á þetta??

Rigning og sitthvað fleira

Já, þá kom regnið. Það var alveg rosalega heitt og mollulegt hér í gær, alla nótt og fyrripart dagsins í dag. Svo þegar ég var komin 100 m frá heimili mínu, hjólandi á hlýrabol og stuttbuxum, byrjaði demban og á innan við fimm mínútum hafði rignt svo svaðalega að vatnið frussaðist UPP ÚR niðurföllunum. Þetta var nú bara gaman, ég varð holdvot og allt í bakpokanum líka en þetta þornar nú bara. Ég náði að fara út á kayak í morgun áður en regnið og þrumurnar komu, en ég var hins vegar of þreytt eftir mollulega andvökunótt til að fara og hjálpa til við þríþraut útiklúbbsins eins og ég var búin að lofa að gera.

föstudagur, ágúst 27, 2004

Í skólanum, í skólanum

gæti verið skemmtilegt að vera. Er sem sagt byrjuð, ekki á fullu (er náttla of löt til þess) en byrjuð samt. Aðaláhyggjuefnið er hvernig ég eigi að fara að því að vera á tveimur stöðum í einu, fyrirlestrarnir í landmótunarfræðinni (skrifaði næstum landmátun, sem er náttla eitthvað allt annað og líklega óuppfundið) og GYS-inu eru á nákvæmlega sama tíma. Hvað halda þessir planleggjarar eiginlega að maður sé??? Nú, svo er það enn einn diffurjöfnu-kúrs, halelúja.

Svo bara bartý partý í kvöld. Einn prófessorinn hér er að halda sitt árlega velkomin-sundlaugar- og grillboð fyrir nýju grad nemana, engum dettur í hug að mæta með bíkíníið og spranga á því frammi fyrir öllum þessum gömlu og feitu köllum en maturinn er ókeypis og þ.a.l. verður maður eiginlega að mæta. Svo ætla ég að forða mér snemma og halda í Íslendingapartý og lauma hákarlinum og brennivíninu með.

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Hollendingurinn fljúgandi

Hann Tomek vinur minn er á leiðinni frá NYC til Hollands í næstu viku og ætlar að reyna að fá að stoppa í einn dag á Íslandi. Hann er alveg yndisleg manneskja og ég á eftir að sakna hans mikið. Dagurinn sem hann verður á Íslandi er 6. september, og ef einhver lesenda minna hefur ekkert að gera þann dag og langar að taka þennan vin minn undir sinn verndarvæng, kannski sýna honum Bláa Lónið eða lóðsa hann um miðbæ Reykjavíkur, þá má viðkomandi endilega hafa samband við mig (annaðhvort á hottmeilinn hér við hliðina á eða á hhs22 (við) cornell punktur edu). Needless to say, ég yrði eilíflega þakklát.

Ljósmyndari í Seattle

Einu sinni fór ég stundum í ísklifur með bandarískum gaur sem er grafískur hönnuður og - eins og ég hef verið að átta mig betur og betur á að undanförnu - snillingur með myndavélina. Heimasíðan hans er látlaus og full af ótrúlega fallegum myndum. Smellið á kommentin undir hverri mynd til að lesa það sem hann sjálfur (og aðrir) segja um myndina. Sjálf kíki ég þarna á svo til hverjum degi.

Svifaseinkun

Einhvern veginn fórst fyrir að borga skólagjöldin fyrir mig í tæka tíð og nú skulda "ég" innheimtudeildinni hér tæpa 17 þúsund dollara, plús innheimtugjald. Ég er löngu búin að láta vita af þessu og ekkert er að gerast. Á meðan get ég ekki skráð mig í kúrsa og ekki notað Cornell-kreditkortið heldur. Þetta er svo sem ekki neitt óyfirstíganlegt vandamál en algjör óþarfi og þ.a.l. einstaklega vel fallið til þess að pirra sig yfir.

- síðari tíma viðbætur -

Þá er búið að fixa þetta, a.m.k. er ég búin að fá ráðningarbréf fyrir misserið. Á að stunda rannsóknir til undirbúnings smíði GIS-módels af vestari hluta Eyjaálfu. Það sýnist mér gefa alveg ágætlega í aðra hönd, nú er bara að sjá hvað deildinni tekst að vera snögg að koma ráðningarbréfsskömminni inn í innheimtudeild og hreinsa þar með nafn mitt.

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Nýi Íslandsvinurinn

Gaman að heyra að Íþöku-vinurinn Bill Clinton sé orðinn Íslandsvinur líka og að Sigurður Líndal, stjúpi Stínu vinkonu, hafi fengið að lóðsa hann um Þingvelli. Mig hefur einmitt alltaf langað í svona söguferð um vellina, slæmt að missa af þessari. Fyrir nú utan hvað þeir báðir hefðu haft gott af almennilegri jarðfræðileiðsögn um svæðið! Nú, svo er forsetinn fyrrverandi líka greinilega mikið fyrir að kynna sér lókal menningu, ætli honum hafi fundist remóið gott??

Mont

Sko, það er tvennt sem kemur til greina: Annaðhvort er úrið mitt bilað eða ég í miklu betra formi en ég hélt. Það tók mig sem sagt jafnlangan tíma að renna/hjóla heim í gærkvöldi og það tók mig að hjóla í skólann núna í morgun. Fimmtán mínútur. Niður ógurlega brekku frá kampus niður að vatni, svona Almannaskarðs-brekku. Var náttla dauða nær þegar brattanum sleppti í morgun en nokkuð ánægð með sjálfa mig. Ég verð bara að segja það.

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Flutt

Loksins er maður fluttur, mikið gasalega er ég fegin. Ógissla leiðinlegt að vera á dýnu í stofum vina og vandamanna. Tróð Eirík út eins og ég gat og ferjaði draslið yfir í tveimur ferðum. Nú er sko ekki geymsluplássinu fyrir að fara, þó Hlynskóga-íbúðin hafi verið ömurleg á flestan hátt þá var alla vega háaloft þar. Engum svoleiðis lúxus fyrir að fara við vatnið, kem ekki einu sinni ferðatöskunum undir rúmið! Þarf eitthvað að minnka við mig draslið og vera afskaplega gagnrýnin á hvað fær að bætast við.

Níger-drengurinn mætir víst ekki fyrr en eftir tæpan mánuð svo sú ítalska og ég erum einar í kotinu þangað til. Enginn leigjandi er kominn í fjórða herbergið og ég fæ afslátt af leigunni ef ég finn einhvern. Vantar einhvern lesenda minna herbergi???

Fór annars aðeins út í gær með Stephanie skólasystur minni. Sáum Mansjúríu-kandídatinn í bíó og fórum svo á Týnda hundinn að borða. Voða gott. Rákumst á Íslendingaklúbb Íþöku á Commons og skelltum okkur með þeim á e-m íþróttabar að horfa á Ólympíuleikana. Horfðum ekkert á þá en fræddum Stephanie þess í stað um Decode, kennitölur, kæstan hákarl og hrútspunga. Enduðum í límonaði og ísbjarnarsögum á Maxie's. Svona mættu fleiri laugardagskvöld vera.

föstudagur, ágúst 20, 2004

Meiri Denver

Komin aftur til Íþöku. Ekki laust við að ég sé sybbin enda fékk ég ekki nema tæplega þriggja stunda svefn í nótt. Vélin alltof snögg á leiðinni, lenti á JFK heilum hálftíma á undan áætlun. Það dugði samt ekki til að ég næði Eiríki út af langlegudeildinni í tæka tíð, hann var lagður inn kl. 05:41 þann 17da og tekinn út kl. 05:43 þann 20ta og vitaskuld var ég látin borga fyrir fjóra daga. Þrír dagar og tvær mínútur, námundað að næsta heila gerir það náttla fjóra daga. Hver sagði að tölvur væru betur í stakk búnar til að framkvæma erfiðar reiknikúnstir en mannfólkið??

Mikið svakalega var gaman að koma til Denver. Við Digga frænka náðum svona líka vel saman og skemmtum okkur vel í öllum bíltúrunum okkar (borgin er svo víðfem að minnsta viðvik tekur hálftíma í bíl) og á spjalli heima hjá henni. Kisan hennar sá mig geispa einu sinni og var skíthrædd við mig eftir það, það er náttla svoldið miður en kannski ágætt því ég er með ansi hressilegt ofnæmi fyrir kisum. Nú, svo fann ég hina STÓRKOSTLEGU bókabúð Tattered Cover í miðbænum og sat þar í tvo tíma í gær að lesa jarðfræði; kona þarf sko aldrei að verða óhamingjusöm eða leið á lífinu meðan svona búðir eru til. Larimer Square er líka alveg yndisleg gata, full af skrýtnum og skemmtilegum búðum eins og t.d. kúrekastelpu-búðinni. Hins vegar verður að segjast að hið tiltölulega nýja listasafn þeirra Denverbúa er með eindæmum ljót bygging (veit ekkert um innvolsið). Ef ég væri skattgreiðandi þar í borg hefði ég mætt á vígsluathöfnina með nokkra vel valda úldna tómata og rotin egg.

Sá því miður minna en til stóð af fjöllum og Boulder vegna úrhellisins sem áður var greint frá. Það er kannski bara ágætt, ég hef þá alla vega ástæðu til að fara aftur þarna vestur eftir!! Keypti mér líka Lonely Planet USA-bók og blaðaði svoldið í henni heima í stofu hjá Diggu. Helst þyrfti ég að hætta í námi og einbeita mér að ferðalögum ef ég ætti að fara eftir öllu sem stungið er upp á í bókinni. Held ég sleppi því í bili og láti mig dreyma um þrjár "minni" ferðir í staðinn: Sigling um firði Alaska, hjóla leiðina sem Lewis og Clark fóru fyrir sléttum 200 árum, og fara á road trip niður Blue Ridge Parkway í Virginíu og Norður-Karólínu. Langar einhvern með??

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Syndaflod i Klettafjollunum

Einhver hefur nu verid a lyfjum thegar hann reiknadi thad ut ad her i Denver vaeru fleiri solskinsdagar a ari en a Miami. Ekki nema ad eg hafi tekid urhellid fra New York med mer.

Thad rigndi sem sagt eins og hellt vaeri ur fotu a leidini fra Ithoku til NYC, a timabili voru laetin thvilik ad naestum allir bilarnir stoppudu uti i vegarkanti. Alveg magnad. I NYC var nu samt agaetis vedur og mer tokst ad komast til Helga skolabrodur mins i Brookly naestum an thess ad villast. Gott ad fa ad krassa thar thvi flugid mitt var eldsnemma um morguninn.

Gaman ad fljuga til Denver, serstaklega ad na velinni (villtist neflilega a leidinni fra Brooklyn ut a voll...). Digga fraenka beid min a vellinum, eg nattla villtist a vellinum lika svo hun beid og beid, og svo villtumst vid a bilastaedinu lika! Ekki einleikid... eg tok sem sagt baedi villurnar og regnid med fra austurstrondinni. Nu, thennan agaeta thridjudag var nu samt fint vedur og vid spokudum okkur i midbae Denver alveg thar til stodumaelirinn rann ut og regnid byrjadi.

I morgun voknudum vid otrulega snemma, considering ad eg var involved, i.e. kl. rumlega fimm. Planid var ad komast ur baenum a undan rush hour... en einhvern veginn gekk thad ekki alveg, held vid hofum verid svona lengi ad supa morgunkaffid (og eg ad senda e-a bradnaudsynlega emila). Hvad um thad, vid fraenkurnar keyrdum i allan dag um Klettafjollin, gegnum Rocky Mountain Natl. Park og yfir Guanella-skard, svaka gaman. Einhverra hluta vegna let solskinid samt undan fyrir skurum sem svo breyttust i urhelli um eftirmiddaginn. Saum varla Boulder fyrir regni og thurftum naestum ad synda yfir bulevardana i Denver. Ja herna her.

mánudagur, ágúst 16, 2004

Denver

Er á leiðinni til Denver!!! Bruna til NYC á eftir og fæ að krassa hjá Helga Ingólfi, skólafélaga mínum sem er í NYC í sumar, flýg svo til Denver í fyrramálið. Planið er að heimsækja Diggu föðursystur mína og hennar klan, sem ég hef ekki séð í 19 ár, og komast aðeins í annað umhverfi áður en misserið byrjar. Fékk miðann á 295 dollara, það er spottprís finnst mér. Svo er leiðbeinandinn minn ekkert smá næs, að leyfa mér að skjótast þetta þrátt fyrir 3 vikna sumarfríið mitt á Íslandi. Ich bin, á margan hátt, ein lukkunnar pamfíll. Eins og Björk segir, allt er fullt af ást þó hún komi kannski ekki úr þeim áttum sem þú áttir von á. Björk er snillingur.

laugardagur, ágúst 14, 2004

Role model??

Svei mér þá, að nenna þessu.

Leið á laugardegi

Noemi, fyrrverandi leigusalinn minn, man þegar hún var barn á flótta undan nasistum. Hún er fædd í Belgíu en flúði til Bretlands sem barn í seinni heimstyrjöldinni. Hún sagði okkur frá þessu í framhjáhlaupi og brosti um leið til Leticiu sem hafði spurt um nafnið hennar. Við stóðum þarna fjórar í forstofunni, að ljúka leiðinlegu verki, og ég gat ekki annað en spurt sjálfa mig hvers vegna í ósköpunum við gerum okkur lífið svona erfitt, hvers vegna við búum okkur til okkar eigin heimatilbúnu helvíti, í staðinn fyrir að virða hvert annað og þakka fyrir að búa ekki við viðlíka ógnir og Noemi ólst upp við. Mér fannst ekki mikið til okkar koma þarna á þessu augnabliki í forstofunni.

Í gær horfði ég á Cold Mountain, milli þess sem ég pakkaði og þreif. Var löngu búin að ákveða að taka mér frí frá þeim verkum til að sjá hvaða mynd sem væri á dagskrá það kvöldið í Maplewood. Þurfti sárlega á einhverju að halda til að dreifa huganum. Ég sogaðist inn í myndina, mynd sem mér fyndist sennilega ömurlega væmin á öðrum stundum, og fannst hún jafnvel á tímabili næstum tala til mín. Ástandið á mér var ekkert til að hrópa húrra fyrir en á einhvern hátt hafði myndin róandi, jafnvel sefjandi áhrif á mig.

Og nú er ég flutt úr Hlynskógum, enginn þarf að senda mér línu þangað aftur, takk fyrir. Það er gott að vera farin en það er ekki gott að eiga hvergi heima, eins og núna. Leigan mín við vatnið byrjar 22. ágúst, eftir rétt rúma viku, og á meðan er ég hjá vinum. Þeir hafa ekki beint vaxið á trjánum hér, hverju svo sem það nú er um að kenna, og einhverjir orðnir hálfrotnir og fallnir til jarðar. Ætla til Deepti vinkonu um næstu helgi og ætla að koma mér úr bænum yfir vikuna líka. Hafa með haug af greinum að lesa og reyna að koma huganum í skorður fyrir komandi vetur. Á bara eftir að ræða það við leiðbeinandann minn, ég á ekki von á að hann neiti mér. Að minnsta kosti vona ég ekki.

föstudagur, ágúst 13, 2004

Hvernig íkorni ert þú?

Herdis Helga Schopka, from this day forward you will also be known as:
Primeminster Nuttykins

Frá Stínu

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Gaman i GIS-i

Skemmtileg tilviljun ad skammstofunin fyrir Geographic Information Systems, GIS, skuli thyda "spaug" eda "brandari" a islensku. Fyrr i dag fekk eg haedargogn af Indonesiu og i bjartsyni minni er eg nuna ad reyna ad skoda thau i GYS-inu med ekkert mer til hjalpar nema eldgamla og frekar lelega handbok. Thetta er svona alika framkvaemanlegt og ad setjast upp i mosavaxna thotu inni i flugskyli og aetla ser ad komast a sporbaug um jordina. En thad ma alltaf reyna, serstaklega thegar einhver borgar manni laun fyrir ad syna vidleitni. Svo tek eg nattla kurs i thessu i haust, thad kemur varla neitt annad til greina.

Svo stendur til ad safna ad ser SVADAlegu magni gagna um eyjarnar tharna i langtiburtu. Haedarlikon, jardfraedikort, grodurkort, landnotkunarkort, vedurupplysingar, name it. Thetta tekur allt alveg aegilegt diskaplass og engin tolva her a grafik-labbinu kemur til med ad hafa rod vid mer i gagnoflun og urvinnslu. Thess vegna stendur til ad fjarfesta i nyrri, bara handa mer. Aaahhh, thad er ekkert sma gaman ad skoda i Dell-budinni og bua til alls konar fansi kombinasjonir med 250 Gb hordum disk, 1 Gb vinnsluminni, 22 tommu flotum skja og DVD skrifara, og thurfa ekki ad borga neitt sjalf! Hef nu ekki komist haerra en i ruma 2600 dollara enn, tharf ad herda mig i eydslunni. Ekki thad ad eg viti hvad hann Lu aetli ad eyda miklu en thad ma alltaf lata sig dreyma.

Aetla snemma heim i dag og fara snemma ad sofa. Svo stendur til ad vakna enn fyrr og bruna med Eric til NYC og JFK ad saekja hann Greg felaga minn ur 6 vikna utlegd i salteydimorkum S-Ameriku. Mer skilst hann se ordinn nanast othekkjanlegur af skeggvexti og thyngdartapi i hardbylli eydimorkinni, vona bara ad eg taki ekki einhvern annan i misgripum med til Ithoku.

Í skápnum

Hafi einhver nokkurn tímann haldið að fólk sem kannar hella að gamni sínu sé eðlilegt skal sá misskilningur leiðréttur hér með.

Í gær var haldið heim til einnar í útiklúbbnum eftir vikulegan fund nördanna. Hún er nýflutt í húsið sitt og var um helgina að koma eldhúsdótinu sínu fyrir með aðstoð vinar síns sem finnst mjög gaman í hellum (og er þessa stundina ofan í e-m risahelli í Arizona sem innan við 100 manns fá að heimsækja á ári, kannski því hann er álíka langur til samans og hringvegurinn og hver leiðangur ofaní hann tekur um viku). Manninn hefur sennilega verið farið að hlakka allgífurlega til að fara oní stóra stóra hellinn því hann tók smá upphitun í eldhússkápunum og tróð sér inn í alla skápa sem hann mögulega komst inní. Hann Jim, sem hér um ræðir, er rétt tæplega 1.90 m á hæð, svo það var ekki mikið mál fyrir okkur "dvergana" að leika leikinn eftir og áður en hendi var veifað voru allir sem mættu í heimsókn komnir inní og útúr skápnum. Með einni undantekningu þó. Hann Ari er ekki lítill átta ára trítill, hann er líklega einir 2 m á hæð og komst ekki fyrir sitt litla líf inn í skápinn. Þar sem hann er þrjóskari en andskotinn sjálfur ætlaði hann ekki að gefast upp svo auðveldlega og hékk því hálfur inni í skápnum í langan tíma, spriklandi og emjandi og æpandi. Á tímabili leit út fyrir að hann myndi hafa það af að troða sér inn og þá varð húseigandinn nýbakaði dáldið smeyk um að fyrstu meiriháttar aðgerðirnar sem þyrfti að ráðast í í húsinu væri að rífa niður eldhúsinnréttinguna til að ná Ara út. Við hin skemmtum okkur konunglega eins og gefur að skilja.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Hvenær og hver?

Hvenær hættir hún Siv sem umhverfisráðherra? Hver tekur við? Hvað með Halldór, Davíð og einhvern annan?

Komin í höfn

Þá er það ákveðið: Undirrituð mun búa við Cayuga-vatn í vetur, með bryggju í bakgarðinum og bæði kayak og kanó til afnota. Gasalega er ég ánægð. Stelpurnar, þ.e. Leticia, sem ég bjó með í Maplewood í fyrra og Gaby, sem ég leigði Seneca-íbúðina upphaflega með, fengu íbúðina við Seneca-stræti. Afar farsæll endir. Jibbí.

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Geimverur og veðrið

Er hætt að leita að geimverum í bili og tekin til við að spá fyrir um veðurfar. Geimveruleitin er svo sem ágæt, en ég er núna búin að nota örgjörvann minn í tæpar 1500 klukkustundir til þess arna. Honum hlýtur að vera farið að leiðast þetta. Veðurspáin er líka næstum enn meiri alvöru vísinda-tilraun, svo ég hvet þau ykkar sem eiga nógu hraðar tölvur til að hlaða þessu niður og hjálpa til við að spá fyrir um veðurfarsbreytingar í framtíðinni.

mánudagur, ágúst 02, 2004

Byrjud

Hah, er offisielt byrjud a verkefninu minu. Settist i fyrsta sinn nidur vid tolvuna i grafik-labbinu i morgun og hof ad hlada nidur gervitunglamyndir af Austur-Indium. Thad gekk nattla ekki andskotalaust til ad byrja med en er allt a leid i retta att. Aetli eg verdi svo komin svo langt i fyrramalid ad geta farid ad opna urvinnsluforritin???

Fann alveg ostjornlega kruttlegt herbergi i alveg ostjornlega kruttlegu husi adan. Husid er vid vatnid, allt nyuppgert, hreingerningakona kemur tvisvar i manudi, uppthvottavel i eldhusinu, kajak og kano i gardinum sem er med bryggju ut i vatnid... nammi namm. Bara 500 kall a manudi. Nu vona eg og bid ad eg thurfi ekki ad taka ibudina vid Seneca.

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Enn einn sunnudagurinn...

... og ég að eyða tímanum í tölvunni. Tók eftir því núna áðan að í færslunni löngu um frostþurrkuðu krásirnar mínar talaði ég um þær sem þroskastöppu, ekki þorskastöppu. Spurning hvort mér sé ekki nokkuð vel lýst þar... a.m.k. líður mér stundum dálítið eins og ég sé svolítið þroskastöppuð. En það er nú önnur saga.

Komin á fullt í íbúðarleit, eins og það er nú spennandi. Heimsótti tvær stöllur í söbbörbi dauðans í gær, þær vantar fjórða meðleigjandann til að fylla upp í íbúðina sína eftir að sú þriðja mætir á svæðið. Þær tvær sem ég hitti í gær eru báðar frá Tævan (og ég er svona ca. tvöfalt hærri en sú lágvaxnari) meðan sú þriðja er frá Filippseyjunum. Hún gæti kennt mér Tagalog ef til sambúðar kæmi; ætli ég verði ekki einhvern tímann send til fyrrverandi konungsdæmis Ímeldu í doktorsnáminu og þá væri nú ekki verra að geta komið fyrir sig orði. Íbúðin er fín, m.a.s. sérbaðherbergi með hverju herbergi. Bara svoldið steríl, allt eins og ógeðslega nýtt með kolbikasvörtu malbiki yfir og allt um kring. Álíka karakter-fyllt og Hálslón kemur til með að vera. Ekki gaman kannski að búa í svona andleysi.

Nú, á morgun fer ég svo á rúnt með konu nokkurri sem á skrilljón íbúðir í bænum og einnig á ég tíma í stúdíó-skoðun í hádeginu. Verst að ég veit ekki enn hvort fyrrverandi tilvonandi meðleigjanda mín vill íbúðina sem við fundum eða ekki, og þar með hvort ég þurfi yfirhöfuð nokkuð að vera að standa í þessari leit. Ég viðhef bara mitt mottó hér: Vona það besta og búast við hinu versta.

föstudagur, júlí 30, 2004

Njósnir um lesendur

Það er á hreinu að Erna og Stína gætu tekið greiðslu fyrir að hafa fólk á linka-listanum sínum. Langflestir sem koma hingað á þessa blessuðu síðu mína koma frá þeim. Mange takk, jenter!

Aðrir koma úr öðrum áttum, t.d. frá gúggli og jahú. Einhver fann mig undir "torn rubber boots" um daginn. Það er svosem gott og blessað en jafnast ekkert á við perrann sem leitaði að "smoking girls in swimsuits" hér um árið.

Íbúð kveldsins

Þá er íbúðarleitin hafin á ný. Þetta fer að flokkast undir áhugamál mitt, ég bara geri varla annað. Við tvær sem fórum á stúfana í vor og fundum okkur íbúð til að leigja næsta vetur höfum ákveðið að slíta sambúðinni áður en hún hefst. Nú á bara eftir að ákveða hvor okkar fær íbúðina unnndisslegu á Austur-Senecastræti. Ég vona náttla innst inni að ég fái hana, hún er svo krúttleg! Svo er líka svo leiðinlegt að skoða íbúðir og erfitt að finna eitthvað brúklegt fyrir viðráðanlegan péning. Aldrei teppi aftur, t.d., það er engin smákrafa hér í Amríggu.

Nú, en íbúð kveldsins verður hins vegar óumdeilanlega íbúðin hans Jasons. Hún er með teppi (og ketti líka) og því í nokkurri ónáð hjá mér, en þar sem ég þarf ekki að búa þar má mér nú vera nokk sama. Til stendur að elda beer-can chicken (bjórdós upp í óæðri endann á kjúllanum og svo á grillið, agalega vinsælt hér...), bjóða upp á hákarl og brennivín í forrétt og horfa svo á skandinavíska snilld í vídeóinu, Börn náttúrunnar (til að skæla smá) og Elling (til að hressa sig við eftir skælið). Þetta gæti orðið hin besta skemmtun og ágæt byrjun á non-verslunarmannahelgi.

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Dreginn, ekki stolinn

Frekari fréttir af æsingunni í New York-borg:

Eiríki var lagt ólöglega á langlegudeildinni og var dreginn í burtu. DREGINN!!! Vesalings karlinn minn. Löggan komst að þessu þegar ég var mætt á löggustöðina á JFK og inn í skýrslutökuherbergi. Ég varð svo glöð að ég hoppaði næstum yfir afgreiðsluborðið og kyssti þá alla sem einn (á tímabili voru fjórir amrískir lögreglumenn að leita að Eiríki mínum). Svo fengum við Mörður far með fyndnu löggunni að ná í bílinn: "Þú þarft ekkert að spenna beltin, löggan stoppar þig ekki". Harharhar. Ég í sæluvímu: "Vá mar, ég hef aldrei áður verið í amrískum löggubíl." Löggan: "Nú, í hvers lenskum þá?!?!"

Sem sagt, er á leið til Íþöku á drossíunni minni. Íha.

mánudagur, júlí 26, 2004

Ekki týndur, heldur stolinn

Það er búið að stela bílnum mínum. Víkingnum sjálfum, Eiríki rauða, STOLIÐ!!! Djöfulsins ómenni hérna í Amríggunni. Möddi hennar Ernu hefur sko verið betri en enginn og fólkið hjá Icexpress líka, ég er búin að sitja á skrifstofunni þeirra í allan dag að viða að mér upplýsingum um afdrif Eiríks. Íslendingarnir rokka!

Nú erum við Möddi á leið að ná í bílaleigubíl og svo til löggunnar á JFK. Við syrgjum Eirík í hljóði. Hver veit, kannski var hann notaður í drive-by shooting?? Vesalings Eiríkur.

Eiríkur týndur

Hann Eiríkur rauði er HORFINN!!! Hann var skilinn eftir á langlegudeildinni á JFK og þar ætlaði ég að sækja hann... en hann er horfinn. Við erum búin að reyna mikið en allt er eiginlega að koma fyrir ekki. Svo náttla man ég ekki númerið á bílnum... uss fuss. Ætla að reyna eitt í viðbót, ok?

laugardagur, júlí 24, 2004

Málhelti dagsins

í boði Thorvaldsen:

"Sýnishorn af myndum af stemmingunni á Thorvaldsen Bar. Svona rétt til að sýna ykkur, þar sem við berum miklar virðingar fyrir einkalífi viðskiptavina okkar, höfum við þær í hreyfimynd."

Grimmar konur, in English

Ég hef nákvæmlega engu við frásögn Kristínar af gærkveldinu að bæta. Nema þá helst þessu: Stína, þú átt að verða rithöfundur!

Brian, Meghan, Greg: If you ever still visit this site, try out the link above.

Djöfulsins menntasnobbið!

HASH(0x8c05934)
From Timbuktu to Tijuana, you know all about world culture and politics. You've seen it all, and what you haven't seen, you watched on one of the "smart people channels." Your friends tell you that you should run for governor.
What people love: You've always got a great story to tell.
What people hate: You make them feel like ignorant plebians. Sometimes you slip and CALL them plebians.

What Kind of Elitist Are You?
brought to you by Quizilla gegnum konuna á karlaklósettinu


Haha, ekki furða að ég hafi verið vond við aumingja fótboltagaurinn sem lenti við hliðina á okkur Stínu vinkonu á Thorvaldsen í kvöld!!! Loksins próf sem sér í gegnum mig :)

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Dauðinn í Grafningnum??

Hérna, dó einhver nýlega í umferðarslysi í Grafningnum?? Ég var þar á ferð í góða veðrinu í kvöld (eftir bíltúr upp í Borgarfjörð og yfir Kaldadal inn á Þingvelli með mútter) og sá þar alveg ótrúleg hjólför þar sem einhver kom niður brekku, greinilega á fljúgandi ferð, og missti af beygjunni sem tók við eftir brekkuna. Í staðinn fór viðkomandi út af og hlýtur, ef eðlisfræðilögmál gilda enn hér á jörðu, að hafa steypst ofan í lítið gil. Þar var hins vegar ekkert bílhræ svo ég gæti séð, en hins vegar héldu hjólförin áfram utan í gilinu, í ca. 40° halla og með smá ummerkjum um að bíllinn hafi helst viljað renna niður en ekki fengið það, og upp á veg aftur. Ég hélt ég væri á lyfjum þegar ég sá þetta, svona lagað á ekki að vera hægt. Nema viðkomandi hafi verið á svona geðveikislega mikilli ferð... þarna öðlast slagorðið "hraðann eða lífið" duldið tvíræða merkingu.

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Selebrití

Við vinkonurnar fórum á barinn í kvöld og rákum þar augun í amríska kvikmyndastjörnu. Á litla Íslandi...

mánudagur, júlí 19, 2004

Fréttaljósmyndari??

Fór eins og sönnum lýðræðissinna sæmir að mótmæla í hádeginu. Hafist var handa við stjórnstöð Lands-/Illvirkjunar, þar sem Frikki Sóf gerði hetjulega tilraun til að stjórna mótmælafundi. Þaðan var haldið niður í umhverfisráðuneyti þar sem fánaborg í hálfa stöng var afhent móttökustarfsfólki (Siv sást hvergi). Til að reka smiðshögg á mótmælin var ákveðið á staðnum að rölta yfir að Stjórnarráðinu og reka þar niður fána í hálfa stöng.

Þegar hersingin (fámenn en góðmenn) mætti að stjórnarráðinu voru allir fréttamenn og -konur á bak og burt en Davíð nokkur Oddsson var hins vegar á leiðinni inn. Hann og Elísabet Jökuls áttu þarna nokkur orð saman og þar sem ég hafði tekið myndavélina mína með þá kom ég mér í fremstu röð og smellti af í gríð og erg. Davíð lagaði sig allan til svo hann kæmi nú sem best út á myndunum og hélt greinilega að þarna væri einhver "alvöru" ljósmyndari á ferð. Eftir á var því svo stungið að mér að koma myndunum í birtingu einhvers staðar. Mogginn hreppti hnossið og mér skilst að á morgun verði ég orðin blaðaljósmyndari!